Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Síða 31

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Síða 31
HNEFI OG AUGA 173 En hlaupin höfðu þreytt hana, svo hún varð að blása mæðinni andartak. Jónas, sem þagað hafði allan tímann, lofaði henni að hvíla sig í fimm mínútur, en þegar honum tók að leiðast biðin, sagði hann hóglátlega: „Ertu nú ekki búin að hvíla þig nóg? Við ættum að hraða okkur. Við höfum nóg annað að gera en að dúsa hér.“ „Bölvað ræksnið þitt!“ æpti kerlingin og lét höggin dynja bæði á höfði og herð- um. Og þannig hélt hún áfram, unz þreytan yfirbugaði hana á ný. Og svo þurfti hún að gæta að kettinum. Jónas tók um annað augað, sem fengið hafði áverka í viðureigninni. Hann fyllt- ist skelfingu er hann fann að það hafði bólgnað. Ef hann yrði nú blindur. Hann opnaði augað. Nei, sjónin var í bezta lagi. En augnalokið var þrælslega illa leikið. Það skyldi hún, svei mér, fá borgað! Hann lá kyrr bak við steininn fram á miðjan dag og hugsaði ráð sitit. Augna- lokið var blátt og bólgið. Loks datt hon- um gott ráð í hug. Þegar stjúpa hans sendi hin börnin eft- ir honum urðu þau að leiða hann á milli sín, því að hann var orðinn gjörsamlega steinblindur. Fóstnu hans varð ekki um sel. „Guð minn góður! Hvað er að þér barn?“ — „Eg er orðinn blindur. Ertu nú ánægð?“ —- „Það er ómögulegt----------!“ — „Svona er það nú samt. Hvers vegna þarfitu líka alltaf að lemja mig, þegar þú reiðist? — En bíddu þangað til pabbi kemur heim!“ Kerlingin hlassaði sér niður, — gat bókstaflega ekki staðið í fæturna. Hún _hágrét. „Sérðu virkilega ekkert, elsku dreng- urinn minn?“ „Þú getur nú varla búizt við því.“ — Og nú byrjaði Jónas líka að orga, og fóstran orgaði og vildi taka hann í kjöltu sína og skoða í honum augað. „Geturðu ekki látið mig vera í friði? Er ekki nóg að eg er orðinn blindur?“ „Mikil ógæfumanneskja get eg verið! Hvað ætli hann faðir þinn segi! Ó, Jónas, þú verður að lofa mér því að segja hon- um ekki hvernig þetta atvikaðist!“ Og hún skalf af ekka. „Og þú heldur að eg fari að segja frá því“ snökkti í Jónasi. „Nei nei, ónei.“ „Jú, það held eg þó!“ „Getur þú ekki sagt honum að þú hafir meitt þig á — —“ „Það er ljótt að skrökva að föður sín- um.“ „Ó, Jónas minn!“ „— Og sá sem skrökvar kemsit ekki í himnaríkið, en þangað vil eg komast mamma, þótt eg sé blindur.“ „Ó, talaðu ekki svona, eg þoli það ekki------“ „Komast börn ekki til himnaríkis, ef móðir þeirra hefir gert þau blind?“ „Ó, hættu þessu tali, Jónas minn. Fyrir- gefðu mér. Eg skal aldrei, aldrei slá þig framar. — Viltu ekki fá aukabita, Jónas minn?“ „Nei, mér líður svo illa-----•“ „Guð hjálpi mér! Á eg að hjálpa þér í rúmið?“ Nei, þess þurfti hún ekki. Hann ætlaði að reyna að staulast það sjálfur. Og um leið og hann sneri sér við, rak hann út úr sér tunguna og gekk með vilja beint á vatnstunnuna, eins og hann væri stein- blindur. Fóstra hans var yfir sig Komin af skelf- ingu. Hún lagði hann í rúmið og smurði augnalok hans með rjóma af einu trog- inu. „Mér er sagt að það sé gott við mari. Sérðu ennþá ekki neitt, Jónas minn?“ ♦

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.