Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Page 42
136
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
drættirnir um munn hans voru nú harðir
og miskunnarlausir, eins og hún kannað-
ist svo vel við. — Hún rak upp hljóð og
fleygði sér í fang hans, faldi andlit sitt
við brjóst hans og vafði handleggjunum
um háls honum.
„Ahmed! Ahmed! Eg get ekki lifað án
þín! Eg elska þig, og ég vil vera hjá þér
— aðeins hjá þér! Eg kvíði ekkert einver-
unni hérna á eyðimörkinni — það er ein-
veran úti í heiminum — utan við faðm
þinn — sem ég óttast! Ég óttast ekkert,
hvað þú ert, eða hvað þú hefir verið. Ég
óttast ekkert, hvernig þú 1 framtíðinni
kannt að reynast mér. Eg hefi aldrei lif-
að né vitað, hvað lífið var, fyrr en þú
kenndir mér það hérna í eyðimörkinni.
Eg get ekki horfið aftur til minnar gömlu
tilveru, Ahmed! Sýnd,u mér meðaumkun?
Sendu mig ekki burtu frá þér! Eg veit,
að þú elskar mig — ég veit það! En ein-
mitt sökum þess að ég veit það, fyrirverð
ég mig ekkert fyrir að biðja þig um að
vera miskunnsamur. Eg á hvorki blygðun
né stærilæti til framar, Ahmed! Talaðu
við mig! Ég þoli ekki lengur, að þú segir
ekkprt! — Ó, þú ert grimmur, grimmur!“
Það komu sársaukadrættir í andlit hans,
en svipur hans varð enn hörkulegri en
áður. Hann tók fast um hendur hennar
og losaði þær miskunnarlaust. „Eg hefi
alltaf verið það“, sagði hann biturt. „En
ég vil heldur, að þú teljir mig grimman
og hinn mesta þorpara, heldur en að sá
dagur renni upp yfir þér, að þú formælir
þeirri stundu, er þú hittir mig í fyrsta
sinn. Eg held enn ófrávíkjanlega fast við
þá skoðun mína, að þú hafir langtum
fleiri og meiri skilyrði til að verða ham-
ingjusöm fjarri mér en hjá mér — og ég
legg fús allt í sölurnar fyrir hamingju
þína“.
Hann sleppti höndum hennar, sneri sér
snöggt frá henni, gekk aftur út í tjald-
dyrnar og staðnæmdist þar og starði út í
myrkrið. „Það er orðið mjög framorðiðT
og við verðum að leggja af stað snemma
í fyrramálið. Farðu nú inn og háttaðu“,
sagði hann blíðlega, en það var samt skip-
un í rödd hans þrátt fyrir vingjarnlegan
hljómblæinn.
Hún hörfaði skjálfandi aftur á bak. Hún
var náföl og starði á hann stórum bænar-
augum, gagntekin af sorg og örvæntingu.
Hún þekkti harm svo vel, að henni var
full ljóst, að þetta voru leikslokin. Tárin
blinduðu augu hennar, og hún ráfaði yfir
að litla skrifborðinu, reikul í spori. Hún
sneri baki að því og greip í borðbrúnina
sér til stuðnings og rak þá fingurna í
marghleypuna, sem hann hafði lagt frá
sér. Snertingin á köldu stálinu fór eins
og titringur gegnum hana. Hún stóð tein-
bein og starði stórum, skelkuðum augum
á hreyfingarlausan manninn í tjalddyrun-
um, greip annarri hendi fast utan um
vopnið, en með hinni handfylli sína í
brjóstið á silkiblúsu sinni. Eins og í hita-
órum sá hún fyrir sér allt það, sem nú
myndi verða. Nú voru aðeins fáeinar
klukkustundir til aftureldingar, er hún
varð að fara héðan fyrir fullt og allt og
yfirgefa þetta tjald, sem var orðið henni
kært og samgróið, en það hafði hið gamla
óðalssetur hennar heima á Englandi
aldrei getað orðið. Hún hugsaði um hina
löngu reið norður á bóginn; er nú stæði
fyrir höndum, þessa síðustu sárkveljandi
ferð við hlið hans, næturnar á áfangastöð-
unum, er hún myndi verða að liggja ein-
sömul í litla ferðatjaldinu, og loksins síð-
ustu kveðjurnar á litlu járnbrautarstöð-
inni, er hún myndi sjá hann snúa við og
halda heimleiðis í fararbroddi manna
sinna — burt — algerlega út úr tilveru
hennar — og hún myndi standa einmana
eftir og stara sig blinda gegnum sand og
ryk eyðimerkurinnar til að sjá hann i
síðasta sinn á fjöruga gæðingnum svarta.
Hún beit hvítum tönnunum í titrandi vör