Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Page 18
160
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
arna leyft sér að horfa svona ástaraugum
á hana?
„Varð-ég lengi? Húff! Þú lítur út, eins
og þú hafir séð draug!“
Litla, dökkhærða stúlkan hékk í hand-
leggnum á honum.
„Já, þú varst heila eilífð. Það er þess
vegna, sem ég er svo fölur. En nú ertu
komin, og þá er allt allright!“
Hann heyrði sjálfan sig segja þetta.
Orð, falleg orð. Hann hafði aldrei ímynd-
að sér að Ruth væri svona falleg í sam-
kvæmisbúningi. Hún hafði ekki verið
svona falleg áður. Hún var ef til vill í
nýjum kjól, þó að kjóllinn ætti nú ekki
að gera frá eða til á Ruth. Þarna sátu þau!
Hann ætlaði að snúa baki við þeim svo að
hann kæmist hjá að sjá náungann þann
arna daðra við hana. Myndarlegur maður
annars, þessi Rönning, og duglegur blaða-
maður. Hann vissi ekki til að Ruth þekkti
hann, og hún gerði það ef til vill ekki
heldur — þá!
Já, nú ætlaði hann að leggja af stáð
hinn daginn, til allrar hamingju.
„Varstu nokkuð að segja, Sissí?“
„Já, ég sagði að við hefðum fengið á-
gætt borð. Ég ætla að sitja hérna, svo get-
ur þú haft frjálsa útsýn til fallegu, ungu
stúlkunnar fyrir aftan mig.“
„Þakk, ég kemst vel af með þig!“
„Tilbreyting geðið gleður, vinur minn!
Og þar að auki situr fallegur herra fyrir
aftan þig, og hann vil ég gjarnan horfa á.“
„Nei, þakka þér nú kærlega fyrir!“
Hún flýtti sér að setjast niður, og hann
neyddist líka til þess. Nú varð hann í við-
bót að sitja allt kvöldið og horfa á þau
bæði. — Svona, þarna byrjaði náunginn á
því að kaupa rósir handa henni — og
Ruth brosti í þakkarskyni. Og hvílíkt
bros!
„Fæ ég líka nokkrar rósir, þakk!“
Hann valdi nokkrar inndælar rósir,
dökkrauðar og gaf borðdömu sinni þær.
„Þessar fara þér vel!“
„Ég hefði aldrei haldið að þú gætir ver-
ið svona elskulegur, Árni.“
„Það sannar, að þó að þú hafir þekkt
mig heila eilífð, þá hefirðu samt ekkl
þekkt mig nógu vel.“
„Og rétt í því að ég verð þess vör, að þú.
getur verið svona hrífandi, ætlar þú í.
ferðalag!11
„Já, er það ekki sorglegt? Hefirðu orðið
þess vís, þegar ég einusinni var trylltur
af ást til þín, þá hefði ég ef til vill ekki
verið á förum til útlanda.“
Hún hló.
„Það er að segja, þegar þú varst fjórtán
ára og ég tólf!“
„Já, það var inndæll aldur! Viltu
dansa?“
Þau svifu inn í dans-iðuna á eftir Ruth
og Rönning, sem fóru fram hjá rétt í
þessu. Hann mætti augnaráði Ruth yfir
öxlina á Rönning. Áðeins eitt stutt augna-
blik, því að Ruth leit niður og leit síðan
ekki upp aftur, meðan dansinn stóð yfir.
Það var unaðslegur tangó, alveg dásam-
legt lag, sem vakti sérkennilegan hugblæ
hjá öllu dansfólkinu. Hann sá Ruth bíta á
vörina, það var eins og hún berðist við
grátinn.
Hafði hún líka á tilfinningunni, að þetta
hefði átt að vera þeirra dans? Að það var
í faðmi hans, sem hún hefði átt að vagga
sér á fögrum hljómbylgjum tangósins?
Músíkin þagnaði allt í einu.
Ruth leit upp og hló. „Stórfínn,“ sagði
hún.
Ósjálfrátt yppti hann öxlum. Honum
hafði skjátlazt. Hún hafði ekkert á til-
finningunni. Hún hafði sagt, að hann væri
„stórfínn“ — einasta orðið, sem ekki var
hægt að nota um þennan tangó.
„Dásamlegur, ekki satt?“ Það var *hans
eigin dama, sem spurði.
„Einmitt,“ sagði hann, en honum hafði:
ekki fundizt það, af því að hann hafði