Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Blaðsíða 40

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1943, Blaðsíða 40
172 DÆTUR FRUMSKOGARINS N. Kv. aði Matthías Sam. „Voru það Norður-Am- eríkumenn, sem keyptu ykkur?“ „Það var Mexíkómaður, er a£ heimuleg- um ástæðum hafði setzt að í Texas,“ svaraði Henry. „Fór hann illa með ykkur?“ „Nei, hann var góður maður.“ „Jæja,“ sagði Sam. „Á morgun skuluð þið ná rétti ykkar og frelsi. Það skal ég sjá um.“ „Það getur þú því miður ekki,“ svaraði Henry dapur í bragði. „Þér mun aldrei gefast færi á því, að verja okkur.“ „Hvað áttu við?“ lrrópaði Sam undrandi. „Gæzlumennirnir munu myrða þig í nótt,“ svaraði Henry. Og nú skýrði hann Sam frá því, hvað þau systkinin höfðu heyrt, er þau lágu bundin í tjaldi Maranos, og gæzlumennirnir báru saman ráð sín um það, hvernig Matthías Sam skyldi ráðinn af dögum, úti fyrir tjaldinu. Sam horfði umstundrannsakandiá Henry. „Bróðir þinn er víst bara að gera að gamni sínu,“ sagði hann við ungu stúlkuna. Sam sat þögull um stund og í þungum þönkum. „Hugsanlegt væri, að kalla hingað nokkra hina áreiðanlegustu gullleitarmannanna og skýra þeim frá því, hvers konar níðingsverk er hér í bruggi. Gæzlumennirnir myndu þá ekki koma hér að tómum kofunum í nótt. En síðar myndu þeir þá auðvitað neita því, að þeir hefðu haft nokkuð illt í hyggju, og ef einhver þeirra félli í þeirri viðureign, myndum við lenda í slæmri úlfakreppu. Eg held, að við ættum að flýja héðan, áður en til slíks kemur. Hvað þurfið þið að taka með ykkur úr bjálkahúsinu ykkar?“ „Fataböggul og byssu systur minnar," svaraði Henry. „Ég skal sækja það,“ sagði Sam. „Byssurn- ar mínar tvær eru þarna út í horninu, eins og þið sjáið, og nóg af skotfærum er þar líka. Allur er varinn beztur, þótt ekki sé líklegt, að þeir láti neitt á sér kræla, fyrr en myrkt er orðið af nóttu.“ Þegar var tekið að skyggja, er Sam kom aftur. Hvesst hafði síðari hluta dags, og nú var komið afspyrnurok. Tjaldið nötraði í ofviðrinu. „Við verðum að vera tilbúin og leggja strax af stað, þegar fulldimmt er orðið,“ sagði Sam. „Það verður enginn hægðarleik- ur að komast á brott héðan. Vopnaðir menn eru á verði við aðalveginn. En ég þekki götuslóða upp í fjöllin. Að vísu er hann hræðilega brattur og ógreiðfær, en við eig- um einskis annars úrkosta en að fara hann. Nú skulum við Henry fara ofan að ánni og ryðja brúarplönkunum af lienni, svo að þeir eigi óhægra um vik að elta okkur þá leið- ina. Celía getur haft fataskipti á meðan.“ Þeir fóru niður að ánni. Dimmt var í lofti óg ofviðrið skók þá eins og kuldastrá á þekju. Þeri heyrðu ekki árniðinn, fyrr en þeir voru komnir fast að bakkanum. Vöxt- ur var í fljótinu og lá við borð, að það bryt- ist yfir bakka sína. Þeir urðu að skríða síð- asta spölinn að brúnni. Þegar þeir komu aftur heim að tjaldinu, eltir að hafa rutt trjástofnunum í brúnni niður í fljótið, var Celía ferðbúin og hafði kveikt ljós í tjaldinu. Hún var klædd í há- setaföt, sem fóru henni vel. Hún var djarf- leg á svip og yndisleg. Karlmennirnir bjuggust nú einnig til brottferðar í skyndi. Henry fór í sams konar búning eins og systir hans var áður komin í. Þau tóku með sér nokkrar vistir. Sam brá sér stundarkorn afsíðis, og er hann kom aft- ur, hafði hann nokkra poka með gullsandi meðferðis. Hann kom gullinu fyrir í breiðu skothylkjabelti, sem hann spennti um sig miðjan. Henry hafði einnig nokkurt gull meðferðis. Þau borðuðu dálítið, áður en þau lögðu af stað. Stundarfjórðungi síðar fóru þau út úr tjaldinu og liéldu áleiðis upp í fjöllin. Öll höfðu þau hníf og skammbyssu í belti sér, fjallastaf í höndum og byssu um öxl. Skotfæri höfðu þau nóg meðferðis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.