Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Blaðsíða 54

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Blaðsíða 54
184 VITASTÍGURINN N. Kv. horninu á vasaklútnum. ívarsen var ekki vitund hrærður, þvert á móti, hann varð reiðari og reiðari yfir þessari opinskáu árás á frelsi hans og sjálfsákvörðunarrétt. „Hvað eigið þér eiginlega við, frú Stolz?“ „Mig langar svo til að segja ykkur báðum lausnarorðið, Ivarsen.“ „Hann nam staðar og horfði hvasst á hana og hrópaði síðan, skjálfraddaður af bræði: „Gáið þér bara að yðar eigin lausn og endurlausn þarna uppi í vitanum, svo skal ég sjálfur sjá um mína hérna niðri í Stóru- götu! Sælar.“ Hann staulaðist af stað ofan eftir götunni, eins liratt og vesæli fóturinn leyfði, og tautaði í hálfum hljóðum: „Fjand- ans ekkisen kerlingin!" En Fía stóð grafkyrr og horfði á eftir hon- um. Hún var bæði hrygg og hissa á því, að önnur tilraun hennar til að ryðja ungfrú Evensen braut inn í land hjónabandssæl- unnar, skyldi hafa endað á þennan hátt. Henni fannst, að liún hefði talað bæði ást- úðlega og yndislega, svo að hver maður hlyti að hafa komizt við. „Auðvitað er bannsettur nirfillinn þurr og visinn eins og hafrahálmur, en ég skal svei mér þreskja liann rækilega, þegar við hittumst næst!“ Hún kippti upp pilsinu og flýtti sér upp Vitastíginn. VIII. Um kvöldið lýsti út um alla glugga á húsi Krögers læknis, og fólkið sem átti heima í næstu húsum fyrir neðan, kom út og horfði steinhissa upp eftir brekkunni. Það var alveg furðulegt, hvað nú var skemmti- legra um að litast þarna efra. Venjulega var læknishúsið dimmt og draugalegt allan vet- urinn þarna uppi á milli klappanna. Það var aðeins í skrifstofuglugganum, sem ljós sást langt fram á nætur; svo að menn spurðu oft hver annan: „Hvenær ætli hann sofi, maðurinn sá arna?“ Tínus spígsporaði fram og aftur milli borðstofu og eldhúss. Það glamraði í glös- um og diskum. Kröger læknir kom sjálfur neðan úr kjallara með tvær rykugar flösk- ur, sem hann setti á borðið. Á hillu hjá ofninum var raðað heilli „herdeild.“ Gottlieb gaf öllum flöskunum auga gegn- um dyragættina, og hann velti fyrir sér, að hér myndi vera nægileg uppspretta til að svala þorsta heillar templarastúku! Hann tók einnig eftir því, að lagt var á borð handa þremur, og skildi ekkert í, hver sá þriðji gæti verið, en vildi þó ekki spyrja. Bezt myndi að láta sem ekkert væri! Hon- um varð hugsað til allra hinna fjörugu sam- sæta, sem liann áður fyrr hafði tekið þátt í hérna í þessu húsi, um það leyti sem Kröger var nýkominn hingað til bæjarins fyrir tíu, tólf árum. Þeim samsætum var sjaldan lok- ið fyrr en undir morgun, og þá voru þeir vanir að lokum að hrópa nokkur hárödduð htirrahróp fyrir lækninum, svo að fólk hrökk upp úr svefni í öllu nágrenninu. Já, það voru nú glaðir dagar. En svo hætti það allt í einu, þegar Kröger kvæntist fyrir sjö árum. Upp frá því var læknisheimilið eins og lokuð bók fyrir öllum heimi. Vinir hans vissu ekki, hvað halda skyldi; en þvaður- drósir bæjarins höfðu fengið söguefni nægi- legt í heilt ár. Allir höfðu séð hina ungu og falleau konu, sem hann kom heim með. Hún var víst ekkert sérlega hamingjusöm, því að hún sást nær aldrei niðri í bænum, og í þau fáu skipti, sem lienni varð gengið fram hjá húsunum í brekkunni, sást ekki votta fyrir brosi á fölu og smágervu andliti hennar. Það var eins og hann héldi henni í fangelsi: Það var sagt, að hann væri hrædd- ur um að einhver kæmi og tæki hana frá honum. Loksins strauk hún líka frá honum. Smám sarnan þagnaði þvaðrið. Efnið var titrætt, og þá hjaðnaði hjalið. Læknirinn bjó hljóður og einmana í húsinu sínu uppi á milli klappanna. Gottlieb fór nú að ganga um stofurnar, meðan læknirinn var önnum kafinn við að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.