Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Blaðsíða 60

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Blaðsíða 60
188 VITASTÍGURINN N. Kv. leggja hann vandlega niður í ofurlitla öskju með ljósrauðri baðmull í. Ljósrauð varð hún að vera. Þegar ég kom yfir um til þeirra og afhenti henni öskjuna, varð Elín svo glöð, að hún tók mig um hálsinn og hefði eflaust kysst mig, ef gömlu konurn- ar hefðu ekki ávítað hana og sagt: „En Elín, þú verður að muna, að þú ert bráðum full- orðin stúlka." Ég heyrði ekkert, ég roðn- aði og stóð þarna eins og skóladrengur, sem staðinn er að verki, þó að ég væri í raun- inni jafnsaklaus og hún sjálf. Ári síðar vor- um við trúlofuð, fyrst á laun, síðan opin- berlega. Guð minn góður, hvað ég var hamingjusamur, Gottlieb!“ „Viltu gera svo vel að halda þig við efn- ið! Við skulum sneiða hjá öllum tilefnis- lausum geðshræringum. Þú ert vaxinn upp úr þess háttar.“ „Þú manst víst, hvað þið hlóguð að mér, af því að ég væri orðinn svo iðinn og sæti alltaf við lestur. Það var ást mín á Elínu, sem knúði mig áfram. Ég einbeitti vilja mínum til að Ijúka námi mínu sem allra fyrst til þess að geta búið henni heim- ili. Ég náði líka að ljúka námi mínu tveim árum á undan hinum, og það var Elínu að þakka. Ég las eins og brjálaður maður og eyddi ekki til ónýtis einni mínútu af hin- um dýrmæta tíma. Aðeins á hverju laugar- dagskvöldi hitti ég Elínu ásamt báðum gömlu konunum. Nú eru þær báðar dánar. Ég ætla ekki að fella neinn dóm yfir þeim; þær héldu sennilega, að það myndi aðeins verða til góðs eins, þrátt fyrir allt, og svo breyttu þær, eins og þær gerðu. . . .“ „Ég skil ekki baun í öllu þessu rausi,“ greip Gottlieb fram í. „Truflaðu mig ekki, góði. Það kemur seinna. Það var á þennan hátt, sem ég lauk námi mínu. Ég flutti hingað að Straums- sundi sem læknir og tók að stunda læknis- störf. Mér gekk mjög vel, og áður en langt var liðið, sá ég mér fært að kaupa húsið það arna og gat farið að hugsa að kvænast. Þú manst eftir því, er þú komst hingað öðru hvoru, hve himinglaður ég var yfir því að eiga nú eigið heimili í vændum.“ „Já, það voru skemmtilegir tímar. Þá var nú fjör á ferðum hérna í húsinu um þær mundir, hö-hö!“ „Nú gat ég höndlað gæfuna. Við giftumst og fluttum hingað í húsið. Mig grunaði ekki neitt, naut aðeins ungrar ástarsælu minnar í fullum mæli. . . . “ Hann þagnaði dálitla stund, kveikti síðan í nýjum vindli og hélt áfram: „Manstu eftir Vestás? Litla náunganum ljóshærða frá Kristjánssandi? Hann las læknisfræði samtímis mér.“ „Var það ekki hann, sem þreytti okkur alltaf með sífelldu masi? Hann gat aldrei þagað, og ég heyri ennþá jarminn í hon- um. Við kölluðum hann líka Jarmann, hö- hö-hö!“ „Einmitt. Hann hafði líka rekið augun í fegurð Elínar. Hvað eftir annað brá hann sér yfir í búðina. En ég sat heima og las af kappi með myndina af henni fyrir framan mig, þessa sömu, sem stóð hérna áðan. Hann var leiknari í kvennaveiðum heldur en við hinir, allir til samans, hann hafði kynnt sér rækilega breyskleika kvenna, og hvar þær voru veikastar fyrir. Og hann var svo leikinn veiðimaður, að honum var ætíð Ijóst, hvernig nálgast bæri veiðina. Hann hafði fellt marga fagra bráð áður, ná- unginn sá! Þegar aðeins á að skjóta litla villidúfu, gerist þess eigi þörf að beita stór- skotaliði. Til eru hundruð af smábrögðum og brellum, sem nægja til þess, sælgæti, leikhússmiðar, vindlingar í laumi, margar kynlegar bækur, sem þú og ég myndum blygðast okkar fyrir að líta í. En ég varð einskis var, ég var blindur og hamingju- samur.“ „Það er skringilegt, Kröger, því að það er áreiðanlega satt, að hinir blindu eru hamingjusamir," sagði Gottlieb. (Framhald).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.