Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Blaðsíða 50

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Blaðsíða 50
180 VITASTÍGURINN N. Kv. kynnum höfðingjanna, og í lágum hreysum fátæklinganna. Ég hefi leitað í okkar litla þjóðfélagi að ofurlitlum friðuðum bletti, þar sem efnishyggjan hefir ekki hneppt menn í fjötra. Til þessa dags hefi ég ekki getað fundið þessa paradís.“ „Þér virðist heldur ekki, kæri læknir, vera kominn feti nær unr lausn ráðgát- unnar?" „Nei, frú Brarner, lrver er að segja það? Ég held, að það fari fyrir okkur, eins og sagt er um víðkunnan háskólakennara. Hann hafði eitt sinn ritað afar lærða og djúphug- ula ritgerð, og er henni var lokið, tautaði hann ánægjulega: „Þessa ritgerð geta að- eins tveir einir skilið, alvitur Guð og ég sjálfur." En er hann lrafði lesið hana á ný, klóraði hann sér í kollinum og sagði með hógværð: „Nú er það víst aðeins einn, sem skilur hana!“ „Ég hélt að minnsta kosti, að ég myndi fá ofurlitla skýringu og leiðbeiningu hjá yður, læknir, þér sem eruð svo strangur við meðbræður yðar og systur!" sagði hún og brosti við. „Stæði það í mínu valdi, rnundi ég vera enn strangari," sagði hann og hneigði sig. Nú varð löng þögn. Honum skildist, að hún hafði eitthvað í huga, sem hún hikaði við að bera fram. Hún litaðist um í herberginu, hálfsmeyk á svip, og allt í einu hrökk hún við: Uppi á háum skápi í einu liorninu lá hauskúpa við hliðina á gamalli hattöskju. Sennilega hafði hún verið látin þarna upp af tilviljun. í fljótu bragði virtist sem væri hún að fela sig á bak við öskjuna og gægðist aðeins fram af forvitni. Læknirinn tók eftir fáti því, sem á frúna kom, og stóð upp. „Þessi gamli herra er frúnni ef til vill til ama?“ Hann ýtti við hauskúpunni, svo að hún valt upp á skápinn og í hvarf. „Ég fékk hana hjá Mörtu gömlu kirkju- garðskonu fyrir nokkru síðan. Þetta er allra fallegasta eintak,“ sagði hann kærulaust og settist aftur niður. „Það er svo óhugnaðslegt,“ sagði hún í liálfum lrljóðum. „Memento mori, frú!“ sagði hann bros- andi og lagði opnar hendurnar fram á borðið. „Æ, já,“ svaraði hún og vafði betur að sér kápunni. „Auðvitað er dauðinn ekkert skemmilegt umhugsunarefni. En hann er nú einu sinni raunveruleiki, sem ekki verður undan kom- izt!“ „Við skulum tala um eitthvað annað, læknir,“ sagði hún og stóð snöggt upp. En rétt á eftir sagði hún í venjulegum tón: „Minn kæri mágur, Gottlieb, er að bíða eft- ir mér úti, ég var nærri því búin að gleyma honum. Hann er að vísu þolinmóður mað- ur, en öllu er þó sennilega takmörk sett! En ég er enn ekki búin að bera fram aðal- erindi mitt hingað í dag. Það hefir allt lent í heimspekilegum hugleiðingum hjá okk- ur. Hún rak upp stuttan, einkennilegan hlátur, eigi óáþekkan því, þegar hnífi er slegið í diskbrún. „Vill læknirinn gera svo vel að skýra stjórn sjúkrahússins frá því, að framvegis sé ég fús til að veita tíu gjafavistir handa þurfalingum. Auðvitað með beztu aðhlynn- ingu.“ Kröger læknir hneigði sig. Hann horfði stundarkorn á hana og sagði síðan: „Það mun ég gera með gleði. Við förum að nálgast í skoðunum, frú Bramer.“ „Það mun nú tíminn leiða í ljós, læknir.“ Hún rétti honum höndina og kvaddi. Brúnu eykirnir stóðu utan við hliðið og stöppuðu hófum. „Fyrirgefðu, að ég liefi látið þig bíða, kæri mágur,“ sagði hún við Gottlieb; „en ég átti erindi við lækninn, og því varð að ljúka í dag.“ Hún hallaði sér aftur á bak í vagnsætið t)g ók heim aftur til Bjarkaseturs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.