Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Qupperneq 23

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Qupperneq 23
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 165 Bókmenntir. Eg hefi verið að undra mig á því, að eigi skuli hafa verið meira skrifað um ljóð Guðmundar Böðvarssonar: „Kyssti mig sól“, en orðið er, því að eftir því sem ég fæ bezt séð, er hér afbragðs skáld á ferðinni, og vér megum ekki við því á þessari le(irburðarins öld, að láta dauf- heyrast, þegar gripið er í silfurstrenginn. Yfir oss krunka svo margir hrafnar og hræfuglagangurinn, sem leggst að óæt- inu í andlegum efnum, er naumast svo upplífgandi í fögrum listum og bókmennt- um, að ekki verði maður sárfeginn, að heyra stöku s/innum svanasöng á heiði og sjá blána fyrir himni og blika fyrir sól. Fallega fer þessi maður af stað og þannig er frá ljóðum hans gengið bæði að efni og formi, að enginn hversdagsbrag- ur er á. Þetta eru kvæði, sem eru full af ljóðrænni fegurð, djúpum skáldlegum tiil- finningum, frumlegum hugsunum og yf- irleitt byggð af mikilli listagáfu. Þau eru það, sem allur skáldskapur á að vera, endurvarp þeirra dýpstu áhrifa, hugsana og tilfinninga, sem lífiið sjálft knýr úr hinu skyggna djúpi mannssálarinnar, þar sem hugurinn er eins og vindharpan, sem nemur hin dulræðustu og breytilegustu veðrabrigði lífsvitundariinnar og snýr þeim í heillandi söng. Hvað er hljómlist- in og ljóðgáfan annað en það æðra tungu- mál, sem menn leitast við að túlka hið óumræðilega líf djúpvitundarinnar, henn- ar sáru sorg og hennar villtu gleði, henn- ar angistarfulla efa og hennar sæluríka traust? í einu orði sagt, Ijóðgáfan túlkar þær víðfaðmari sveiflur vitundar og til- finningalífsins, sem skáldinu er unnt að lifa fram yfir aðra menn. Þessi gáfa birt- ist því ekki fyrst og fremst í orðauðgi eða formsnilli, heldur í sterku vitundarlífi og djúpri sýn. En venjulega vex mælskan með dýpt skynjananna og enda þótt formfegurðin sé ávallt að nokkru leyti æfing, vex hún þó fram fyrlir mátt inn- blástursins eins og þegar sólargeislinn töfrar hina angandi rós upp úr duftinu. Eins og fossandi lækur finnur sinn farveg, þannig finnur skáldgáfan sitt form, þann- ig brýtur andríkið sér leið. Þessvegna er það einungis sú mælska sem frá hjartanu streymir, sem hnígur djúpt inn í vitund viðtakandans. Öll önnur mælska er eins og máttlaus froða, sem hjaðnar og gleym- ist og hefir engin áhrif, hversu litrík og íburðarmikil sem hún sýnist vera. Ef hana skortir einlægni og inniledk, ef hún er ekki borin uppi af máttugri tilfinning eða sterkri hugsun, er hún ekki neitt. Ljóð Guðmundar Böðvarssonar: Kyssti mig sól, bera ekki á sér neina svikaliti og í þeim er ekki að finna neinn innantóm- an hávaða, því síður eru þau full af því yfirlæti, dómgirni eða illa duldum skammatón, sem nú þykir nauðsynlegur til að skapa mikil skáldverk. Þau eru í einu orði sagt, ekki „innlegg í barátt- unni“ frekar en hin „Fagra veröld“ Tóm- asar Guðmundssonar eða ljóð Davíðs Stefánssonar. En þessi skáld, ásamt nokkr- um öðrum, sýna oss það þó, að enn geta risiið upp á voru landi menn, sem ekki gangá að skáldskap eins ' og torfristu, né vaða þar fram eins og berserkir í víga- hug, blóðugir til axla og bitandí' í skjald- arrendur, heldur skilja, að þeirra ríki er ekki af þessum heimii, óðal skáldlistar- innar eru víðáttur mannssálarinnar, draumar hennar, von hennar og trú. Það er, eins og Aristoteles benti á fyrir æfa- löngu síðan, sjónarmiðið, sem hafið er yfir baráttuna, ríkið „handan við storm

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.