Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Blaðsíða 34

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Blaðsíða 34
168 ‘DÆTUR FRUMSKÓGARINS N. Kv. laust og ókvenlega fram, að auðséð var, að þær höfðu sleppt öllu taumhaldi á léttúð sinni og gjálífi. Mannfjöldinn var í æstu skapi. Menn hlógu og æptu liver í kapp við annan. Rustalegur náungi hrópaði með hásri röddu: „Þessi bölvaður þræll, hann Henry, sem alltaf hefir forðast samneyti við okkur, eins og væri hann of góður fyrir slíkan félags- skap, — hann er negri, sem hlaupizt hefir brott frá húsbónda sínum“. Flestir gulleitarmennirnir voru ættaðir úr fríríkjunum í Norður-Ameríku og litu á þrælana — jafnvel þótt þeir væru ljósir á hörund — með dýpstu fyrirlitningu. Sú fregn, að Henry væri strokuþræll, vakti strax geysilega gremju gegn honum í þess- um söfnuði. „Bölvaður hundurinn“, hrópuðu þeir. „Hann hefir dirfzt að koma yfirlætislega fram við okkur, og er þó aðeins aumur þræll, sem ekki er þess verður, að kyssa skó- sóla hvítra manna. Drepum hann! Mökum lrann upp úr tjöru! Hengjum hann!“ „Og systir hans er í för með honum“, æpti kona ein, frekjulega á svip, þótt ein- hverju sinni hefði hún verið fögur. — „Hún er ekki síður merkileg með sig en hann, ambáttin sú arna. Við verðum að láta eitt yfir þau bæði ganga.“ „Til helvítis með þau bæði!“ öskraði * mannfjöldinn. í sömu svifum komu gæzlumennirnir sjö með bandingjana á vettvang. Gomez og Banderas voru í för með þeim. „Félagar", sagði Marano. „Þið hafið heyrt, að þessar tvær persónur, sem þið tal- ið um, eru negrar og strokuþrælar. Dauða- refsing liggur við slíku að lögum. Við, syn- ir Vestursins, skulum nú sýna, að við ber- um virðingu fyrir lögum og rétti og kunn- um að halda hinu litaða blóði í hæfilegum skefjum. Við látum ekki blökkuþræla traðka á okkur. í dag hýðum við þau, en á morgun hengjunr við þrjótinn og sendum stelpuna aftur til húsbónda síns. Eruð þið ánægð með það?“ Fagnaðaróp gullu við frá mannfjöldan- um. „Viljið þið hlusta á mig nokkur augna- blik, samborgarar?“ hrópaði Henry. „Dirfist þú, þrællinn þinn, að kalla okk- ur samborgara?“ æptu margar raddir í senn, og sumir hinna rustafengnustu meðal Gam- businóanna réðust á unga manninn. „Nei, sanrborgarar“, æpti Marano, „þetta á að fara skipulega fram. Nú bindum við þrjótinn, og svo skulum við dusta frekjuna úr lronunr með svipuólununr“. Bandingjarnir voru nú bundnir við staurana. Marton og Hodkin rifu og skáru fötin utan af þeinr. „Náð!“ stundi Celía. — „Þyrmið mér. Ég er aðeins varnarlaus kona“. En hér var um enga miskunn að ræða. Þegar systkinin höfðu verið svipt klæðum allt iriður að mittisstað, tóku gæzlumenn- irnir til starfa. Svipuólarnar voru fléttað- ar úr vísundaleðri. Celía rak upp lrljóð við fyrsta höggið, en steinþagði eftir það. Þögn hennar reitti böðulinn til reiði. Hann hamaðist með svipuólinni á hinu fíngerða hörundi henn- ar, unz blóðið rann niður eftir baki stúlk- unnar. En þegar hún þrjózkaðist enn við og æpti ekki upp yfir sig, reyndi hann að ná til brjósta hennar með svipuólinni. „Já, klappaðu henni dálítið betur,“ æptu sumar hinar gerspilltustu meðal kvenn- anna. En margir karlmannanna létu vanþókn- un sína á þessu athæfi í ljós með reiðiópum, svo að böðullinn varð að láta sér nægja að berja stúlkuna á bakið. Svo virtist sem gullfararnir væru að skipta um skoðun á þessum Ijóta leik. Henry var ekki síður hart leikinn en systir hans. En hvorki hafði heyrzt frá hon- nm stuna né hósti. Enginn hafði heldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.