Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Blaðsíða 10
104
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
og komizt samt í sæmilegt skotfæri við
óvini sína.
Þegar hann nálgaðist hæðarbrúnina,
hagræddi hann vel vopnum sínum fyrir
framan sig. Svo valdi hann sér beztu ör-
ina, lagði hana á streng, miðaði vandlega
og skaut. Örin hitti beint í hrygginn á
þeim manninum, er nær var, hann rak
upp lágt hljóð og hneig út af. Hinn
spratt samstundis á fætur, mjög undr-
andi. Með leifturhraða hafði Úlfur skotið
annarri ör, en vandaði sig ekki sem
skyldi. Örin snart herðablað mannsins og
gaf honum jafnframt til kynna, hvar and-
stæðingur hans væri.
Grenjandi af vonzku þreif hann hjart-
arhornsspjótið sitt og skaut því að Úlfi,
sem vatt sér undan á síðasta augnabliki.
Fjandmaður Úlfs kom nú hlaupandi eins
hart og hann gat móti honum, og nú sá
Úlfur, í hvílíkum lífsháska hann var
staddur, því að hann, unglingurinn gat
varla búizt við að geta ráðið niðurlögum
þessa grimma villimanns.
Án umhugsunar stökk Úlfur þangað
sem spjót mannsins lá, greip það og kast-
aði því móti óvini sínum, sem var aðeins
í fárra skrefa fjarlægð. Spjótið hitti hann
í hægra axlarliðinn. Felldurinn hlífði
nokkuð, svo sárið varð ekki mjög hættu-
legt, en höggið lamaði handlegginn svo,
að hann missti öxina. Hann greip hana
þegar með vinstri hendinni, en sárið hafði
auðsjáanlega dregið úr vígahug hans.
Hann hikaði, og Úlfur var ekki seinn að
nota sér það. Blóðið steig honum til höf-
uðs af ákefðinni. Hér var um lífið að
tefla. Hann réð sér ekki lengur, og rak
upp dýrslegt öskur um leið og hann
æddi móti fjandmanni sínum.
Hornaxirnar mættust, og það hvein í
þeim um leið. Öxi Úlfs stóðst árekstur-
inn, en hin brotnaði, og öxi Úlfs nam
staðar í síðu mannsins.
Hann æpti hátt af sársauka og lagði
þegar á flótta inn í skóginn, og Úlfur á
eftir. En í því bili, þegar Úlfur reiddi öx-
ina til að greiða honum banahöggið, rak
hann annan fótinn í trjágrein og datt
kylliflatur. Þá rann af honum mesti víga-
móðurinn.
Úlfur heyrði til mannsins, þar sem hann
ruddist gegnum lágskóginn. En nú fann
Úlfur fyrst að hann var dauðuppgefinn
og treysti sér ekki til að elta fjandmann
sinn lengur. Og hljóðið af fótataki flótta-
mannsins dó brátt út í fjarska.
Úlfur settist á fallinn trjástofn. Hann
varð að hvíla sig ofurlítið, og safna kröft-
um að nýju. Svo sneri hann aftur, og
gekk þangað sem líkið af Erni lá. Hann
tíndi upp vopn hans, lagði svo líkið á
bak sér og bar það niður að lendingar-
staðnum.
Þegar hann kom þangað, var sá villi-
maðurinn horfinn, sem fallið hafði fyrir
örvarskoti Úlfs; af því mátti ráða, að sár
hans hafði ekki verið banvænt, og að
honum hafði þess vegna tekizt að flýja.
Úlfur var þó alltof þreyttur til að
grennslast eftir þessu nánar. Hann lagði
lík Arnar í bátinn og ýtti frá landi. En £
því bili, sem hann settist sjálfur í bátinn,.
kom ör frá bakkanum, og festist í brjóst-
inu á líkinu, en Úlfur reri lífróður til
eyjarinnar.
Tóki stóð á bakkanum og tók á móti-
Úlfi, þegar hann kom. Og Tóka grunaði
strax, hvað gerzt hafði. í fáum orðum
skýrði Úlfur honum frá atburðunum. Þá
kom Sól til þeirra. Þögul beygði hún sig
niður að líki maka síns, strauk hendinni
blíðlega yfir föla ásjónuna og virti líkið
fyrir sér nokkur augnablik, leit síðan á
mennina, er stóðu þögulir hjá bátnum,
sneri svo við og gekk lotin og döpur í
bragði inn í kofa sinn og lokaði að sér.
Um nóttina heyrðust til hennar ekka-
blandnir kveinstafir, en um morguninn
var hún eins og hún átti að sér að vera.-