Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Blaðsíða 31
N. Kv.
BÆKUR
165
En nú lætur hann sér ekki draga það og
sendir frá sér þrjár kvæðabækur í einu, er
heita Kræklur, Olnbogabörn og Hnoðnagl-
ar. Eru þær alls nær 500 síðum og pappír þó
betur nýttur en oft er títt í ljóðabókum.
Eins og nærri má geta, kennir margra grasa
í safni Kolbeins. Þar eru margar ferskeytlur,
minningarljóð, náttúrulýsingar, söguljóð,
ástakvæði o. s. frv. Skal hér ekki dómur
lagður á skáldskap einstakra kvæða, en
margt er þar vel sagt og víða snjallt að orði
kveðið. Hagmælska Kolbeins er mikil.
Hann leikur sér að sléttuböndum og hring-
hendum og kveður Jteilar drápur undir
hrynhendum hætti, en fyrir kemur þó, að
hann grípur til rangra orðmynda. Annars
er orðaval hans rnikið og kjarni í máli. Kol-
beinn ann stökunni og öllu því, sem rannn-
íslenzkt er. En samt sem áðnr hættir honum
til að verða of langorður í hinum stærri
kvæðum.
Það er erfitt að segja um það, hvað lang-
líft muni verða af því, sem ritað er á vorum
dögum. En trúað gæti ég því. að ýmsir
hefðu gaman af að blaða í bókum Kolbeins
í Kollafirði, á meðan einhverjir eru til, sem
unna íslenzkri vísnagerð.
Sindbað vorra tíma. —• Isafoldarprent-
smiðja. Reykjavík 1943.
Þetta er sjálfsæfisaga æfintýramanns, er
víða fer og margt reynir. Þegar frá bernsku
þráir hann að komast á sjóinn og honum
tekst það, en ekki biðu hans þar neinir
sældardagar. Sakir sjóndepru gat hann ekki
fengið skipstjórnarréttindi, en náði þó
skipstjórn á hinn furðulegasta hátt.
Um eitt skeið sigldi hann til Suðurhafs-
eyja í leit að týndum fjársjóðum. Varð
hann þar skipreika á eyðieyju, og oftar lenti
liann í hinum furðulegustu æfintýrum og
háska sakir fífldirfsku sinnar.
Loks sezt hann að í Bandaríkjunum, og
af hendingu tekur hann að rita frásagnir af
ferðum sínum. Verður hann á skömmum
tíma vinsæll rithöfundur, en ekki gat hann
sagt skilið við sjóinn með öllu. Heldur brá
hann sér í hin djörfustu siglingaæfintýri
meðan hann skrifaði' bækur sínar.
Oll er frásögnin fjörleg og heldur áhuga
lesandans föstum. Er enginn vafi á, að þeir,
sem gaman hafa af sjóferðasögum munu
lesa bókina með ánægju. En hún segir einn-
ig frá þreki og ráðsnilld manns að bjarga
sér, þótt móti blási.
Hersteinn Pálsson hefir þýtt bókina, og
virðist mál á henni gott. Segir hann í eftir-
mála, að hinn gamli sægarpur og rithöfund-
ur, Sveinbjörn Egilsson, liafi lagt sér lið
um þýðingu ýmissa orðatiltækja úr sjó-
mennsku, og má þar segja, að „sá kló er
kunni“.
Udet ilugkappi. Rvík 1943. ísafoldar-
prentsmiðja.
Kver þetta er þáttur úr sjálfsæfisögu þýzks
flugkappa, og segir frá ýmsum æfintýrum
hans í síðustu heimsstyrjöld og eftir stríðið.
Frásögnin er lifandi, og munu vafalaust
ýmsir hafa gaman af að lesa hana, a. m. k.
þeir, sem áhuga liafa á flugafrekum.
Hersteinn Pálsson hefir þýtt bókina.
Steindór Steindórsson frd Hlöðum.
SJÖ MÍLNA SKÓRNIR, ferðasaga um
fjórar heimsálfur, eftir hinn heimsfræga,
ameríska ferðamann og rithöfund Richard
Halliburton, barst N. Kv. í þann veginn er
þær voru að fara í prentun. — Þessarar
skemmtilegu ferðasögu verður getið síðar.
LEIÐRÉTTING.
Prentvillur, ekki allfáar, hafa skeðzt inn í grein Snæ-
bjarnar Jónssonar í síðasta hefti, en flestar þeirra mun
athugull lesandi lesa í málið. Hér skal þess aðeins getið,
að í efstu línu síðara dálks á bls. 128 á að standa
bjarmar líka (ekki líka bjarmar), og í 7. línu síðara
dálks á bls. 130 á að standa okkar raunalega innibyrgði
(ekki okkar raunalegi, innibyrgði).