Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Side 46
140
NÝJAR KYÖLDVÖKUR
þar eru bæði sögur í hinum forna stíl
fylltar kyngiþrótti, má af þeim nefna
sögurnar um skotturnar í Ábæ og Hleið-
argarði, Mussulegg, írafellsmóra og marg-
ar fleiri, en í þessum flokki eru einnig
sagnir, sem eru með miklu mildari og
skapfellilegri blæ og í stíl við hin dular-
fullu fyrirbrigði nútímans. Galdrasögurn-
ar eru einnig fjölbreyttar, skýra þær bæði
frá reglulegum galdrabrögðum og þó öllu
meira áhrínsorðum og ákvæðaskáldskap,
má þar geta sagnanna af Látra-Björgu og
Guðmundi Bergþórssyni. Ófreskisögur eru
margar allmerkilegar. Fagrar huldufólks-
sögur og skáldlegar eru sögurnar af Fiðlu-
Bhrni og Ein sit ég úti grátin. Annars
liggur gildi þessa bindis meira í því hversu
sögurnar eru jafnar að gæðum en hinu að
hér sé um verulegar afburðasagnir að
ræða.
Ekki fæ ég að því gert, að skemmtilegri
hefði mér þótt sú aðferð við útgáfuna,
sem kunn er úr safni J. Á., að láta hvern
.flokk vera út af fyrir sig, þannig að hvert
bindi tæki við af öðru en væru ekki heild
hvert í sínu lagi.*) Að vísu verður hvert
bindi þegar það kemur manni í hendur
fjölbreyttara og læsilegra með þeirri að-
ferð, sem tekin hefir verið, en að verkinu
fullloknu verður það sundurleitara en ef
hinni aðferðinni hefði verið fylgt. Bind-
inu fylgja vönduð registur, sem auðvelda
alla notkun þess.
Það er víst, að þetta bindi mun herða
á óskum manna um að fá sem fyrst út það
sem enn er eftir af þjóðsögum Ólafs, hvort
sem það reynast eitt eða fleiri bindi, og þá
væri einnig æskilegt að hægt væri að gefa
út hið mikla galdrarit hans, sem til er í
*) Orsökin til þess að hvL'rt bindi var gefið út
sem heild hvert í sínu lagi var sú, að ekki
þótti víst að sala yrði svo mikil, að víst væri
1 öll hin áætluðu bindi kæmu út.
Ritstj.
handriti, eða a. m. k. útdrátt úr því*)
Þá fyrst eru full skil gerð verkum hins
eljusama fræðimanns, og á útgefandi
fyllstu þakkir skildar fyrir starf sitt.
Friðgeir H. Berg: í Ijósaskiptum.
Útgefandi Þorsteinn M. Jónsson.
Prentverk Odds Björnssonar. Ak-
ureyri 1939.
í kveri þessu skýrir höf. frá ýmsum
furðulegum hlutum, sem fyrir hann hafa
borið, eru sagnirnar um þau alls 14. Svo
má heita að þarna komi fram mikill hluti
þeirra dulskynjana, sem annars eru kunn-
ar úr reynslu alþýðu manna, það eru sýn-
ir, fjarskygni, dulheyrn og draumar. I
nokkrum formálsorðum lýsir höf. stutt-
lega þeim skoðunum, sem hamn ólst upp
við og segir hann þar, að hann hafi fetað
dyggilega í spor tímanna, „og trúði því
fastlega að það, sem nú eru nefnd dular-
full fyrirbrigði væri tóm ímyndun, skyn-
villa og heimska. En í þessum efnum átti
ég eftir að verða fyrir ýmsum árekstrum,
sem mér voru hreint ekki kærkomnir og
ollu mér talsverðum ónotum“. Sögurnar
lýsa nokkrum þessara árekstra. Það má
því segja, að fyrirburðir þessir a.'m. k. í
fyrstu hafi gerzt í beinni andstöðu við
lífsskoðun höf. og trú.
Það mun vera nokkurnveginn sama,
hverja skoðun menn hafa á því, sem kall-
ast dularfull fyrirbrigði, að samt mun
ekki hjá því fara, að þeim þyki þessar
sögur F. H. B. merkilegar. Við lestur
þeirra detta manni ósjálfrátt í hug bækur
og frásagnir Hermanns Jónassonar,
Draumar og Dulrúnir Þar lýsti gáfaður
merkismaður ótali fúrðulegra fyrirbrigða
úr eiginni reynslu, og engum datt í hug
að efast um sannsögli hans og gjörhygli
á hlutunum. Eitthvað líkt fer þeim, sem
*) Sögufélagið mun hefja útgáfu þessa rits þeg-
ar á næsta ári. Ritstj.