Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Side 13
ÚLFS SAGA
107
gránaði gamanið, og Úlfur mátti þá full-
komlega vara sig.
Þannig var það einu sinni, snemma
dags, að öndverðu hausti, að Úlfur rakst
á úruxaslóð; hann greikkaði sporið og
nálgaðist dýrið fljótlega. Það var þá á
bersvæði og var á leið að lítilli tjörn.
Úlfur gekk rólega út úr skóginum og
skaut á úruxann, sem átti sér einskis ills
von. Skotið kom milli rifjanna, en særði
hann ekki banasári, eins og Úlfur gerði
sér von um.
Úruxinn — stór og gamall tarfur, þaut
í ofsabræði móti Úlfi, sem ekki kom bog-
anum við. Hann skauzt til hliðar, og ux-
inn þaut eins og elding á eftir honum.
Úlfur svipaðist um eftir tré, en í nánd
voru aðeins lágir runnar. Hann hafði
ekki önnur úrræði en að flýja eins og
fætur toguðu, og treysta á skjótleik sinn.
Og nú hófst ákafur eltingaleikur.
Vonzkan brann úr blóðhlaupnum aug-
um uxans, og á hlaupunum fékk Úlfur
ekki ráðrúm til að skjóta einu einasta
örvarskoti.
Loksins komzt Úlfur að tré. Hann
stökk sem kólfi væri skotið bak við það
— og í sama bili hentist tarfurinn fram
hjá því. Úlfur notaði tækifærið, og klifr-
aði upp í tréð og slapp úr hættunni. Boli
öskraði eins . og hann væri vitstola, og
tætti jarðveginn upp með hornunum, svo
að moldargusurnar gengu í allar áttir.
Árangurslaust stangaði hann tréð, og nú
gat Úlfur komið boganum við. Og örin
þaut af strengnum. Úruxinn hætti ólátun-
um snögglega og beygði höfuðið, eins og
honum stæði á sama um allt í kring um
sig. Svo áttaði hann sig aftur, sneri burt
frá trénu og reikaði niður að tjörninni,
lagði þegar út í hana og virtist ætla að
synda að hinum bakkanum.
En Úlfur flýtti sér niður úr trénu og
hljóp allt hvað af tók eftir tjarnarbakk-
anum, og hugðist að gera út af við tarf-
inn, þegar hann kæmi að landi. Þegar úr-
inn sá til ferða Úlfs, var eins og hann
vissi ekki hvað hann ætti að gera og
dapraðist honum sundið mjög. Svo rak
hann upp hátt öskur og sökk. Örvarnar
höfðu unnið á honum.
En Úlfar missti með öllu af miðdegis-
verðinum þann daginn.
Tíu þúsund ár eru liðin síðan þessi at-
burður gerðist. Þar sem tjömin var á
dögum Úlfs er nú mýri, og þar fundu
nokkrir menn, sem voru að skurðagreftri,
heila beinagrind af úruxa. Það tókst að
grafa haná upp, og þá fundust tveir örv-
aroddar úr tinnu milli rifjanna.
Beinagrindin stendur nú í heilu lagi á
þjóðminjasafninu í Kaupmannahöfn, sem
talandi tákn um lifnaðarháttu frum-
byggjanna í hinum dönsku skógum, þegar
Úlfur elti úruxann.
VIII.
FLJÓTIÐ MIKLA.
Á dögum Úlfs var Eystrasaltið ekki til
1 þeirri mynd, sem það þekkist nú. En
þá var þar geysistórt stöðuvatn, jafnvel
stærra að flatarmáli en Eystrasalt og
Helsingjabotn til samans. Vesturströnd
þessa mikla vatns var þar í nánd, sem
nú er Borgundarhólmur, þaðan féllu
þrjár breiðar ár úr vatninu, sem runnu
norður til sjávar. Nú nefnast hinir fornu
árfarvegir Eyrarsund, Stórabelti og Litla-
belti.
Það var að vetri til, á þessum flakkár-
um Úlfs, að við honum blasti stórt skóg-
laust svæði og þar rann breitt og mikið
fljót. •
Úlfi fannst hann kannast við það frá
bernskuárum sínum, þegar faðir hans
með fjölskyldu sína, hafði fleytt sér eftir
því á trjáfleka, en það var svo miklu
14*