Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Blaðsíða 57

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Blaðsíða 57
N. Kv. VITASTÍGURINN 185 ráðstafa miðdegisverðinum. Það var ein- kennilegt að koma hingað aftur eftir öll þessi ár. Húsgögnin voru eins konar blend- ingur af gömlu og nýju. Hann þekkti aftur húsmuni Krögers frá æskuárunum. Þarna var legubekkurinn, sem breyta mátti í rúm, og reykingaborð úr rauðaviði með silfur- búnum merksúmpípum frá fyrri öld. Það var erfðafé eftir prestinn sálaða, föður hans. Gottlieb gat ekki varist brosi, er honum varð hugsað til þess, að pípurnar þær arna voru einu fémætu munirnir, sem Kröger gat sett að veði á stúdentsárum sínum, þeg- ar honum bráðlá á peningum. í stærri stof- unni voru einnig nokkrir stórir og þægileg- ir hægindastólar, fóðraðir með leðri, og stór múrsteins-arinn fyllti eitt horn stof- unnar. Öll borð voru hlaðin læknisfræðileg- um bókum og tímaritum. Innst var lítil stofa með blómabyrgi út að garðinum. Þar voru falleg húsgögn, hvítgljáuð, með silki- fóðri, og stungu einkennilega í stúf við óbrotin húsgögnin í hinum stofunum. A veggjunum héngu góðar myndir, og þar á meðal vatnslitamynd af lítilli stúlku með einkennilega djúp og draumræn augu. Það var eins og þau sæju til botns í sál áhorf- anda. Hárið féll í liðuðum lokkum niður um gagnaugun. Fyrir neðan þessa mynd hékk brúðkaupsljóð í tréumgerð með list- rænum útskurði. Það var auðséð, að við- vaningur hafði skorið hana af mikilli vand- virni og dæmafárri þolinmæði. Gottlieb las: Til brúðurinnar! Lyft vængjum þínum létt til flugs um loftin blá og víð. Nú hvelfist hátt yfir höfði þér þín hjartans draumsjón fríð! Gottlieb glotti, er hann las þetta, og taut- aði: „Lyft vængjum þínum létt til flugs, hö-hö! Öðru hvoru taka örlögin þig á orð- inu!“ Inni í blómabyrginu stóð saumaborð. Það var eitt þessara venjulegu hnottrés- borða. Hann lyfti upp lokinu og sá þar tvinnakefli og garnvinzli, nálabréf og smá- pjötlur, sem lágu þarna, eins og þetta hefði verið látið þarna í gær. Öðru megin lá lítill vasaklútur livítur. Gottlieb tók hann upp og leit á hann. í eitt hornið var saumað „Elín“. Þannig hefir hún þá heitið, hugsaði Gotlieb og lagði klútinn aftur á sinn stað, og síðan lokaði hann borðinu gætilega. Kröger opnaði borðstofuhurðina. Kveikt var á öllum ljósum þar inni, og á borðinu stóð silfurskál með blómum. Hann sveifl- aði hendinni og sagði brosandi: „Allt er til- búið. . . . gerðu svo vel! Þú afsakar vonandi að ég geri eins og konungurinn, leiði drottn- inguna til borðs?“ Hann tók mynd konu sinnar á skrifborðinu og setti hana hjá þriðja diskinum og hneigði sig kurteislega. Gottlieb hló. Hö-hö-hö. Þetta var skringi- legt uppátæki, Kröger!“ „Ég hefi leitt hana til borðs á hverjum degi öll árin sjö. Mér geðjast ekki að því að borða einsamall. Það hefir farið ágætlega á með okkur. Samræðurnar hafa auðvitað verið fremur einhliða, en hamingjan góða, það hefir blessazt. Það eru svei mér ekki öll lijón, sem hafa þá sögu að segja, að þau hafi setið við sama borð í sjö löng ár án þess að hafa orðið sundurorða! Ha-ha-ha!“ „En þetta er ekki eðlilegt," ságði Gottlieb alvarlega. „Það sem er eðlilegt, er venjulega leiðin- legt, Gottlieb. Hefði allt gengið sinn eðli- lega gang, væri ég nú samkvæmt vísdóms- legri ráðstöfun náttúrunnar allfeitur fjöl- skyldufaðir með fimm börn, og hún feit og bústin matróna. Til morgunverðar myndi hún auðvitað birtast í upplituðum morg- unkjól og útsaumuðum inniskóm og skemmta mér á samræðum um smjörverðið og reikning skósmiðsins fyrir skó tveggja elztu drengjanna. Væri það ekki dýrðlegt? Nei, kæri vinur, við skulum í lengstu lög sætta okkur við vísdómslega ráðstöfun 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.