Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Side 48
142
NtJAR KVÖLDVÖKUR
einkennir Steingrím, svo að jafnvel þeir
sem ekki hafa skemmtun að neinum fróð-
leik, munu lesa hana sem spennandi
skáldsögu.
Þorsteinn M. Jónsson.
----ÞK----
Tíu árum seinna.
(Þýtt).
Klukkan var hér um bil 12. Stóri vísir-
inn hoppaði áfram jafnt og þétt. Bráðum
hylur hann litla vísirinn. Þá hringja allar
klukkur, og ár 1928 tilheyrir fortíðinni.
Það leit ekki út fyrir að nokkur hinna
mörgu gesta á fína kaffihúsinu, hugsuðu
nokkuð um, að hátíðleg stund nálgaðist.
Þeir ráku á eftir þjónunum, sem
skenktu kampavín, og rauluðu danzlögin,
sem hljómsveitin spilaði. Danzlögin, sem
1928 hafði gert fræg, en sem 1929 myndi
jafnskjótt gleyma. Þau höfðu heldur ekki
ástæðu til annars, en að taka lífinu létt,
þessi sex, sem sátu við borð Guy Hamil-
ton. Þau voru öll svo ung — svo ung, að
lífið var tæplega byrjað fyrir þeim. Guy
sjálfur var elstur — tuttugu og fjögra ára,
og sjálfkjörinn foringi „flokksins“, eins
og þau kölluðu sig. Hann var líka efnað-
astur, og hann veitti í kvöld, eins og svo
oft áður.
Brosandi hallaði hann sér aftur á bak í
stólinn og leit yfir hópinn. Það var enginn
efi á því, að gestir hans skemmtu sér. Það
var eiginlega þessvegna, að hann hafði
svo gaman af að safna þessum krökkum
í kring um sig. Þau voru alltaf svo kát.
Það stóð alveg á sama, hvort hann bauð
þeim upp á kampavín í „Gullfuglinum“
eða í skógartúr með ölið og smurða
brauðið í körfu á baksætinu í bílnum. —
Þau voru alltaf kát. Og núna sat Angela
Weston við hlið hans. Hún og Codrik
voru að stæla um eitthvað. Codrik las
læknisfræði, og var þar að auki mesti.
íþróttamaður „klíkunnar“.
Hinum megin við borðið sátu þær-
Molly Gainsford og Lisa Brendt. Þær-
skellihlógu að Marionet-leik, sem Páll
Riley lék mjög fimlega með servi-
ettu og tveim brauðsneiðum. Augu Lisu
hlógu og glömpuðu undir Ijósa hárinu.
Hún var yngst í hópnum, og þau litu ölL
á hana eins og „litlu systur“.
Svo lék hljómsveitin Sonny boy, lagið
úr frægustu talmynd ársins.
— Þú endar nú sem fræg kvikmynda-
leikkona, sagði Páll Riley við Angelu.
Hún var nemandi í dramatiska skólan-
um og var alveg viss um, að það væri
köllun sín, að verða leikkona.
— Hæ, heldurðu að ég leggi mig niður
að svoleiðis skrípalátum. Þó þeir séu nú
farnir að tala í kvikmyndunum, verður
það aldrei list. Nei — leikarar — það er
dálítið annað!
—•• Já, bíddu bara, svo skaltu sjá til.
Eftir nokkur ár, verða kvikmyndirnar
búnar að útrýma leikhúsunum að mestu
leyti. Líklega verða þeir farnir að taka
þær með eðlilegum litum um það leyti!
Þau hlógu öll að þessu hugmyndaflugi
Páls, en Guy horfði hugsandi á hanm
Skyldi hann hafa rétt fyrir sér samt sem
áður. Auðvitað var hann gáfaðastur af
þeim öllum — meir að segja — þeir höfðu
tekið greinar og smásögur eftir hann í
beztu blöð borgarinnar — en samt sem
áður---------!
— Klukkan er 12, sagði Guy Hamilton
og tók glasið sitt. Við skulum drekka skál
nýja ársins og framtíðarinnar!
Á sömu stundu sló klukkan 12, og í
ysnum og hávaðanum drukku þau úr
glösunum. Páll Riley, sem allt kvöldið
hafði verið jafn gáskafullur og hin, varð
allt í einu hljóður og alvarlegur.
— Skyldum við minnast þessarar
stundar með gleði og hrifningu eftir svo