Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Qupperneq 3
Jónas Rafnar:
Friðgeir H. Berg
er fæddur 8. júní 1883 að Granastöð-
um í Ljósavatnshreppi í Suður-Þing-
eyjarsýslu. Foreldrar hans voru
Halldór Bergfinnur Jónsson og Ingi-
björg Hallgrímsdóttir. Þegar Frið-
geir var þriggja ára, fluttust foreldr-
ar hans með hann inn í Eyjafjörð, að
Ósi í Hörgárdal, en fóru skömmu
síðar að búa að Krossastöðum og síð-
ar að Svíra í Hörgárdal. Þar dó Ingi-
björg árið 1899, en árið eftir fluttust
þeir feðgar til Ameríku. Var Frið-
geir þá 17 ára gamall. Ekki hafði
hann notið annarar uppfræðingar í
æsku en lítils háttar farkennslu und-
ir fermingu.
Þegar þeir feðgar voru komnir
vestur um haí, stunduðu þeir aðal-
lega landbúnaðarstörf, en eftir það
er Friðgeir varð fyrir alvarlegu slysi,
— fótbrotnaði, — vann hann mest að
smíðum. Hann kunni vel við sig í
Ameríku, en þó atvikaðist það svo,
að eftir dauða föður hans, 1915,
hugði hann á heimferð og hvarf heim til
íslands árið eftir. Skömmu síðar kvæntist
hann Valgerði Guttormsdóttur frá Ósi í
Hörgárdal, og bjuggu þau fyrstu árin á
Akureyri, en síðan í þrjú ár á nýbýlinu
Hofteigi í Möðruvallasókn. Árið 1923
fluttu þau aftur á Akureyri og hafa búið
þar síðan. Þau eiga einn uppkominn son.
Snemma hafði Friðgeir löngun til að
leggja stund á bókmenntir og afla sér
þekkingar, en þó gat ekki úr því orðið,
að hann gengi í skóla vestan hafs. Hann
lærði ensku mætavel og hefur kynnt sér
enskar bókmenntir mörgum fremur, en þó
rnun jafnan sú löngunin hafa verið sterk-
Friðgeir H. Berg
ari og ákveðnari, að fást við íslenzk fræði
að fornu og nýju. Er hann svo vel að sér
í þeim greinum, að fáir alþýðumenn
munu standa honum á sporði að þekkingu
og smekkvísi.
Friðgeir H. Berg er víða þekktur fyrir
hagmælsku sína. Að vísu voru fá kvæði
hans prentuð á meðan hann dvaldi vestra,
en síðan hann kom heim, hafa allmörg
þeirra birzt í blöðum og tímaritum. Árið
1935 kom út eftir hann ljóðabók, sem
hann nefndi „Stef“. Var henni vel tekið
og hlaut góða dóma, enda eru í henni
mörg prýðilega ort kvæði. Öðru hvoru
hafa og birzt kvæði eftir hann í Degi, ís-
13