Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Qupperneq 26

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Qupperneq 26
168 NÝJAR KVÖLDVÖKUR þegar hofin em brennd og musterin rifin niður til grunna veit hann að: „Inni brunnu þar ást mín og friður æska mín, von mín og trú.“ Og honum finnst loftið eitrað af ösku- ryki á eftir. Það vekur aðeins harm hans og söknuð að segja í sundur með sér og guðunum. Ef til vill lýsir hið undurfagra kvæði: Kyssti mig sól, einna bezt þessum sundurleiitu hugrenningum, þegar skyn- semin segir nei, en tilfinningarnar og hugboðið já: Því blaðmjúkra birkiskóga bíður lauffall og sorg, og vorhuga þíns bíða vökunætur í vetrarins hljóðu borg. Við gluggana frosna þú grætur. Þá hló hún inn í mitt hjarta, hár mitt strauk hún og kvað: Horfðu í augu mín ef þú getur, ástin mín gerðu það — og segðu svo: Það er vetur. Þá sviku mig rökin og síðan syngur 1 huga mér hinn hjúfrandi blær og hin hrynjandi bára, hvar sem, hvar sem eg fer: Nú er hún átján ára. Kvæði Óðs um ásina, sem einnig er af þessum itóga er og hreinasta listaverk, en þannig má lengi telja: Þar uxu tvö tré, Kongsdóttir, Þú veist það, Spánskt kvæði, Frá þeim er engin saga o. s. frv. í þessari kvæðabók, sem hægt er að lesa á hálfum klukkutíma, er furðulegur auður af fögrum og skáldlegum hugsun- um. Guðmundur Böðvarsson er miklu meira en meðalmaður í listinni. Maður hefir ánægju af að lesa bók hans aftur og aftur og læra ljóð hans utan að. Það er slæmt, að nokkrar meinlegar prent- villur hafa auðsjáanlega slæðst inn, og þyrftu þær vandlega að leiðréttast í næstu útgáfu, sem án efa mun liggja. fyrir ljóðum þessum. Allir bókavinir munu gleðjast ýfir hinni fögi’u og stórvönduðu útgáfu af Númarímum, sem Snæbjörn Jónsson hefir gera látið, bæði af ást- og ræktar- semi við höfundinn, Sigurð Breiðfjörð og jafnframit til að heiðra hinn nafntogaða vísindamann og ágæta íslandsvin, Sir William A. Craigie, en honum er útgáfan tileinkuð og kom hún út á sjötugs afmæli hans (13. ágúst 1937). Ljóð og rímur Sigurðar Breiðfjörðs náðu eitt sinn ástsældum miklum með þjóðinni, jafnvel fram yfir kveðskap Jónasar Hallgrímssonar, en hin leiðinlega deila, sem hann lenti í við Fjölnismenn olli því að síðar var tekið að kasta rýrð á Ijóð hans og rímnakveðskap almennt, meir en sanngjarnt var, og eru nú hin óendanlegu rímnasöfn sem á liðnum itímum yljuðiu þjóð vorri um hjartaræt- urnar og áttu drjúgan þátt í því að við- halda tungu vorri, málþekkingu og ást á ljóðagerð og sagnfræðum, mestmegnis geymd á Landsbókasafninu. Þó að mörg- um af rímunum væri nú að sjálfsögðu stórlega ábótavant, þá leiftrar þó víða í ósvikinn skáldskap í þeim. í hinium breiða straumi sagnskemtunarinnar koma ódauðlegar hendingar eins og þessi vísa í Númarímum: Hvarmbragð eitit, það undrum veldur innstu svífur gegn um taug, það var heitt — ó, það var eldur, Þaðan líf og kraftur flaug. Ekki leikur það á tveim tungu'm, að Sigurður Breiðgjörð var listaskáld, ef dæmt er frá því, sem honum tókst bezt. Rímur hans eru auðvitað mjög misjafn-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.