Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Blaðsíða 58

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Blaðsíða 58
186 VITASTÍGURINN N. Kv. drottins, og henni samkvæmt var mér í tíma þeytt út úr hringekju hjónabandsins. Ég fékk að vísu fáeinar skrámur. En lífinu var borgið.“ „O, skrámurnar hafa sannarlega víst ekki verið svo smávægilegar." „Allt er „realtivt", það er eins og vinur minn, tryggingaforstjórinn segir, það verð- ur „að standa í réttu hlutfalli við áhætt- una“, ha-ha-ha! Þú hefir aldrei lagt upp í langakstur, Gottlieb, þú hefir aðeins labb- að beint af augum eftir rykugri J}jóðbraut- inni; hún er hættulaus, en leiðinleg. En við gleymum alveg að vökva vináttuna — velkominn hingað! Skál! Kröger.hélt áfram að skopast að hjónabandshamingju sinni. Gottlieb gat ekki annað skilizt, en að til- finningalíf vinar síns væri í þessum efnum eins og þrælflókin bandhespa, sem bæði þyrfti tíma og þolinmæði til að greiða úr. Hann kenndi í brjósti um Kröger og hét sjálfum sér því, að hann skyldi reyna að hjálpa honum út úr Jressum vandræðum. Hann fann einnig á sér, að þetta heimboð í dag var eins konar hjálparbeiðni nauð- stadds manns, sem rétti honum höndina. Honum skildizt, að Kröger væri svo éin- mana, að liann myndi sökkva dýpra og dýpra og gefast upp að lokum, fengi lrann enga hjálp. Hin bitra og leikandi fyndni Iians var í rauninni aðeins hróp um hjálp. Að svo stöddu taldi Gottlieb þó heppilegast að halda hinum sama gleiðgosalega tón, sem Kröger notaði sjálfur. Seinna myndi svo vonandi heppnast að víkja honum inn á aðalsporið, á rétta leið. Hann sló því að glas sitt og sagði hátíðlega: „Veitist mér sá heiður að drekka skál frú- arinnar, hö-hö-hö!“ Kröger varð sýnilega hverft við. Sem allra snöggvast fataðist honum jafnvægið. Hann sat þögull og horfði í gaupnir sér. Það var eins og hann leitaði einhvers með augunum. Gottlieb veitti því eftirtekt og taldi það góðs vita. Þetta stóð þó aðeins ör- stutta stund, svo spratt Kröger á fætur, og brá fyrir gleðileiftri í augum hans: „Bravó! Skál frúarinnar! Hún lengi lifi! Hann laut ljósmyndinni kurteislega og sagði síðan við Gottlieb: „Skál, gamli vinur, þú ert riddari fortíð- arinnar. En líttu á hana, er hún ekki inn- dæl? Hefirðu séð önnur eins augu?“ Hann tók upp myndina og horfði á hana lengi og ástúðlega. Allt í einu setti hann myndina aftur á borðið og sagði blátt áfram og kæruleysislega: „Er það annars ekki furðulegt, að öll þessi dásemd skyldi koma dettandi niður til mín, sem í raun og veru hefi aðeins litið á mannlega veru sem mannfræðilegt gervi.“ „Það var líka ef til vill ástæðan til þess, að hún varð leið á þér? Hö-hö-hö.“ Kröger sat hljóður á ný og starði fram undan sér um hríð. En brátt urðu ný svipbrigði á and- liti hans; bros færðist á þunnar varir hans, og hann sagði spaugandi: „O, þú heldur ef til vill, að hjónaband mitt hafi verið efni í gamanleik. Að ég hafi verið hinn vindþurri vísindamaður, sem hafi gleymt hinu unga blóði? Onei, þar skauztu illa fram hjá marki. . . . en við brögðum ekki á mjöðinum. Ég hefi'í kvöld sett fram gömlu árgangana mína, svo að þeir geti dáið drottni sínum.“ Hann tók aðra rykugu flöskuná og virti hana fyrir sér með athygli. „Old Port 1839. Ég fékk hana hjá þakk- látum sjúklingi, gömlum útgerðarmanni, sem mér tókst að blása lífsanda í. Það var svo sem engin ástæða til þakklátssemi. Mað- urinn hefði verið margfalt betur farinn, ef hann hefði þá fengið að hverfa héðan, því að þá var hann vel byrgur af portvíni frá 1839. Síðan hefir hann orðið vesalingur, og fátækt og álryggjur nánustu fylgifiskar hans. — Skál, vinur minn!“ Hann tæmdi glas sitt í einum teyg. Síðan tók hann flöskuna og reyndi að blása rykið af henni, en það var svo gamalt og þykkt, að það hreyfðist ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.