Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Blaðsíða 27

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Blaðsíða 27
EINN Á HEIMSKAUTAJÖKLINUM 121 það dó sá ég leitarljóssgeisla hreyfast upp og niður úti í myrkrinu. Var þetta ímynd- un? Eg settist og horfði í aðra átt. Þegar eg leit við á ný var geislinn þar enn og sveiflaðist fram og aftur. Eins og skýi sveipar frá sólu, þannig gleymdust nú í einu vetfangi allar þrautir hinna liðnu mánaða. Mér var innanbrjósts eins og ég væri nýfæddur til lífsins. Eftir að hafa kveikt á næstsíðasta blysinu, fór ég niður og hitaði súpu, til að taka á móti félögum mínum með. Þegar ég kom upp aftur, sá ég móta fyrir bílnum. í kveðju- skyni kveikti ég á síðasta blysinu. Rétt þegar Ijósið var að deyja staðnæmdist vagninn, og þrír menn stukku út. Eg man að við tókumst í hendur og þeir fullyrða að ég hafi sagt: „Halló, piltar, það bíður ykkar brennheit súpa niðri“. Ef þetta er satt, get ég aðeins fært fram þá staðhæf- ingu, að ég ætlaði ekki að hafa nokkurn leikaraskap í frammi að mér sjálfráðum, en sannleikurinn er, að ég fann engin orð, til að láta tilfinningar mínar í Ijós með. Þeir segja einnig, að ég félli í yfir- lið, þegar við komum niður, en ég hefi aðeins óljósa hugmynd um það, sem gerð- ist. Tveir mánuðir liðu þar til ég varð ferðafær. Það voru ánægjulegir mánuðir, þrátt fyrir það að þrengslin voru svo mikil, að við gátum ekki hreyft okkur eitt fótmál, án þess að rekast hver á ann- an. Eg var lengi að ná mér, en með hækk- andi sól og vaxandi birtu óx mér þróttur, og náttmyrkur vetrarins hvarf einnig úr huga mér. Eg skildi eftir hluta af sjálfum mér, þegar ég yfirgaf 80° 08' s. br. Þar urðu eftir síðustu leifar æsku minnar, hégóma- girnd mín og efagirni. Á hinn bóginn hafði ég nú heim með mér hluti, sem ég ekki hafði eignazt fyrr. Eg hafði lært að meta hina hreinu fegurð og dásemd þess ö>ð lif a. Þetta gerðist fyrir fjórum árum síðan, Endurfundirnir við menninguna hafa ekki breytt skoðunum mínum, né því að ég lifi nú einfaldara og friðsælla lífi en áður. Steindór Steindórsson frá Hlöffum þýddi. Fjallabræður. [Sögn Sölva bónda Magnússonar í Kaupangi við Eyjafjörð. Eftir handriti Árna Jóhannssonar i Kaupangi 1906]. Um 1820 bjó að Fjöllum í Kelduhverfi maður sá, er Gottskálk hét (dáinn 1838). Hann var kvongaður Guðlaugu Þorkels- dóttur og átti margt barna. Einhverju sinni snemma vetrar, fóru tveir synir Gottskálks að gæta fjár. Veð- urátta hafði verið góð það sem af var vetrinum; gekk því fé Gottskálks bónda úti. Þenna dag, sem þeir fóru, hafði skyndi- lega gengið í norðan hríð með feikna fannkomu. Vildu þeir feðgar hafa fé sitt í hús, og lögðu því bræðurnir af stað til þess að leita, sem fyrr er sagt. Líður nú dagurinn til kvölds og eigi koma bræður heim. Um dagsetursskeið kemur móðir þeirra fram, sér hún þá hvar þeir bræður eru í dyrum, að verka af sér fönnina; gengur þá til baðstofu og segir fólkinu heimkomu þeirra. Líður nú og bíður, að eigi koma bræð- ur inn; er nú farið fram, til þess að vita hvað hindri þá; sjást þeir þá hvergi; líð- ur svo nóttin að þeir koma eigi heim. Um morguninn var farið að leita þeirra. Fundust þeir þá báðir örendir; höfðu þeir lent í snjóflóði, og eftir því sem bezt varð séð, höfðu þeir dáið um sama leyti og móðir þeirra þóttist sjá þá í bæjardyr- unum. Einn sonur Gottskálks var Erlendur, er lengi bjó í Garði í Kelduhverfi (dáinn 1894). 16

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.