Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Page 27
BOKMENNTIR
169
ar að gæðum, enda er við því að búast,
slíkt ógrynni af rímuðu máli, sem flaut
úr penna hans. En á köflum getur hann
náð snilld og fegurð, sem erfitt er að
yfirstíga og gerir oss undrandi enn þann
dag í dag.
Númarímur, sem ortar eru í fásinni á
Grænlandi, náðu einna mestum vinsæld-
um af rímum hans og halda þeim óskert-
um ennþá, hjá öllum þeim, sem skyn-
bragð bera á þessa hluti og gaman hafa
af kveðskap. Eru enn eftir rúm hundrað
ár margar hinar fegurstu vísur þessara
rímna næstum því á hvers manns vör-
um, svo sem eins og mansöngurinn og
upphafið að tólftu rímu: „Dagsins runnu
djásnin góð“ „Móð'ir jörð, hvar maður
fæðist“ o. s. frv.
Útgáfa þessi er gerð undir eftirliti próf.
Sigurðar Nordals, sem sjálfur hefir ritað
stuttan formála á enska tungu. En Svein-
björn Jónsson magister hefir skrifað
mjög fróðlegan og ítarlegan inngang um
skáldskap og æfiferil Sigurðar Breið-
fjörðs. Mun það vera skilmerkilegar gert
en áður hefir verið ritað um þennan höf-
und, þó að nokkuð sakni maður þess, að
ljóðagáfu Sigurðar sé gerð full skil, né
skáldskapur hans sæmdur að verðleikum.
Sumar niðurstöður hans virðast mér og
orka tvímælis. T. d. virðist mér hann
tæplega færa fullnægjandi rök til að
hrinda þeim orðrómi, sem Jón Borgfirð-
ingur getur um í æfisögu Sigurðar, að
hann hafi týnt seinna hluta rímnanna og
orðið að kveða þær upp aftur, er hann
kom frá Grænlandi. Það er í raun og
veru eina skynsamlega skýringin á til-
efnislausum nafnabreytingum og óná-
kvæmri efnismeðferð síðara hlutans. Þó
að hinsvegar megi sýna nokkrar vísur,
sem allnákvæmlega þræða efnið, sannar
það ekkert nema það, að höfundurinn
hafi einmitit kunnað þessar vísur af hin-
um upprunalegu rímum og mjög senni-
legt, að einkum hafi hann munað man-
söngvana. En auðvitað verður aldrei
skorið úr þessu með neinni vissu.
Þess verður einkum að geta um þessa
útgáfu hversu afburða fögur hún er og
vönduð — næstum því of íburðarmikil
verður manni á að hugsa, með því að
auðvitað hlýtur hún að verða nokkuð
dýr þannig, enda munu ekki vera prent-
uð nema rúm 200 eintök og verður þvi
útgáfa þessi brátt sjaldgæf og hinn mesti
kjörgripur. En það er hvorttveggja, að
þetta er gert í sérstöku heiðursskyni við
ágætan fræðimann, enda er slík höfuð-
prýði að slíkum útgáfum í bókmenntum
vorum, að það verður seint fullþakkað.
Smekkvísi og fegurðartilfinning í bóka-
útgáfu hefir aldrei komist á réttan kjöl
hjá oss, síðan Odd Björnsson þraut að
gefa úit Bókasafn alþýðu fyrir þriðjungi
aldar síðan og til þess að hr. Snæbjörn
Jónsson gaf út Ljóðmæli Gríms Thom-
sens fyrir þrem árum. Síðan hefir allt
það, er þessi forleggjari hefir gefið út,
borið vott um fágætan listasmekk um
prentun og allan frágang, svo að það
sýnist vera farið að hafa áhrif á fleiri út-
gefendur til meiri smekkvísi á þessu
sviði. Sér maður na.umast fegurra letur
en hjá ísafoldarprenitsmiðju h.f., sem
annast hefir prentun á útgáfu þessari og
ýmsu því, sem nú er fallegastur frágang-
ur á hérlendis. Og þótt segja megi að
andinn og orðanna hljóðan sé hin sama,
hvernig sem gengið sé frá prentun og
öðrum frágangi, þá vita það þó allir
bókavinir, hversu ólíkt meiri nautn það
er, að handleika og lesa glæsilegar bækur
með fögru letri, eða hversu miklu meiri
ánægja er að því að gefa slíkar bækur
vinum sínum, en sniðljótar og smekk-
lausar útgáfur. Smekkvísin þarf og
heldur ekki alltaf að kosta mikla pen-
22