Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Síða 44
186
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
eg bók. Og nú er skáldið búið að ná full-
komnu valdi yfir hæfileikum sínum og
kveður sér nú hljóðs óhikað með kyngi-
krafti sinnar ómenguðu skáldgáfu.
Guðmundur Frímann er fjölhæft skáld.
Og hann á óviðjafnanlega létt með að
bregða upp í ljóðum sínum, skýrum
myndum af mönnum og viðburðum,
myndum, sem standa lifandi og ógleym-
anlegar fyrir hugskotssjónum lesandans.
Og stundum segir hann líka í örfáum
hendingum heilar sögur, sögur, sem sum-
ar eru daprar og örlagaþrungnar, en aðr-
ar glettnislegar á yfirborðinu, en með
kaldhæðni veruleikans að baki. En allt
gerir skáldið þetta svo blátt áfram og
hispurslaust, að unun er á að hlýða. Það
er eins og að í einfaldleikanum nái skáld-
ið oft og tíðum hámarki listarinnar í ljóð-
um sínum. Guðmundur Frímann á ótal
strengi í hörpu sinni og allir eru tónar
þeirra hreinir og ófalskir. Stundum knýr
hann strengina fullur barnslegri gleði
yfir dásemdum náttúrunnar. Hann elskar
vorið og einmitt þess vegna er líka sál
hans alltaf opin og móttækileg fyrir
áhrif þess. Hann segir líka á einum stað
í kvæðinu „Þú komst sem ómur“ á bls. 38:
»Af sólskinsþrá og söngvum
er sál mín barmafulk. —
Við hið seyðandi hjal vorsins verður
sál hans snortin af dásemdum hins vak-
andi lífs, og þá verða til yndisleg kvæði,
eins og t. d. „Vorþrá“, „Á Jónsmessu-
nótt“, „Vorljóð bóndans“, „Nýjar vísur
um vorið“, „Vorvísur til Blöndu“. í kvæð-
inu, „Nýjar vísur um vorið“, segir skáldið
á einum stað:
,,Þó hvíldarlaust áranna fylking fari
fram hjá, eg gjöf þína í hjartanu ber
og undrunar augum eg stari
á allt er þú sýnir mér. —
Hún heillar mig enn sem á æsku dögum
þín ástúð og vekur mér söngva þrá
því ljóminn er sami á lögum og brögum
lindanna — eins og þá«. —-
Þetta er ástarjátning skáldsins til náttúr-
unnar og hún er gefin í einlægni og af
heilum hug. Og í kvæðinu „Á Jónsmessu-
nótt“, þegar skáldið er að lýsa hrifningu
sinni yfir fegurðinni, sem þá gagntekur
það, kemst það svo að orði:
„Þá grípur kvæðið dapran hug minn höndum
og hendingarnar elta mig á röndum.
Þá verð eg líkt og allur annar maður
ölvaður og glaður«.
Þetta er engin uppgerð heldur hjartan-
legur fögnuður biðjandi, ljóselskrar sálar.
Og skáldið endar þetta fallega kvæði á
þessum hendingum, sem eru bæði sannar
og einkennandi fyrir ljóðin í heild:
»í óði mínum oft má þekkja sporin
eftir blessuð vorin«.
Fallegt er líka kvæðið „Vorvísur til
Blöndu“ og háttur þess er bæði nýstár-
legur og frumlegur. Niðurlag þess er
svona:
Blanda! Þú ert mynd alls, sem líður
alls, sem bíður
vorsins vaxtar — eftir dægur ísalöng.
Orka þín er orka heilla þjóða
þú ert drottning dagsins. Syng þinn vigasöng«. —■
Stundum verða tónarnir í hörpu skálds-
ins mjúkir og klökkvi þrungnir hljóðlát-
um trega, vekjandi ljúfar minningar
löngu horfinna daga. Þá verða til ógleym-
anlega falleg kvæði, t. d. „Um dáinn
bónda“, „Inga“, „Kveðja til árdalsins“,
„Drukkinn bóndi úr Skyttudal“ o. fl. o. fl.
Ef til vill er kvæðið „Inga“ eitthvert hug-
næmasta kvæði bókarinnar. Þar er rauna-
saga snilldarlega sögð í fáum ljóðlínum.
Og það er auðfundið að á bak við það
kvæði slær hjarta skáldsins af viðkvæmni
fyrir göfgi minninganna.
Kvæðið byrjar svona: