Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Blaðsíða 30

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Blaðsíða 30
164 BÆKUR N. Kv. rún sjálfri sér samkvæm og vinnur hún ó- skipta samúð lesandans þegar í stað. Höfundur teflir þarna fram tveimur and- stæðum. Annars vegar er presturinn fullur af sjálfbirgingsskap og fræðahroka, en hins vegar er söfnuðurinn, fákænn að vísu, en fullur af barnslegu trúartrausti á kirkjuna sína og dýrlinga hennar. Það kann að mega deila um, hvort kaþólsk trú hafi átt svo mikil ítök í hugum manna fram á 18. öld, en víst er um það, að dultrú hefir ætíð verið mikil meðal íslendinga. En það er heldur ekki aðalatriðið heldur fiitt, hversu skýrt er leidd fram baráttan milli kaldrænnar efnishyggju eða dauðrar bókstafstrúar prestsins gegn hinni lifandi trú fólksins. Sr. Einar er fulltrúi þeirra, sem ekkert tillit taka til erfðavenju og láta sér fátt finnast um forn minni. Er sagan góð áminning þeim, sem svo hugsa. Og hver veit, nema að kirkjan á Islandi væri betur komin, ef aldreihefðukirkjuflutningsmenn að verki verið, enguðshúsinfengiðaðstanda óhreyfð þar, sem þau voru reist í öndverðu. En sagan kemur víðar við. Margar góðar mannlýsingar eru þar, og eru einkum kven- fólkinu gerð þar góð skil . Einna skýrastar verða þær Áslaug hús- freyja og Marta gamla í Vindási. En hins vegar er Þórelfur, hin góða vera sögunnar, tæpast eðlileg. Frú Elínborg hefir þegar aflað sér vin- sælda með fyrri sögum sínum, og varla munu þær þverra við þessa bók, því að hingað til hafa íslendingar kunnað vel að meta, ef tekin hafa verið söguleg efni til meðferðar. En hér er einnig gripið á mikil- vægu máli í þjóðlífi voru: Viðnáminu gegn hinum eyðandi öflum, sem engu þyrma, hvorki heilögum véum né öðru. Það við- nám er oss alltaf jafn nauðsynlegt. Vér eig- um sífellt vora Strandarkirkju að verja, hvort sem baráttan reynist jafnsigursæl og í Selvogi um 1750. Frágangur bókarinnar er allur hinn bezti. Samtíð og saga. Nokkrir háskólafyrir- lestrar II. Rvík 1943. ísafoldarprent- smiðja. Því mun hafa verið fagnað af mörgum er Háskóli íslands hvarf að því ráði að láta prenta fyrirlestra þá fyrir almenning, sem haldnir eru í háskólanum á ári hverju, enda eiga þeir sannarlega erindi til fleiri en Reykvíkinga þeirra, er á þá hlýða í sölum háskólans. Eru tvö hefti komin út af fyrir- lestrasafni þessu, og skal hið síðara þeirra gert hér að umtalsefni. í hefti þessu eru 7 fyrirlestrar fluttir af kennurum háskólans á sl. vetri os: einn fluttur af dr. Guðmundi Finnbogasyni. Fjalla fyrirlestrar þessir um hin ólíkustu efni, sagnfræði, guðfræði, læknisfræði, lög- fræði og málfræði. Eru allir fyrirlestrarnir hvort tveggja í senn hinir fróðlegustu og ritaðir þó við alþýðuhæfi. Ekki skal gert hér upp á milli einstakra höfunda, en það hygg ég, að flesta muni fýsa að lesa greinar- gerð Jóns Steffensens um Þjórsdæli hina fornu og Jóns Hj. Sigurðssonar um fram- farir og breytingar í lyflæknisfræði síðustu 30-40 ár. En þetta er annars bók, sem menn verða að eiga og lesa. Hún opnar innsýn í ýmsar greinar vísinda nútímans, og ef einhverjir væru þeir til, sem héldu, að háskólaprófess- orar gætu ekki rætt um vísindi sín, svo að almenningur skildi og nyti, þá er rit þetta gild sönnun hins gagnstæða. Kolbeinn Högnason: Kræklui — Oln- bogabörn — Hnoðnaglar. Rvík 1943. Útgefandi ísafoldarprentsmiðja. Kolbeinn Högnason bóndi í Kollafirði hefir um langan aldur verið víðkunnur fyr- ir kveðskap sinn. Smellnar ferskeytlur hans hafa borizt um land allt, og stæni kvæði hafa birzt við og við, einkum minningar- kvæði um ýmsa merka menn. Það hefir þeim verið ljóst, sem þennan kveðskap þekktu, að Kolbeinn kynni vel að kveða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.