Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Qupperneq 16
110
NtJAR KVÖLDVÖKUR
skaflinn, og honum tókst með aðgæzlu
að hitta niður á kofaopið. Nú hafði hann
lært af reynzlunni og gróf ekki með
höndunum tómum, heldur með flötum
trjábút, sem hann fann í skíðahlaðanum.
Þegar því var lokið, hreinsaði hann snjó-
inn út úr kofanum og kynnti eld. Reykur-
inn steig léttan upp reykopið, og brátt
varð hlýtt og vistlegt inni- Úlfur hvíldi
sig á fletinu, og virti fyrir sér flöktandi
logana frá eldinum, og honum fannst sér
aldrei hafa liðið eins vel.
Við hitann þiðnaði innan úr reykháfn-
um og lak niður á eldstæðið, en það gerði
ekkert til; eldurinn logaði og hitaði upp
og það skipti mestu.
Til þess að koma í veg fyrir að snjó-
göngin fylltust af fönn, breiddi hann
stóra hjartarhúð fyrir opið, og festi með
hælum.
Og svo leið að þeim tíma að Úlfur varð
að afla sér nýs kjötforða; matarbirgðir
voru aðeins eftir tii tveggja daga eða svo.
Og einn morgun lagði hann af stað í
dögun. Snjórinn var samanbarinn og
harður kringum kofann og hélt vel, en
þegar Úlfur kom inn í skóginn, var fönn-
in lausari og versta ófærð.
Honum gekk því seint að komast
áfram, og ekkert villidýr bar honum fyrir
augu. Öðru hvoru sá hann djúpar rákir í
fönninni, það voru slóðir eftir einn og
einn hjört, sem brotist hafði gegnum
ófærðina. Vegna mjóu klaufanna höfðu
þessi dýr sokkið djúpt í snjóinn, og það
var auðséð að slóðirnar voru nokkurra
daga gamlar.
Síðari hluta dagsins sneri hann tóm-
hentur heim á leið, og veik niður að fljót-
inu í þeirri von að eitthvert happ bæri
honum að hendi, en nú var þýðingarlaust
að reyna gömlu aðferðina, sem Öm hafði
fundið upp. ísinn á fljótinu var alltof
þykkur til þess, ógagnsær og hrufóttur-
En Úlfur tók eftir því, sér til mestu undr-
unar, að ísinn virtist hreyfast örlítið, og
hér og þar heyrðust brestir í honum. Úlf-
ur varð eitthvað að reyna. Ef til vill
mundi gamla aðferðin heppnast: að vaka
ísinn, og veiða fiskinn í holunum.
Með afarmikilli fyrirhöfn tókst honum
loksins að höggva gat gegnum ísinn, og
svo beið hann með spjótið á lofti við
vökina, og þannig stóð hann óra lengi,
en aldrei brá fiski fyrir í vökinni. Undir
kvöldið veiddi hann loks lófastóra bröndu,
og meira hafði hann ekki upp í þetta
skiptið.
Næsta dag hélt hann lengra út á fljótið,.
í þeirri von að eitthvað kynni að aflast
þar, en það fiskaðist ekki betur. Hann
hélt samt áfram og urðu þá fyrir honum
nokkrar vakir, og þar var krökkt af önd-
um, sem flugu upp þegar hann nálgaðist,:
en honum heppnaðist að skjóta eina
þeirra til dauðs, og það var öll veiðin
þann daginn.
Og nú olli það Úlfi meiri áhyggjum en
áður, hvernig hann ætti að afla sér vista,
ef hann yrði aftur að dúsa í kofanum
marga daga vegna illviðris, og óttinn við
þetta knúði hann til margvíslegra heila-
brota. En einn dagurinn leið eftir annan
án þess honum tækist að veiða meira en
aðeins til að seðja himgur sitt.
Þá bættist það og við að úlfamir komu
aftur og urðu nærgöngulir. Oft varð hann
að hraða sér heimleiðis, þegar hann
heyrði ógeðfellda ýlfrið í þeim, og einu
sinni varð Úlfur að hafast við inni I kof-
anum í meira en sólarhring af ótta við
þá.
En þó komst hann í hann krappastan
í annað sinn, þegar hann komst ekki heim
að skýlinu sínu fyrir þeim- Hann hafði
verið á fuglaveiðum úti á fljótinu og
heppnaðist eftir langa mæðu að skjóta
tvær endur, og var á heimleið tmi kvöld-
ið. Þá heyrði hann allt í einu væl í úlfi
í fjarlægð, hann hraðaði för sinni, en