Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Blaðsíða 22
158 SÆNSKIR HÖFÐINGJAR N. Kv. hann niður. En þá varð hann þess var, að hinn mikli höfðingi var orðinn svo þrótt- laus af hungri, að lrann lá alveg aflvana í örmum hans. Hann lagði Ura Kaipa mjúk- lega niður við plógrákina. — Þú hefur liðið mikinn skort í óbyggð- inni, mælti Karilas, um leið og hann tók bita af brauðinu, sem plógurinn hafði skoi'- ið í sundur og rétti Ura Kaipa. — Et nú af gróðri jarðarinnar! En Ura Kaipa sneri höfðinu burtu með mestu fyrirlitningu. Þá settist Karilas niður hjá honum, tók liöfuð bans og lagði það á kné sér og gtrauk Ulíðlega yfir hinar stirðnuðu hrukkur á enni hans. En Ura Kaipa starði með brostn- um augum á steinguðina. Og Karilas skildi nú, að hann var andaður. — Fólkið hérna í skóginum er vant að jarða höfðingja sína í kofunum, þar sem þeir hafa Jbúið, mælti Karilas. En ég skal láta byggja mikla dys yfir Ura Kaipa að sið minnar þjóðar. Og svo lýsi ég friði yfir minningu hans! Plógurinn hélt áfram að snúa við gras- sverðinum í stórum boga — liringinn í kringum blótstaðinn, sem við það var helg- aður liinum nýkomnu. En á meðan á því stóð var höggvið með meitli í klettinn, sem þar var skammt frá. Bezti listamaðurinn, sem var í fylgd með Karilas, hjó þar inn myndir, er sýna skyldu, hvernig blótstað- urinn hefði verið numinn. Þar sást hin langa röð af bátum, orrustan við lendingar- staðinn og húsdýrin, sem sett voru á land. Enn sem komið var, kunnu menn ekki að festa orð né nafn á steininn. Það var við- burðurinn sjálfur, sem festast skyldi í minni. Hver maður gat séð helluristuna, og svo var það hverjum í sjálfsvald sett, hvernig hann vildi ráða hana. 7. Erfisdrykkja Ura Kaipa. Þrælarnir voru nú látnir velta nokkurum af hinum stóru steinum, sem stóðu hring- inn í kringum blótstaðinn, saman, svo að þeir mynduðu eins og dálítið hús. Ofan á það var lagður hellusteinn mikill sem þak, en möl og mold var ausið að öllum megin. Þegar dys þessi var tilbúin komu öld- ungarnir, sem höfðu falist í skóginum. Þeir báru Ura Kaipa inn og létu hann sitja uppréttan og styðja baki við vegginn. Þeir kveiktu upp eld á milli fóta hans, og' hengdu þar yfir pott. Svo settust þeir fyrir framan hinn látna höfðingja sinn til þess að neyta með honum hinnar hinnstu mál- , tíðar. — Blótgyðjurnar stóðu uppi á hellu- steininum ofan á dysinni og vögguðu hon- um hægt fram og aftur, því að með vilja hafði hann verið lagður þannig, að það söng og glumdi í dysinni, þegar honum var vaggað. í stein þennan að ofanverðu, höfðu verið höggnar margar smá skálar, sem nú voru fylltar með feiti og viðarkvoðu, sem kveikt var í. Hinir mörgu logar teygðu sig upp langir og mjóir. Og á bak við skein máninn í fyllingu. í hallanum fyrir neðan höfðu konurnar rakað nýslegnu grasinu saman og búið úr því mjúka hvílu. Þar lá nú Karilas og' menn hans. Eirhjálmar þeirra blikuðu á greinum trjánna og skáldin kváðu og slógu hörpustrengina. Þegar þau við og við tóku sér hvíld, heyrðist hávaðinn frá dys Ura Kaipa, þar sem öldungarnir nú sátu að veizlu með honum í síðasta sinn. — Þú etur ekki, Ura Kaipa! Þú drekkur ekki! hrópuðu öldungarnir til hans. Þú tal- ar ekki við gesti þína! Höfum við ekki lyft þér á stól þinn, svo að síðustu geislar sólar- innar gátu skinið niður um gatið á höfðinu á þér og tekið á móti anda þínum? Höfum við ekki raðað matarkrukkum og vopnum þínum í kringum þig, svo að þú þurfir ekki að vera svangur né vopnlaus, ef þig skyldi langa til að fara á dýraveiðar einhverja nóttina. Meðan þeir sögðu þetta brutu þeir leir- krukkurnar og leirfötin, sem þeir höfðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.