Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Síða 45

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Síða 45
Bókmenntir ÍSLENZKAR ÞJÓÐSÖGUR. Safnað hefir Ólafur Davíðsson. II. bindi 1939, útg. Þorsteinn M. Jónsson. Prentverk Odds Bjðrns- sonar. Það mun hafa vakið almenna ánægju meðal þeirra, sem þjóðlegum fræðum unna, þegar Þorsteinn M. Jónsson hóf út- gáfu á hinu mikla óprentaða þjóðsagna- safni Olafs Davíðssonar fyrir fjórum ár- um síðan. Bar margt til þess. Þjóðsögu- safn Ólafs hið litla, sem út kom nokkru fyrir aldamótin síðustu, var eitt hið vin- sælasta íslenzka þjóðsögusafn, enda var þar hver sagan annarri betri, og líkt mátti segja um sögur þær, er Ólafur átti í Huld. Menn vissu því fyrirfram að góðs var að vænta af safni þessu og fýsti að kynnast því. Einnig mun og mörgum hafa þótt leitt, að jafnmikið og merkilegt starf og þjóðsagnasöfnun Ólafs skyldi engum að gagni koma og falla í gleymsku og dá. Þess hefði því verið að vænta, að útgáfa þessi mundi ganga greiðlega, en samt er það svo, að það er fyrst nú sem II. bindi kemur á prent, munu þó margir hafa ver- ið orðnir langeygðir eftir því, af því að fyrsta bindið uppfyliti áreiðanlega þær vonir, sem menn höfðu gert sér um það, enda standa Þjóðsögur Ólafs Davíðssonar sem heild í fremstu röð íslenzkra þjóð- sagnasafna. Bindi þetta, sem nú kemur fyrir al- menningssjónir, stendur í öllu jafnfætis hinu fyrra, og að efni og niðurskipan er það líkt. Þó eru hér færri sagnaflokkar, vantar Sakamannasögur, Helgisögur, Nátt- úrusögur, Vatna- og sæbúasögur og Lygi- sögur af þeim, sem voru í I. bindi, en hinsvegar eru hér Kreddusögur, sem er nýr flokkur. Allir söguflokkarnir eru kunnir úr öðrum þjóðsagnasöfnum, nema lygisögurnar, þær mun Ólafur hafa fyrst- ur manna skrásett og sett í þjóðsagnir. Þegar bornar eru saman Þjóðsögur Ól. D. og Jóns Arnasonar, sem er hinn eini fyr- irrennari þeirra og fyrirmynd að mörgu, þá sést að margt er þar líkt með þeim. Þó er einn sagnaflokkur, sem meira ber á í Þjóðsögum Ólafs en flestum öðrum sagnasöfnum, það eru örnefnasagnirnar. Þær sögur eru að vísu ekki ýkjasöguleg- ar, en hafa mjög mikið fræðilegt gildi. í safni Ólafs munu og æfintýrin vera til- tölulega miklu færri en í Þjóðsögum J. Á., en þau fáu, sem enn hafa birzt, eru yfir- leitt vel sögð og að ýmsu leyti nýstárleg að efni.*) Enda þótt Jón Árnason yrði manna fyrstur til að safna þjóðsögum hér, og valið úr því efni, sem fyrir hendi var, þá verður ekki sagt með sanni, að þjóðsögur Ólafs standi þeim nokkuð verulega að baki, það hafa þessi tvö bindi, sem nú hafa birzt, fylliega sýnt. Ólafur hefir not- ið margra ágætra sögumanna, og hefir manna bezt sjálfur kunnað að skrásetja sögur og fara með þær, en vitanlega ræður meðferð sögumanns og skrásetjara oft mestu um hvað úr sögunni verður. I þessu bindi er öllu minna af löngum sögum en í I. bindi, en engu er það síðra um sagnagæði. Það er annars erfitt í svo stóru og fjölbreyttu safni að benda á ein- stákar sögur eða sagnaflokka, sem skari fram úr öðrum, þó má geta þess, að draugasögurnar eru stærsti og fjölskrúð- ugasti flokkurinn, fylla þær nálægt fjórða hluta bindisins. Kennir þar margra grasa, *) í safni Ólafs eru fjöldamörg æfintýri, en ég hefi ekki séð ástæðu til að prenta önnur en þau, sem eru talsvert ólík þeim æfintýrum, er áður hafa birzt. Ritstj. 18*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.