Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Side 40
134
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
skemmtunar, og nú fleygir þú mér frá
þér — af sömu ástæðum! Hve oft á ári
ertu vanur að -senda Gaston til Frakk-
lands með ástmeyjar þínar, sem þú hefir
orðið leiður á og viljað losast við? Rödd
hennar brast, og hún rak upp tryllings-
legan hlátur.
Áður hana varði, hafði hann snúið
henni að sér, tekið hana í faðm sinn og
þrýst henni að sér með heljarafli. Augu
hans blikuðu eins og eldstjörnur í myrkr-
inu, og hann virtist gleyma því, hve
sterkur hann var. „Guð minn góður!
Heldurðu að mér sé það svo auðvelt að
láta þig fara, úr því þú svona miskunnar-
laust hæðist að mér? Skilurðu þá ekki, að
ég hefi þjáðst og liðið kva'lir, og þjáist einn-
ig nú? Skilurðu ekki, að það er eins og að
slíta úr mér hjartað að senda þig burtu
á þennan hátt? Án þín verður líf mitt
hreinasta Víti! Skilurðu ekki að mér er
það ægilega ljóst, hvílíkur bölvaður asni
ég hefi Verið? Eg elskaði þig ekki, þegar
ég tók þig — ég girntist þig aðeins til að
svala ástríðu minni, og það gladdi mig,
að þú varst brezk, svo að ég gæti kvalið
þig, eins og Breti einn kvaldi móður mína!
Þannig hataði ég allan kynstofn þinn! Á
þann hátt hefi ég verið haldinn brjálsemi
alla mína ævi, að ég held — þangað til
nú! Eg hélt, að ég kærði mig ekkert um
þig, þangað til nóttina, er Ibrahim Ómair
hafði tekið þig til fanga, þá varð mér
ljóst, að yrði nokkuð að þér, var líf mitt
eigi þess vert framar að lifa því, og að
ég ætlaði mér aðeins að bíða, unz ég hefði
drepið Ibrahim Ómair og fyrirfara því
næst sjálfum mér“.
Hún fann til sársauka undan faðmtaki
hans, en hún gleymdi samt því í fögnuði
sínum yfir því að vera í faðmi hans, og
hún hjúfraði sig að honum án þess að
mæla orð af munni, og hjarta hennar
barðist ákaft. Hann horfði djúpt í augu
henni, og Ijómi augna hans — sá ljómi
og eldur, sem hún hafði þráð að geta
kveikt í þeim — hreif hana með sælum
titringi. Brúnt andlit hans laut alveg nið-
ur að andliti hennar, svo að lá við, að var-
ir þeirra snertust, er hann allt í einu
hrökk við og rétti sig upp aftur.
„Nei, ég má ekki kyssa þig!“ sagði
hann í hásum róm og ýtti henni blíðlega
frá sér. „Ef ég gerði það, held ég ekki, að
ég hefði þrek til að láta þig fara. Það var
ekki ætlun mín að snerta þig framar“.
Og hann sneri sér frá henni þreytulegur
í svip og látbragði.
Hún horfði á hann kvíðin og angistar-
full. „Ég kæri mig ekkert um að fara“,
hvíslaði hún lágt.
Hann hafði staðnæmst við skrifborðið
og stóð þar ofurlitla stund og rjálaði við
marghleypuna, sem hann hafði hlaðið
fyrr um kvöldið. Svo lagði hann hana
aftur á borðið, áður en hann svaraði.
„Þú skilur það ekki. Það verður ekki
hjá því komist“, sagði hann dauflega.
„Ef þú elskaðir mig raunverulega, þá
myndirðu ekki senda mig burt!“ sagðí
hún grátandi.
„Ef ég elskaði þig?“ endurtók hann og
hló harðneskjulega. „Ef ég elskaði þig!
Það er einmitt sökum þess, að ég er fær
um að gera þetta! Ef ég elskaði þig ekkí
eins heitt, myndi ég láta þig vera og —
láta allt velta á súðum!“
Hún rétti upp hendurnar, biðjandi, í
áttina til hans. „Æ, ég vil þó aðeins vera
hjá þér, Ahmed! Ég elska þig!“ stundi
hún upp örvita af sorg — því hún þekkti
ósveigjanlegan vilja hans og sá nú lífs-
hamingju sína fjarlægjast og hverfa —
algerlega óviðráðanlega.
Hann hreyfði sig ekki, leit heldur ekki
á hana, hann hnyklaði aðeins brúnirnar
ofurlítið. „Þú veizt ekki, hvað þú ert að
segja“, sagði hann í blælausum málróm.
„Ef þú giftist mér, yrðir þú að lifa lífi
þínu hér í eyðimörkinni. Ég get ekki yf-