Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Side 34
176
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
reiðfötunum og í jadegrænan silkikjól,
sem var mjög nærskorinn og fleginn á öxl-
um og sýndi greinilega fagran vöxt hennar
og drifhvítan hálsinn.
Hún leit sem allra snöggvast í örlítinn
spegil og fór svo út úr tjaldinu og gekk út
á stóru segldúks-ábreiðuna, sem var lögð
framan við hvert tjald, og þar nam hún
staðar gagntekin af hrifni yfir því, er fyrir
augu hennar bar. Hún leit björtum augum
út yfir tjaldbúðahverfið, sem lá umhverf-
is vinjarnar, þar sem grannvaxin pálmatré
stóðu í smálundum með stuttu millibili.
Þaðan hvörfluðu svo augu hennar ú!t á
sjálfa eyðimörkina, er breiddist út á alla
vegu í mjúkum öldum — en í kvöldrökkr-
inu virtist vera rennislétt -— alla leið út
að fjarlægum hæðum og hryggjum. Alveg
ósjálfrátt varpaði hún öndinni djúpt og
gleðiþrungið, eins og þungri byrði væri af
henni létt. Loksins, loksins var hún þá
komin út 1 eyðimörkina! Og hún fann
greinilega, að þessa stund hafði hún þráð
alla æfi, heiítt og innilega. Hún fann ein-
kennilega sterkt til þess, að hér myndi
hún una sér vel. Það var alveg eins og
kyrrðin mikla og eyðileikinn, sem hún
hafði þráð svo mjög, hefðu einnig beðið
eftir henni, og er hún nú loksins var
þangað komin, byðu hana innilega vel-
komna með lágróma skrjáf-hvísli sand-
kornanna, og það var eins og hið síbreyti-
lega bylgjumyndaða dular-yndi seiddi
hana og kallaði til sín — bæði hana að
koma og leggja leið sína lengra og lengra
inn í hulda leyndardóma eyðimerkur-
innar.
„Skolli hefirðu verið lengi að þessu,“
kvað allt í einu við skammt frá henni.
Það var hálf gremjuleg rödd bróður
hennar, sem kallaði hana hranalega aftur
til veruleikans. Hann gat aldrei þolað að
bíða, og hún vissi vel af því, að hún var
orðin á eftir áætlun. Hún leit hægt við
og sá, hvar hann lá makindalega í ferða-
stól og hafði lagt fæturna upp á annan
stól. Hún brosti dauft og gekk að kvöld-
borðinu, sem Stóð albúið og beið hennar.
„Vertu nú ekki svona durgslegur
Aubrey! Þú mátt djarft um tala, þú sexn
hefir Stevens til að bera á þig raksáp-
una og þvo þér um hendurnar, en eg
verð að gera alltsaman sjálf!“
Sir Aubrey lét fæturna síga hægt ofan
af stólnum, fleygði frá sér vindlinum og
leit á hana með greinilegum vanþóknun-
arsvip og þrýsti sjónglerinu óvenjulega
faSt og harkalega inn í augnatóftina. —1
„Má eg spyrja, er það tilgangur þinn að
snurfusa þig svona í kvöld til heiðurs við
Mústafa Ali og úlfaldasveina hans?“
„Eg hefi alls ekki hugsað mér að bjóða
háttvirtum Mústafa til borðs með mér,
og ég er ekki vön að „snurfusa“ mig, eins
og þú kemst svo fagurlega að orði, til
þess að ganga í augun á einum né nein-
um. Og haldir þú, að eg sé að skreyta
mig, til þess að þér skuli lítast beltur á
mig, kæri herra bróðir, þá skjátlast þér
stórlega. Eg geri það aðeins til þess að
sjálfri mér skuli líða betur. — Þú hefir
líka sjálfur fataskifti! Hver er svo eig-
inlega munurinn?“
„Það er svei mér mikill munur!“ svar-
aði hann hvefsnislega. „Það er engin
ástæða fyrir þig að gera sjálfa þig eftir-
sóknarverðari, en þú ert áður!“
„Hvenær hefir þér annars farið að
detta í hug, að eg gæti verið eftirsóknar-
verð? Þú hlýtur áð hafa fengið sólstungu,
Aubrey!“ svaraði hún í hæðnisróm, hrukk-
aði ennið og spilaði með fingurgómunum á
borðið.
„Ekki að hæðast, góða mín! Þú veizt svo
innilega vel, að þú ert lagleg — alltof lag-
leg — alltof lagleg til þess að leggja út í
þennan vitlausa leiðangur.“
„Viltu ekki gera svo vel að skýra svo-
lítið nánar, við hvað þú átt, eiginlega,“
sagði hún rólega og horfði bláum augun-