Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Page 24
118
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
og að lokum dó sú von, er vaknað hafði
hjá mér við samtalið. Eg slökkti ljósið,
örmagna á sál og líkama.
Júní leið og kuldinn fór vaxandi. íslag
..lagðist á gólf og veggi skýlis míns. Enda
þótt logaði á eldstónni 16 stundir á sólar-
hring, bráðnaði ísinn ekki. Eg lét niður-
suðuvörur standa allan daginn við eld-
inn, en samt þiðnuðu þær ekki meira en
svo, að ég varð að brjóta þær upp með
hamri og meitli. Eg var allur fleiðraður
um fingurna af því að fara með frosinn
málm, og hversu mikið, sem ég borðaði
og hve mikið sem ég klæddist, gat mér
samt aldrei hlýnað.
Þegar út kom, var engu líkara en vind-
urinn skæfi framan úr mér skinnið, ég
gat með engu móti hlíft mér fyrir hon-
um. Tærnar á mér kólnuðu fyrst og urðu
tilfinningarlausar. Eg reyndi að teygja
þær og hreyfa, til þess að koma af stað
blóðrásinni, en þá varð ég þess var, að
nefið á mér tók að frjósa, og síðan kom
röðin að höndunum. Háls, öklar og úln-
liðir áttu í sífelldu stríði, ýmist við hita
eða kulda. Stöðugt heyrðust frostdynkir í
jöklinum, eins og ógna þrumur eða jarð-
skjálftar. Það var greinilegt, að ótal jök-
ulsprungur mundu opnast í nágrenninu.
Hinn 5. júlí varð Byrd enn fyrir nýju
óhappi með mótorinn. Það var með mestu
naumindum, að hann gat þá sent skeyti
til Litlu-Ameríku, og látið vita um bil-
unina, og að þar á eftir yrðu skeytasend-
ingar hans óglöggar. Félagar hans svör-
uðu honum að reynt yrði að ná jökul-
stöðinni undir lok mánaðarins. Enn einu
sinni reyndi Byrd að mótmæla þeirri fyr-
irætlan, þar sem ferðalagið hlyti að vera
alltof hættulegt. En í miðju kafi varð
hann að hætta samtalinu algerlega magn-
þrota. Það var þriðja áfallið, sem hann
fékk með fylginautum þess: svefnleysi og
kvölum.
Andlitið, sem ég sá í speglinum þessa
dagana, segir Byrd, var af gömlum, las-
burða manni, með sogna kinnfiska og
blóðhlaupin augu. Rifin stóðu út úi; síð-
unum á mér og skinnið hékk utan á
handleggjapípunum. Eg vóg 180 pund,
þegar ég settist að á jökulstöðinni, en ég
efast um, að ég hafi vegið meira en 125
pund í júlímánuði. 15. júlí fékk ég skeyti
um, að reynsluferðir Poulters hefðu
gengið vel, og hann mundi leggja af stað
fyrsta góðviðrisdag, sem kæmi eftir þann
20. Eg svaraði: Gætið þess vandlega, að
tapa ekki slóðinni eða lenda í eldsneytis-
skorti, varist undir nokkrum kringum-
stæðum að hætta mannslífum“. Þá svar-
aði Murphy: „Við gerum þér aðvart á
fimmtudaginn eins og vant er og síðan
tvisvar á dag“. Eg reyndi að svara ein-
hverju, en kraftar mínir voru þá þrotnir.
í dagbókinni í Litlu-Ameríku, standa eft-
irfarandi orð: „Byrd sagði þá ágætt,
hlusta 10 mínútur á hverjum degL
mhind volkng k’.... Dyer bað hann að
endurtaka þetta, en ekkert svar“.
Jafnvel nú, eftir 4 ár, virðist öll sagan
ótrúleg. Eg laug að félögum mínum og
þeir að mér. En sá var munurinn, að þeir
grunuðu mig um græzku og höfðu fundið
upp aðferð til að leika á mig. Svo er að
sjá, sem Charley Murphy hafi tekið að
gruna seinnipart júnímánaðar, að ekki
væri allt með felldu hjá mér. Grunur
hans styrktist við óregluna á skeytasend-
ingunum, bæði rangritun orða og hin
löngu orðabil. En bæði hann og Poulter
gættu þess vandlega, að ég fengi ekki
hinn minnsta grun um, að þeir væru
beinlínis að að gera út hjálparleiðangur
mín vegna.
Murphy tilkynnti mér 18. júlí, að
Poulter væri lagður af stað við fjórða
mann. Enginn dæmdur maður í fangels-
inu, sem þó lifir í voninni um náðun á síð-
ustu stundu, getur hafa þjáðst meira en
ég, því að auk mín sjálfs, hafði ég nú líf