Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Side 8

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Side 8
102 NÝJAR KVÖLDVÖKUR inn, og hvarf því sjónum Tóka. Augna- bliki síðar, hafði manninum tekizt að mjaka sér svo til, að hann gat séð yfir ána, en ekki gat hann enn komið auga á Tóka, sem faldi sig <vandlega. Báðir mennirnir höfðu boga sína spennta, en Tóki þorði ekki að skjóta, því hann var ekki viss um að hitta höfuð mannsins. Alllengi lágu þeir svona hreyfingar- lausir og höfðu nánar gætur á öllu, þar til hinum yngra tók að leiðast, og áleit að óvinurinn hefði hörfað burtu, fyrst hann gat ekki komið auga á hann. Með mikilli gætni reis hann á fætur og færði sig í áttina til fullorðna mannsins. Tóki hafði beðið eftir þessu tækifæri. Örin flaug leifturhratt af strengnum, en hann mið- aði ekki nógu nákvæmlega, en örin kom þó í vinstri handlegg mannsins. Maðurinn rak upp sársaukahljóð og hvarf þegar inn í kjarrviðinn. Tóki sá, að þýðingarlaust var að elta hann, annað- hvort yrði hann kominn langt í burtu, þegar Tóki kæmist yfir ána, eða hann gæti legið einhversstaðar í leyni í skógin- um og skotið hann til dauðs. Hann tók því þann kostinn að halda gætilega heimleiðis. En atburður þessi gerði honum órótt í skapi. Ef til vill hefði verið réttara að fylgja ráðum Úlfs og flytja sig burt í tæka tíð, en nú var liðið að vetri og því enginn tími til þess. Það var ekki um annað að gera, en að vera vel á verði og treysta á mátt sinn og megin. Það var rætt um þessi atvik, þegar Tóki kom heim um kvöldið, en enginn gat fundið betri lausn þessara vandræða. Það var afráðið, að einn karlmannanna skyldi ávallt vera heima, konunum til verndar, ef hinir ókunnu menn gerðu áhlaup á þá. Jafnframt skyldi aldrei far- ið á veiðar vestur um landið, heldur ein- göngu til austurs, þennan vetur. Og svo var ákveðið að skipta um bústað strax þegar voraði. Og enn leið langur tími án þýðingar- mikilla atburða. Veturinn hafði gengið' snemma í garð, og mikil snjókoma hindr- aði löng ferðalög hinna ókunnu manna að njósna um bústað Tóka. En stuttu eftir vetrarsólhvörf hlánaði, og nokkrum dögum síðar frysti að nýju og gerði hjarn og bezta gangfæri, og var því auðvelt að ferðast um skógana. Og svo var það einu sinni, þegar Úlfur kom út úr kofanum, snemma morguns, að hann sá tvo ókunnuga menn á vatns- bakkanum andspænis sér, og einblína í áttina til eyjarinnar. Þegar þeir sáu Úlf, hurfu þeir í skóginn. VI. BARDAGINN. Eftir þetta var fastráðið að karlmenn- irnir skyldu skiptast á um að halda vörð að næturlagi. Tóka leið ekki vel, því hann fann að hann átti sök á því, að ekki var flúið meðan tími var til, eins og Úlf- ur hafði stungið upp á. Hann bar því ábyrgðina á þessu. En ekki dugði að vanrækja veiðarnar. Matarbirgðirnar entust ekki nema nokkra daga, og þeir skiptu því verkum með sér, þannig, að tveir voru heima meðan sá þriðji fór á veiðar um nágrennið. Svo komu nýjir óvinir til sögunnar, sem Tóki hafði ekki tekið með í reikning- inn ■— það voru úlfarnir. Frostharkan fór vaxandi, og alltaf minnkaði um æti fyrir úlfana, sem söfnuðust saman í stóra hópa og gerðust æ nærgöngulli við eyjarbúa, þó að reynt væri að halda þeim í fjar- lægð frá kofunum með logandi báli og bogaskotum. Að vísu voru fjandmenn Tóka einnig hræddir við úlfana, en þeir fældu líka dýrin burtu, og það var ekkert vit í því

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.