Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Side 15

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Side 15
ÚLFS SAGA 109 At í hreint loft. Augu hans fylltust af vatni, og honum varð erfitt um öndunina. Þrátt fyrir kuldann skreið hann inn í snjóholuna, og hóf þegar að grafa þar að nýju. Þar var loftið lítið eitt betra, en kuldinn meiri. Hann kepptist við eins og óður væri, en verkinu miðaði hægt áfram. Hann haugaði snjónum inn í kofann, það var ekki um neitt annað að gera, og hann hélt verkinu lengi áfram. Að lokum yfirbugaði þreytan hann, og hann skreið inn í kofann aftur. Hendur hans voru dofnar af kulda. Loftið var að vísu óþol- andi en ekki eins kæfandi og áður. Hann gleypti í sig nokkra munnbita af hráu kjöti, fleygði sér niður í fletið og sofnaði von bráðar. Þegar hann vaknaði, leið honum dálítið betur, en hann verkjaði í hendurnar. Loftið var enn mjög þungt og andardrátt- ur hans erfiður. Hann neytti matar að nýju, því að hann hafði kjötbirgðir til margra daga — en hversu lengi mundi hann þola óloftið. Hann skreið enn út í snjógöngin, þau voru því miður alltof stutt, en ef til vill var enn styttra út úr skaflinum, og Úlfur byrjaði aftur á verkinu. Það gekk enn hægar en áður. Hendur hans voru bólgn- ar og sárar af kuldanum, hann varð að bíta á jaxlinn til þess að æpa ekki af .sársauka. En örvæntingin knúði hann áfram við verkið; hann vissi ekki hvað tímanum leið, og honum fannst þetta aldrei ætla að taka enda. En loksins bloss- ■ aði vonin að nýju. Svalan, hreinan vind- gust lagði í gegnum litla glufu er kom á skaflinn. Úlfur saup hveljur, taugaæsing- in rénaði, hann hneig niður, og missti naeðvitundina. Þegar hann raknaði við aftur var kom- in nótt. Hann hríðskalf af kulda, en samt var hann styrkari en áður. Um leið og hann leit upp, brá fyrir dökkurn skngga, og hann heyrði eitthvað fjar- lægjast með lágu urri. Hann starði á eft- ir þessu og sá að fleiri dökkum skuggum brá fyrir við snjóopið — það voru úlfar! Hann flýtti sér inn snjógöngin og inn í kofann. Loftið var nú orðið sæmilegt. Bara ef hann gæti kveikt upp eld. En hann var viss um að hann gæti það ekki- Hann sperrti með trjágreinum fyrir snjó- göngin, til að fyrirbyggja að úlfarnir kæmust inn, svo hrúgaði hann skinnum þeim, er hann hafði til, á rúmbálkinn, skreið svo upp í dyngjuna og sofnaði. Þegar hann vaknaði aftur lagði daufa skímu inn snjógöngin, af því réð hann að væri dagur. En hann gat varla hreyft sig. Þrátt fyrir kuldann í kofanum, lá hann í svitabaði. Hann hafði höfuðverk, og hendur hans voru þrútnar og rauðbláar, og hann sárverkjaði í þær. Hann fann ekki til hungurs, en þorstinn ásótti hann. Með hægð færði hann höfuðið út undan skinnahrúgunni og sleikti snjóinn af gólfinu. í níu daga lá Úlfur með mikinn sótthita. Þá brá aftur til bata. Allan þennan tíma mataðist hann ekki, en át snjóinn við þorstanum. Hann var orðinn eins og beinagrind, þegar hann loks á tíunda degi, gat með naumindum skriðið á fæt- ur og náð sér í matarbita. Og þegar hann fékk matarlystina aftur, náði hann sér furðu fljótt- Þegar honum fór að batna í höndunum, skreið hann út um snjóranghalann og litaðist um. Hann sá þá að frá brekkubrúninni og fram á fljótsbakkann hafði lagt þykkan skafl. Brekkukvosin var því full af fönn, og undir snjódyngjunni lá kofinn hans. Og nú sá Úlfur fyrst að hann hafði ekki val- ið sér hentugan stað, en við þessu var ekkert hægt að gera í bili. Hvergi var hægt að ná í leir, í nýja húsveggi, því að ís og snjór huldi allt, svo langt sem aug-- að eygði. Fyrsta verk Úlfs var að grafa reykop í

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.