Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Side 22
Richard E. Byrd
Einn á heimskautajöklinum.
(Niðurlag).
Daginn eftir, föstudaginn 1. júní, leið
mér hræðilega. Eg vaknaði eftir ógna-
drauma næturinnar, til þess að komast að
raun um að ég gat varla hreyft mig. Mér
varð ljóst, að ég gæti dregið fram lífið í
nokkra daga enn, með því að fara svo
sparlega með krafta mína sem unnt var
og hreyfa mig sem allra minnst og hæg-
ast. En hita og mat þurfti ég samt að fá.
Það voru 12 stundir liðnar, síðan eldurinn
dó, og ég hafði einskis neytt í 36 stundir.
Eg skreiddist úr svefnpokanum og klæddi
mig- Mig snarsundlaði þegar ég kom nið-
ur á gólfið, en sat stundarkorn þangað til
ég hafði safnað þeim kröftum, að ég gat
kveikt í eldstónni. Það logaði á henni
rautt og reykmikið ljós, því að loftrásin
var í ólagi. Eldurinn var óvinur minn, en
án hans gat ég ekki lifað.
Þorstinn kvaldi mig mest allra þrauta,
mér fannst sem hundruð mílna fjarlægð
væri út í ganginn, þangað sem ég sótti ís
til bræðslu, samt réðist ég í að fara þang-
að. En ég rann og datt, leiðin var ofvaxin
kröftum mínum, ég sleikti ísinn, svo að
ég brenndi á mér tunguna, síðan sópaði
ég óhreinum snjó upp í dollu og áður en
hann væri hálfbráðinn svolgraði ég allt
saman í mig. Hendur mínar skulfu, svo að
nokkuð helltist niður, en hinu, sem ég
hafði kingt, kastaði ég nær samstundis
upp. Að því búnu skreið ég aftur í hvílu-
pokann.
Eg hefi oft áður verið í lífsháska í loft-
inu, en þarna var engu líkara en dauð-
inn sæti yfir mér í skuggalegu herberg-
inu til þess að taka sér þar fastan bústað,
þegar ég væri farinn. Eg fylltist ótta.
Samt óttaðist ég ekki svo mjög þjáningar
og dauða, heldur ugði ég mest um þær
afleiðingar, sem dauði minn hefði fyrir
fjölskyldu mína. Stundum fannst mér ég
hafa gert reginheimsku, með því að hætta
mér út í þetta. Eg sá alla mína liðnu æfi
líða fram hjá eins og á kvikmynd, og sá
nú hversu rangt mat mitt hafði verið á
verðmætum lífsins- Mér hafði hingað til
sézt yfir það, að hinir einföldu hlutir
heimalífsins eru þeir mikilsverðustu. Þeg-
ar öllu er á botninn hvolft, er það einung-
is tvennt, sem gildi hefir fyrir manninn,
ást hans og skilningur á fjölskyldunni.
Með mestu erfiðismunum skrifaði ég
þessu næst bréf til konu minnar, móður,
barna og félaganna í Litlu-Ameríku og
festi þau við naglann, þar sem ljóskerið
hékk.
Annar júní leið á jafndapurlegan hátt
og sá 1. Ég reyndi að tína að mér elds-
neyti í smáskömmtum og tókst það. Næsti
dagur var sunnudagur. Þá átti ég að senda
skeyti til Litlu-Ameríku og ljúga að þeim
um ástand mitt, enda þótt hver taug lík-
ama míns mælti á móti því. Eg hefi oft
verið spurður, hversvegna ég ekki skýrði
félögum mínum frá því, sem gerzt hafði.
Svar mitt var, að það var of hættulegt að
gera tilraun mér til bjargar. Myrkrið,
kuldinn, jökulauðnirnar með hinum ægi-
legu sprungum voru allt ófrávíkjanlegar
staðreyndir. Það var óhugsandi að leggja
líf manna þannig í hættu. Hamingjan má
vita, hvernig mér tókst að hreinsa blást-
ursrörið og setja mótorinn í gang- Eftir
það þurfti ég ekki annað en að þrýsta
fingrinum á hnapp. Félagar mínir minnt-
ust á ýmislegt viðvíkjandi vorstörfunum,