Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Blaðsíða 38

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Blaðsíða 38
132 NÝJAR KVÖLDVÖKUR inu, hún heyrði aðeins með jöfnu milli- bili að kveikt var á eldspýtu, og inn á milli dyratjaldanna seytlaði í sífellu vindlingailmur sá, sem var svo nátengd- ur honum og öllu, sem hans var, og vakti hverja endurminninguna eftir aðra í sál hennar. Hvers vegna kom hann ekki inn til hennar? Vissi hann af því, hve hann kvaldi hana? Kvaldi sál hennar alveg til dauða? Var hún honum svo algerlega einskis virði, að honum stæði á sama, hvernig henni liði? Hugsaði hann yfir- leitt nokkuð til hennar? Hún varð á ný gagntekin af skelfingu, er henni varð hugsað til framtíðarinnar. Þessi eftir- vænting og óvissa myndu gera algerlega út af við hana, stæði hún stundu lengur! Hún lyfti höfði og leit á úrið, sem tifaði rétt hjá lampanum. Nú var klukkustund liðin, síðan Gaston hafði boðið húsbónda sínum góða nótt — og eftir aðra eins ei- lífðar hríð myndi hún ganga af vitinu! Hún varð að komast að raun um, hvað hann hugsaði og ætlaði sér! Hvað sem vera skyldi var þó betra en þessi seig- kveljandi óvissa! Nú var henni allri lokið. Hún skreiddist á fætur með mestu erf- iðleikum, og kuldahrollur fór um hana, svo hún vafði þunna kímonó-sloppnum fastara að sér, en hún hikaði samt og ef- aði sig og kveið fyrir að fá að vita örlög sín og áræddi ekki að hraða úrslitunum. Augu hennar einblíndu á klukkuskífuna og vísirinn, sem mjakaðist hægt áfram. Þannig leið stundarfjórðungur, er virtist henni heil eilífð, og Díana strauk sig í ör- væntingu yfir augun til að útmá þetta hvíta, starandi postulínsandlit og langa vísirinn svarta, sem virtist hafa fest speg- ilmynd sína í heila hennar. Utan úr ytra herberginu heyrðist eigi minnsta hljóð né skrjáf. — Þessi dauðakyrrð ætlaði al- veg að gera hana sturlaða — hún varð, varð að fá vissu sína------ Hún beit saman tönnunum og læddist yfir gólfið og smaug inn á milli dyra- tjaldanna — og allt í einu hrökk hún við og hörfaði aftur á bak og greip höndun- um fyrir augun. Hann sat álútur á dívan- inum með olnbogana á hnjám sér og faldi andlitið í höndum sér. Hann kom henni fyrir sjónir eins og ókunnugur maður, því hann var ekki klæddur hin- um hvíta fellingaríka arabiska búningi, sem hann bar daglega. En nú sá hún fyr- ir framan sig ókunnan mann í silki- skyrtu, reiðbuxum og háum stígvélum brúnum, sem enn voru rykug eftir hina löngu útreið. Á gólfinu lá þunnur tweed- jakki — hann hlaut að hafa fleygt hon- um frá sér, eftir að Gaston var farinn, þar eð þessi natni og hirðusami þjónn myndi aldrei hafa látið hann liggja í gólfinu. Hun hvarflaði augunum hægt og ástúðlega um hann allan og lét þau stað- næmast við beygt höfuð hans, og brúnt þétt hárið, sem blikaði eins og fágaður eir í ljósbjarmanum frá hengilampanum. Einhver óvæntur ótti greip hana sem snöggvast, og hún stóð kyrr og titraði of- urlítið augnablik — en svo jók ástin henni hugrekki og hún gekk hljóðlega berum fótum yfir teppið inn til hans. „Ahmed!“ hvíslaði hún. Hann lyfti höfðinu hægt upp og leit á hana, og henni varð svo bilt við að sjá andlit hans, að hún seig á hné við hlið hans og greip skjálfandi höndum í mjúkt silkibrjóst hans. „Ahmed! Hvað er að? Ertu veikur? Er það sárið þitt?“ hrópaði hún upp yfir sig, og rödd hennar hvöss og hörð af ótta og eftirvæntingu. Hann tók utan um hendur hennar, og um leið og hann stóð upp, reisti hann hana blíðlega á fætur og horfði stöðugt einkennilega á hana. Svo sneri hann sér frá henni, án þess að segja orð, og gekk út í tjalddyrnar, og bar þar hár og dökk-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.