Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Qupperneq 20
162
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
sagði Tit. „Þú ert þreytt og slitin og veizt
víst ekki lengur, hvað þú ert sjálf að
segja. Aggí og ég skulum svo sem klára
þetta, og séum við í vafa um eitthvað, þá
landsíma ég bara til þín. Farðu nú bara
heim og búðu þig og leggðu svo af stað
með góðri samvizku og heilsaðu Evy frá
mér. Með hvaða lest ferðu annars?“
„Fyrstu í fyrramálið.11
Þær gátu loksins talið hana til að fara,
þegar klukkan var þrjú, og eftir að hafa
kvatt þær ótal sinnum, komst hún loksins
af stað.
Tit stóð í dyrunum og horfði á eftir
henni.
„Hvað skyldi annars vera að? Það er
eitthvað bogið.“
„Bogið? Hvers vegna ætti nokkuð að
vera að? Hún er aðeins út úr þreytt og
slitin,“ sagði Aggí. „En heyrðu, Títan,
heldurðu ekki að þú getir verið einsömul
í dag? Það er að segja það sem eftir er?
Mig langar svo til að skreppa frá.“
„Skreppa frá? Gjarnan það, en hvers
vegna?“
„Hægindastóllinn, Tit! Hægindastóli-
inn!“
„Aggí, það eru álög á þér, þessi kaupa-
fýsn!“
„Nei, Títan, ekki kaupafýsnin, heldur
hægindastóllinn. Eg skal segja þér, að
hann er inndæll — —“
„Farðu þá,“ sagði Tit.
— — Þegar Friðrik Ofstad fór framhjá
síðustu tóbaksbúðinni á heimleiðinni,
flutti hann fimmtíu og fimm aura úr
hægri vestisvasanum yfir í þann vinstri.
Svona, hugsaði hann með sjálfum sér,
aftur sparaðir fimmtíu og fimm aurar. Nú
skal Aggí bráðum fá hægindastólinn sinn.
En hve hún verður þá blíð, og hve glaður
ég skal vera yfir fyrsta stólnum á heimili
okkar, sem er borgaður út í hönd.
Að hálfum mánuði liðnum skal hann
vera kominn. í síðasta lagi að hálfum
mánuði liðnum.
En er Friðrik opnaði stofudyrnar sínar,
þá var stóllinn þegar kominn. Hann stóð
yfir við gluggann og virtist sérlega
frekjulegur á svipinn og fullborgaður og
feikna aðlaðandi. Friðrik nam staðar og
starði á hann. Skepnan þín, hugsaði hann,
hvað hefir þú hér að gera án míns sam-
þykkis. Það var ég, sem átti að skáka þér
þarna. Þú áttir ekkert með að standa
þarna af sjálfsdáðum. Tveir handleggir
vöfðust allt í einu um hálsinn á honum að
aftan, hann sneri sér við og leit beint
framan í gleðiljómandi andlitið á Aggí.
„Hann er handa þér, Frissi! Er hann
ekki flott? Setztu í hann og finndu!“ Hún
þrýsti honum niður í stólinn og skákaði
sér sjálfri í fangið á honum.
„Er hann ekki inndæll?11
„Afborgun?" stundi Friðrik upp.
„O-seisei-nei! Það er að segja, nærri því
ekki,“ sagði Aggí geislandi glöð. „Ég
borgaði helminginn, og hinn helminginn
borga ég, þegar Ruth kemur heim aftur
eftir þrjár vikur. Hún fer heim til sín á
morgun og ég verð að vera til klukkan
sex á hverjum degi á meðan. Við verðum
að seinka miðdegisverðinum ofurlítið. En
það gerir vonandi ekkert,' því að ég fæ
ágætár aukatekjur og get borgað stólinnn
— og allt mögulegt," bætti hún hreykin
við. „Er hann ekki inndæll? Segðu það nú!“
„Jú, hann er verulega inndæll,11 það varð
Friðrik að játa, „og þú ert elsku, duglega,
litla konan mín.“
Honum sveið það samt dálítið, að það
skyldi ekki vera hann, sem fékk að gera
henni þessa gleði en hann vissi líka að
Aggí var ein af þeim, sem heldur vildu
gefa en þiggja, og hann andvarpaði hægt
og beygði sig fyrir því, er eigi varí hjá
komizt. Hann hugsaði um peningana, sem
hann hafði sparað saman, og hvort hann
ætti að bjóða Aggí þá til að borga „hinn