Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Qupperneq 9
ÚLFS SAGA
103
■að hætta sér langt frá eyjunni, þegar
ýlfur og væl heyrðust í námunda.
Þá varð heldur að treysta á fiskveið-
•arnar, enda brugðust þær ekki. Veiði-
•aðferðin, sem Örn hafði af tilviljun fund-
ið og fyrr var um getið, reyndist vel.
Og loks leið þessi langi vetur. Þegar
brá til hlýinda á þeim tíma, sem við nú
köllum marzmánuð, leituðu úlfarnir
burtu á aðrar stöðvar, og hin fámenna
fjölskylda fór að búa sig undir burtför
sína.
Oftar en einu sinni hafði Tóki og fé-
lagar hans séð óvini sína njósna frá
vatnsbakkanum, en þegar ísinn þiðnaði
af vatninu, voru þeir óhultari fyrir árás-
um. Svo voru veiðarnar eingöngu stund-
aðar austan vatnsins, þar var árásarhætt-
an minni, því það hlaut að taka óvinina
marga daga, að fara landleiðina kringum
vatnið.
Dag nokkurn, áður en snjóinn hafði
með öllu tekið upp, fóru þeir Úlfur og
Örn á veiðar. Þeir skildu á vatnsbakkan-
um, og Úlfur fór í norðurátt, en Örn hélt
í suður.
Úlfur sneri aftur síðdegis með rádýr á
öxlinni. Þegar hann nálgaðist bakkann
þar sem hann hafði skilið við bátinn,
virtist honum hann heyra þaðan grun-
samlegt þrusk. Hann lagði hljóðlega frá
.sér veiðina og læddist nær. Af lítilli hæð
gat hann séð hvar báturinn lá með kyrr-
um kjörum á sínum stað. Úlfur lá kyrr
stutta stund, og varð þá var við örlitla
hreyfingu á kjarrinu skammt frá sér.
Hann horfði fast á staðinn, og eftir stutta
stund gat hann séð, að þar hnipruðu sig
tveir menn, auðsjáanlega njósnarar. Úlf-
"Ur skildi strax ráðagerðina, það átti að
skjóta hann og Örn til dauðs aftan frá,
Þegar þeir nálguðust bátinn.
Nú reið á því að vara Örn við hætt-
unni. Hljóðlega eins og skuggi skreið
Úlfur í þá átt, sem Örn hafði farið. Hann
fann fljótt spor hans og rakti slóðina. Á
einum stað lá hún inn á milli hæða, og
þar fann hann Örn.
Hann lá á bakinu. Ör stóð í brjósti hans
og á enninu hafði hann stórt sár eftir
axarhögg. Það mátti sjá af traðkinu, að
viðureignin hafði verið hörð, og að tveir
menn höfðu drýgt ódæðisverkið. Það var
engum vafa bundið, að þeir höfðu sótt
alla leið hingað í þeim tilgangi að drepa
Tóka og félaga hans. Þeir höfðu komizt
á slóð Arnar og fylgt henni.
Og þarna inni á milli hólanna höfðu
þeir náð Erni og sært hann með örvar-
skoti. En þrátt fyrir sárið hafði hann bú-
izt til varnar, en orðið að hníga fyrir of-
ureflinu.
Örn var dauður. Líkið var orðið kalt,
hér var ekkert meira að gera.
Úlfur var gripinn af ofsalegri bræði.
Hann skyldi hefna Arnar vinar síns. En
hvernig? Hinir voru tveir, en hann sjálf-
ur ekki nærri orðinn fullþroska.
Skyndilega ruddi önnur hugsun sér til
rúms. Þessir illvirkjar gætu útilokað
hann að komast til eyjarinnar, til að að-
vara föður sinn. Ef til vill væru aðrir
af spellvirkjunum komnir til eyjarinnar,
þar sem Tóki væri einn til varnar.
Úlfur beið ekki boðanna. Umfram allt
þurfti hann að koma þorpurunum að
óvörum, og helzt gera annan þeirra óvíg-
an, áður en þá grunaði nokkuð.
Hann var fljótur að ákveða sig, hvernig
hann skyldi haga sér. Hann skreið á fjór-
um fótum og ásetti sér að komast á bak
við óvinina. Hann fór með fram vatninu,
og hugðist að koma þeim þar á óvart,
enda náði hann betri aðstöðu með þeim
hætti.
Báturinn lá nefnilega í lítilli vík, og
sunnan við víkina teygðist hólótt nestota
fram í vatnið.
Af þessari hæð gæti hann séð vel yfir