Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Blaðsíða 49

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Blaðsíða 49
N. Kv. VITASTÍGURINN 179 venju sinni lézt hún ekki hafa heyrt, hvað hann sagði. — Loksins kom síðasti maður- inn út. Það var kornungur maður. Stráhatt- urinn hans með bláa bandinu sat utan í öðrum vanganum. Litli nýgræðingurinn á efri vörinni var strokinn upp á við. Pilt- urinn var glæsilega klæddur. Hann var í ljósum fötum, mislitri skyrtu og með eld- rautt hálsbindi. ,,Nú er komið að yður,“ sagði hann glað- lega við Gottlieb og benti á dyrnar. „Það liggur víst senniíega vel á yður yfir því að vera sloppinn,“ sagði Gottlieb. „Húrra! Eg er spilfrískur. Ágætis náungi, þessi læknir! Á morgun fer ég til Ameríku, tra-la-la-lit-hjú! trallaði hann á leiðinni of- an götuna. „Það er gott, að það skuli vera svona glað- ar manneskjur hérnaefra,“sagðifrúBramer. „O, það eru til margar glaðar manneskj- ur í henni veröld, ef við aðeins rækjum augun í þær,“ svaraði Gottlieb. í sama vet- fangi kom Kröger læknir fram í dyrnar til að loka þeim. „O, eru þá ennþá fleiri, sem bíða? Sælar, frú Bramer, sæll Gottlieb. Gerið svo vel að koma inn!“ ,,Þú getur farið á undan, Nóra. Ég sé, að hestarnir þínir eru farnir að ókyrrast. Post- ula-klárum mínum liggur ekkert á, hö-hö!“ „Þakka þér fyrir, kæri Gottlieb. Það tek- ur ekki langa stund, það verður aðeins and- artak, sem ég þarf að ónáða lækninn." Hún gekk inn í húsið. Læknirinn bauð henni sæti. Hann virti hana gaumgæfilega fyrir sér gegnum gleraugun. „Er frúin lasin?“ spurði hann að lokum. „Nei, ekki er ég það, beinlínis. En í hrein- skilni talað finnst mér það vera skylda mín að gefa lækninum ofurlitla skýringu.“ „Gefa mér skýringu? Það er víst alger- lega óþarft, frú mín góð!“ ,,En mér finnst það enginn óþarfi, lækn- ir, ef þér viljið miðla mér fáeinum mínút- um af yðar dýrmæta tíma?“ „Með ánægju frú Bramer. Ég hlusta og þegi fyrst um sinn.“ „Þér haldið víst, að ég sé mjög harð- brjósta?" „I hreinskilni sagt, já,“ svaraði hann. „Af því að ég vildi ekki láta drenginn litla fá dýrustu aðhlynningu á sjúkrahús- inu?“ „Það er að minnsta kosti eitt af einkenn- unum í sjúkdómsauðkenningunni, frú Bramer." „Elaldið þér þá, að Guð hafi gefið okkur auðæfi til að bruðla með?“ „Já, þegar um það er að ræða að bæta úr neyð annarra, sérstaklega barna.“ „Einnig annarra barna?“ „Auðvitað!“ „Hvers vegna hefir þá Guð gefið okkur mönnunum, eins og einnig öllum öðrum skepnum jarðar, þessa sterku ást til vors eig- in afkvæmis, en ekki annarra?" „Það má Guð vita, frú Bramer.“ „Jæja. Við berjumst fyrst og fremst fyrir okkar eigin börnum, hlúum að þeim og drögum að okkur af fremsta megni sem allra mest af jarðneskum gæðum, svo að þeim skuli líða vel. Á ég að reyna að bæla niður þessa eðlishvöt?" „Frúin vill ef til vill rökræða þjóðfélags- byltingu?“ „O-nei, hún heldur nú áfram, hægfara og skrykkjulaust, og nú eigum við sennilega bráðum í vændum fyrirmyndar lýðræðis- legt þjóðskipulag,“ sagði hún. „Það held ég alls ekki, frú Bramer. Það var einu sinni Frakklendingur, sem sagði, að frelsi, jafnrétti og bræðralag mynýdi aldrei að eilífu komast í framkvæmd hér á jörð, nema aðeins á einum stað.“ „Jæjá, og hvar er þá sú paradís, læknir?" „í kirkjugarðinum." Nú varð ofurlítil þögn, síðan mælti hann: „Allt á rót sína að rekja til öfundar og efnishyggju. Það eru dásnotrar tvíburasyst- ur! Þær eru hvarvetna á ferðinni, í hásala- 23*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.