Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Page 20
114
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
gerði betra gangfæri, svo að Úlfur gat
ferðast víðar um en áður.
X.
LEYSINGIN.
Það var snemma dags, að Úlfur fór á
fuglaveiðar. Undanfarið höfðu gengið
þíðviðri, snjórinn þiðnaði og vakir komu
í ísinn á fljótinu, og þangað þyrptust
sundfuglar í hópum.
Það sást á öllu að vorið var að koma.
Snjólausu blettirnir stækkuðu með hverj-
um degi og loksins voru ekki eftir nema
leifar af stærstu sköflunum. Allstaðar
bullaði leysingavatnið fram og myndaði
ótal gutiandi smálæki, er sameinuðust í
stórar kvíslar, sem allar runnu að lokum
í fljótið mikla, og þar flóði leysingavatn-
ið eins og breið elfa ofan á ísinn. í skóg-
inum miili trjánna vottaði fyrir nýgræð-
ingnum og brumið á greinunum sprengdi
af séð hýðið við vaxandi hlýju vorsins.
En fljótið hafði enn ekki rutt sig. Grár og
kuidalegur ísinn minnti þar enn á vetrar-
harðindin, og enn hafði vorinu ekki tek-
ist að vinna á nokkurra feta þykkum
klakanum. En eitt og annað benti til
þess, að hann mundi láta undan innan
skamms.
Meðal annars hafði Úlfur heyrt brak
og bresti í ísnum síðustu dagana. Stund-
um líktust þessi hljóð drunum svo að
hvein í ísnum, en hann gerði sér ekki
fuila grein fyrir, af hverju þau stöfuðu.
Og fljótið hélt áfram að vaxa, ísinn
hækkaði og sprakk, og þess varð ekki
langt að bíða, að það sprengdi af sér
ísinn.
Úlfur var kominn á veiðar eins og
venjulega, því að hann mátti engu færi
sleppa og nú hafði hann haft heppnina
með sér.
Fyrri h'luta þessa dags, hafði hann veitt
nokkrar endur. Hann var kominn afar-
langt út á fljótið, og beið þar átekta við
stóra vök.
Þá bárust skyndilega úr suðurátt að
eyrum hans hávæiar drunur. Hann leit
upp, og í þá átt, sem hljóðið kom úr, og
sá í miklum fjarska ísinn á fljótinu lyft-
ast eins og háan vegg. Og drunurnar bár-
ust með ofsahraða og urðu sífellt hávær-
ari, og loks gat Úlfur séð, að það sem
honum sýndist vera ís, var í raun og veru
flóðbylgja, sem nálgaðist með miklum
hraða. Hann reis á fætur, og tók á rás að
fljótsbakkanum; hann hljóp sem fætur
toguðu, því að nú sá hann að líf sitt var
í veði.
En hann var ekki kominn nema skammt
á veg, þegar flóðaldan náði horíum, og
hann kastaðist flatur og sogaðist þegar
í kaf.
Heljarstór jaki rakst á hann, og hann
sárverkjaði í annan handlegginn og svo
missti hann meðvitundina.
Þegar hann raknaði við aftur, lá hann
á jaka, sem barst hratt með straumnum.
Flóðbylgjan hafði breiðst mikið út og
lækkað. Hér og þar voru smáar og stórar
jakarastir, sem bárust með straumnum,
og sumstaðar mynduðust hrannir- Ekki
vissi Úlfur hvernig hann hafði komist
upp á jakann, en hann varð þess brátt
áskynja, að hann hafði misst vopn sín.
Hann skalf af kulda, svo að tennurnar
glömruðu í munninum á honum. Hann
reyndi að rísa á fætur, en fann þá að
vinstri handleggurinn hékk máttvana nið-
ur og ef hann reyndi að hreyfa hann,
kenndi hann sárt til.
Jakinn, sem Úlfur var á, var ekki
stærri en sem svaraði fjórum til fimm
föðmum á lengd og tveim til þremur á
breidd, og meðan hann virti jakann fyrir
sér, brotnaði partur af öðrum endanum.
Hann mældi fjarlægðina til fljótsbakk-
anna með augunum. Hann sá lítið móta
fyrir vesturbakkanum, en að austurland-