Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Side 33
ARABAHÖFÐIN GINN
127
hinar hverfulu sælustundir, er hún hafði
notið. — Árum saman myndu nú þessar
endurminningar vera allt það, sem hún
hefði að lifa fyrir. Jafnvel í hjarta sínu
ásakaði hún hann ekki fyrir neitt — í
sorg hennar var enginn biturleiki né
gremja. Hún hafði ætíð vitað, að ein-
hverntíma hlyti að koma að þessu, þótt
hún hefði alltaf barizt á móti þeim hugs-
unum og reynt að bola þeim á brott. Hann
hafði aldrei sagt neitt það, er gæti vakið
hjá henni gagnstæðar hugsanir, aldrei
reynt að telja henni trú um neitt. Á milli
þeirra voru engin föst tengsli. Hefði að-
eins verið lítið barn í vændum! Þótt hún
væri alein, þaut blóðið upp í kinnar
henni, og hún faldi andlitið í koddunum
og dró djúpt, titrandi andvarp. Lítið barn,
sem þau hefðu átt bæði! Barn, sem líktist
honum og myndi vaxa upp og þroskast
og verða stórt og fallegt og djarft og hug-
prútt eins og faðir þess! Ó, þá hefði hann
líka hlotið að elska hana! En nú hafði hún
enga minnstu von um þessháttar miskunn
af hálfu guðanna. Óefað myndi endur-
minningin um hin sorglegu örlög móður
hans hafa gert honum hlýrra í huga til
barnsmóður sinnar. Hún var veik af þrá
eftir huggunarríkum faðmlögum hans, og
lá nú titrandi á legubekknum, og allt í
einu spruttu tárin úr augum hennar og
hrundu niður fölar kinnar hennar.
Margra vikna innibyrgðar og niðurbæld-
ar kvalir létu sig ekki lengur bæla og
slitu nú af sér öll bönd. Nú gat enginn
heyrt örvæntingarþrunginn grát hennar,
sem hrissti hana og skók frá hvirfli til
ilja. Loksins, loksins gat hún svalað sorg
sinni! Henni var ekki grátgjarnt, og hún
hafði ekki grátið síðan fyrsta kvöldið, er
hún í angist sinni hafði skriðið að fótum
hans og beðið sér miskunnar og vægðar.
Hún hafði ekki grátið þær ógurlegu
stundir, er hún var í tjaldi Ibrahims
Omair, ekki dagana, sem Raoul hafði bar-
ist við að bjarga lífi hans; en í kvöld lét
hún tárin streyma viðstöðulaust, tárin,
sem hún hafði fyrirlitið alla sína ævi.
Hún lá endilöng á stóra rúminu og sterk-
ar og andstæðar tilfinningar brutust um í
brjósti hennar: ósvöruð ást, ótti og óvissa,
og taugar hennar voru þrautreyndar út í
yztu æsar. Hún lét því algerlega yfirbug-
ast af sorg sinni. Hún faldi andlit sitt í
koddunum, greip dauðahaldi í silkiábreið-
una og grét og grét, unz táralindir henn-
ar voru þurrar, og gráthiksti hennar
hvarf í næturkyrrðina. Hún lá dauð-
þreytt og máttvana og hreyfði hvorki
legg né lið.
Loftið í tjaldinu varð æ heitara og
óbærilegra. Henni fannst hún varla geta
dregið andann og settist því allt í einu
upp í rúminu, strauk þungar hárbylgj-
urnar frá enninu og faldi andlitið í hönd-
um sér. Sandfluga tók að suða einhvers-
staðar skammt burtu og ætlaði aldrei að
hætta, og allt í einu rifjaðist upp fyrir
Díönu allt það, sem hún hafði snúið baki
við og yfirgefið, — gamla ættarsetrið á
Englandi, alla ætt sína og ættarheiður,
sem forfeður hennar höfðu metið svo
mikils og haldið hátt, hærra öllu öðru í
heimi, og það hafði einnig hinn lati og
síngjarni Aubrey gert. En hér sat hún
sjálf, hin stolta Díana Mayo, sem bar ætt-
areinkennin á sínum grönnu og fagur-
sköpuðu höndum, er vitnuðu um heila
röð stoltra manna og dyggðugra kvenna
— hér sat hún vanþakklát í hjarta sínu
við örlögin, er í allri hennar niðurlægingu
höfðu þó hlíft henni við enn stærri
skömm. Það var, sem allt annað bliknaði
fyrir ást hennar. Hann var líf hennar og
heimur! Jafnvel heiður hennar og ættar-
stolt hafði brunnið upp til agna í glóandi
ástarfuna hennar, hann hafði einnig svift
hana þessu, og hún gerði sig ánægða með
að liggja fyrir fótum hans. Það fór hroll-
ur um hana, og hún litaðist um í tjald-