Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Qupperneq 28

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Qupperneq 28
170 NÝJAR KVÖLDVÖKUR inga, heldur birtist í þessu sem öðru fegurðartilfinning og listþroski þjóðar- mnar. Eg get að lokum eigi stillt mig um að minnast á nýútkomna bók, sem nefnist Skrúðgarðar, eftir Jón Rögnvaldsson í Fífilgerði. Enda þótt þessi bók tilheyri ekki skáldskap í venjulegri merkingu þess orðs, þá er hún þó til þess ætluð að verða því fólki að nokknu liðii, sem lang- ar til þess að fegra og prýða umhverfi heimila sinna á listrænan hátt,sjálfum sér og öðrum til gagns og gleði. Bók þessi er fyrsti leiðarvísir á ís- lenska tungu, sem mér er kunnugt um, í þeirri list, sem á erlendu máli kallast „landscape architecture," þ. e.: landslags- sköpun, en það er einskonar skáldskap- ur, með tilhjálp höfuðskepnanna og í innilegu tilhugalífi við náttúrna, í þá átt að móta umhverfi sitt 'til æðri og meiri fegurðar en hin óskorðaða röð hendingar- innar hefir vera látið. Mjög hefir oss íslendinga skort tilfinn- ing og hugsun á þessum hlutum og má vera að hin harða lífsbarátta þjóðarinnar hafi valdið nokkru um, að tími eða tæki- færi hefh' ekki verið aflögu til að hirða um eða prýða umhverfi heimilanna, svo að það yrði aðlaðandi eða fagurt. En í þessu liggja á komandi tíð óþrjótandi viðfangsefni og óendanlega heillandi, þegar tómstundir gefast. Höfundurinn, Jón Rögnvaldsson, hefir hlotið langa æfingu í þessum efnum, fyrst í Ameríku, en síðan fyrir margra ára starf á Akureyri og umhverfi og geta því bendingar hans orðið til ágætrar leiðbeiningar. Aaik þess er bókin skreytt fjölda mörgum myndum og uppdráttum um tilhögun skrúðgarða. Höf á óskifta þökk skilið fyrir brautryðjendastarf sitt 1 þessum efnum og þann áhuga er hann leitast við að vekja á göfugri og fagurri list. Benjamín Kristjánsson. Pelle Molin Hnefi og auga. Kona sútarans var rnesta skerjála sveitarinnar, og Jónas fóstursonur henn- ar mesti hrekkjalimurinn, sem sögur fóru af. Kerlingin og strákurinn áttu vel saman, eins og hnýttur hnefi og blátt auga. Stundum var kerlingin augað. Karl var að heiman, við að súta skinn, en var 'yæntanlegur heim um kvöldið. Kerlingin var farin til næsta bæjar eftir slúðursögum, meðan bökunarofninn var að hitna. Og nú reið Jónasi á að nota tím- ann vel á meðan. Hann hafði stolið dá- litlu af púðri —■ reglulegu púðri — og sprengingin varð __ að vera afstaðin áður en kerlingin kæmi heim. Til að vita nokk- urnveginn hvað langan tíma hann hafði til umráða, stalst hann í njósnarferð eftir kei’lingunni. En Jónas kom ekki einn til baka. Við túngarðinn rakst hann á haf- urinn og tók það þjóðráð að ríða honum heim. En það ferðalag gekk ekki vel. Stundum sat hann klofvega, en það var svo andsk.... sárt (þeir, sem hafa það- reynt, muna hvílík hnífsegg hafurshrygg-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.