Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Page 12

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Page 12
106 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Það yrði sagan af því, hvernig veik- byggður og draumlyndur sveinn, breytist í fullorðinn mann, nokkuð einkennilegan og sérlundaðan að vísu, en að líkams- atgjörvi og dómgreind samt þroskaðri, en ættfeður hans og frændur. í hinum miskunnarlausa skóla lífsins þessi árin, vandist hann á að líta rólega á hlutina og taka afleiðingum verka sinna með karlmennsku, og að treysta á sjálfan sig í einu og öllu. Framtíðarhorfur Úlf svoru skuggaleg- ar, þegar hann hóf ferð sína einmana og yfirgefinn norður á bóginn. Hann vissi vel að líkurnar voru sáralitlar fyrir því, að geta sezt að hjá annarri fjölskyldu, því allir voru fyrir fram óvinveittir að- komumönnum, ekki sízt ef aðmokumaður var ungur og gierfilegur, því að þá gat hann orðið hættulegur keppinautur annarra ungra manna, en á þessu tímabili voru karlmenn miklu fleiri en konur. Þá bættist það og við, að líkindin fyrir því að hitta á byggðan stað, voru sára lítil. Fólkið var afarfátt, og bjó strjált á þessu mikla landflæmi, og auk þess voru bú- staðir valdir þar sem minnst bar á þeim, og hætti því ókunnugum við að fara fram hjá þeim. Úlfur fann það vel, að nú var hann ein- stæðingur, en hann var ungur, og sakn- aðartilfinningin út af foreldramissinum smáþverraði, því lengur sem leið, en kjarkur hans og sjálfstraust óx að sama skapi. Nóg var af villidýrum í skógunum, og hann var hraustur, og hafði oft komizt í hann krappan áður. Þegar leið að kvöldi, leitaði hann sér hælis, þar sem eitthvert fylgsni var fyrir hendi. Helzt leitaði hann út í eyjar, því þá voru þúsundir vatna á við og dreif í frumskógunum. Fynndi hann ekki slíkan stað, bjó hann um sig í þéttum kjarrvið- inum. Svo kveikti hann eld með tinnu- steinum, steikti sér kjötbita af veiði sinni, mataðist og lagðist síðan til hvíldar og sofnaði. En hann svaf léttum svefni villi- manna, sem hrökkva upp við hinn minnsta hávaða. Ef hann heyrði til villi- dýra í grennd, greip hann þegar til vopna sinna, en sjaldan kom þó til alvar- legra átaka. Eina sumarnótt rauf skógarbjörn næt- urfrið Úlfs. Hann kom þrammandi gegn- um lágskóginn, og rakst beint inn í kofa- hreysið, sem Úlfur hafði tildrað upp. Skógurinn var þéttur þarna, og björninn hafði ekki grunað neitt. Úlfur smeygði sér út í gegnum hreysisvegginn, sem var mjög glufóttur, og björnnn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Úlfi gramdist það, að svefnfriði hans var raskað, og skaut spjóti sínu í bringuna á bangsa. Björninn varð óður við, og rauk organdi af heipt móti Úlfi, sem skaust fimlega bak við tré, og skaut ör að birninum, og særði hann hættulegu sári, en um leið tókst bangsa að koma höggi á aðra öxl- ina á Úlfi svo hann vallt um koll og missti vopn sín. Björninn æddi þegar að honum, og hóf hramminn á loft, en þá náði Úlfur í spjótið, er sat fast í sárir.u, og ýtti á það af öllum kröftum; gekk spjótið þegar á hol og í gegnum björninn, sem steyptist dauður til jarðar. Úlfur var illa farinn eftir viðureignina. Hann verkjaði mjög í vinstri öxlina eftrr höggið, og gat varla hreyft handlegginn. í þrjá daga hélt hann kyrru fyrir og lifði á bjarnarkjötinu. Að þeim tíma liðnum hafði hann náð sér aftur. Kjötið var líka farið að skemmast svo í sumarhitanum, að ekki var fýsilegt fyrir Úlf að lifa lengur á því. Úruxinn, þessi afar stórvaxna klauf- dýrategund, sem fyrir fáum þúsundum ára lifði víða í Evrópu, en nú er útdauð- ur, reyndist Úlfi bezta bjargræðið. Venjulegast var úruxinn hættulítill, en rækist hann á gamlan og geðillan tarf,

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.