Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Qupperneq 18

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Qupperneq 18
12 EINN Á FANNBREIÐU N. Kv. Heima í Mörk beið Björg bónda síns. Börnin og gömlu bjónin voru sofnuð. Hiin hafði reynt að leyna áhyggjum sínum út af Halli, leikið við börnin, þangað til þau duttu út af sofandi, og talið gömlu hjónun- um trú unr, að Hallur hefði aldrei lagt af stað úr kaupstaðnum, úr því að veðrið skall á svo snemma dags. Og hún trúði þessu hálfvegis sjálf, en þó var einhver nagandi efi að ónáða hana, efi, sem læsti sig um lijarta hennar og sálu, þungur og uggvænn, fullur af sárum kvíða. — E'f hann he'fði nú samt lagt af stað? Hann var að vísu kunnug- ur leiðinni, en í öðru eins veðri og þessu gátu allir villzt, livað kunnugir sem þeir voru, — því miður. — Allt í einu var hún farin að biðja, fyrst hægt og hljóðlega, en síðan hvíslaði hún bænarorðunum fram með ákefð: „Ó, góði guð! Láttu hann komast til mín aftur heim að Mörk — til barnanna okkar, senr bíða lrans, og gömlu loreldranna lians. Ó, aóði ouð! Við megum ekki missa hann; við elskum hann svo heitt — öll. Miskunn- sarni guð, lreyrðu bæn mína!“ Björg þurrkaði af sér tár, sem seytluðu niður vanga hennar, signdi sig og gerði krossmark yfir sæng barnanna. — Henni fannst sér friðast; yfir sál hennar lagðist kyrrð og öryggi fyrir því, sem koma mundi; þessu hafði bæn liennar áorkað. Nú vissi hún fyrir víst, að guð var til; að vísu hafði hún alltaf vitað það, en þó hafði hún ekki verið trúuð. Nú var Iienni það ljóst, að hún hafði fundið guð, þennan mátt, sem færði frið, bjartar vonir og kærleika inn í hug- skot og hjörtu þjáðra manna og gaf þeirn þrek til að standast þyngsta andstreymi lífs- ins. Gat hún gert meira? Nei, ekkert úr því sem komið var annað en að bíða og vona, —• treysta drottni og fela honum allt á hendur. Ekki vissi Hallur bóndi, hve lengi hann hafði setið r skaflinum við melhólinn, þeg- ar hann rumskaði, opnaði augun og þreif- aði í kringum sig. Hvar var hann? Dimmt var í kringum hann, en þó ekki svartamyrk- ur. Svo fór hann að ráma í ferðaiagið og kafaldsbylinn. Hann fann kuldadofa svo mikinn í handleggjum og fótum, að hann gat lítið hreyft sig í fyi'stu, og neytti hann þó allrar orku; það var eins og farg lægi á hverjum lim hans. Hann komst að raun um að skeflt liafði fyrir holudyrnar, og það var með naumindum að hann gat rótað fönn- inni svo frá, að hann fann skíðin. Og nú áttaði Iiann sig að fullu. „Guði sé lof, að lifi ég enn,“ varð honum að orði. Hann sat enn á pokanum og reri fram í gráðið til þess að liðka búkinn og lífga stirða linrina, því að út ætlaði hann að brjótast jafnskjótt senr kraftarnir leyfðu. — Var Irann í raun og veru farinn að lofa guð, — þessa veni, sem hann hafði varla virt hugsunar allt til þessa? Hafði ekki guð ætíð verið nreð honum, þegar allt konr til alls, þótt ekki lrefði hann beinlínis getað þreifað á honum, eins og Björgu til dæmis? Verið gat það, enda fannst lronunr það Irafa geng- ið kraftaverki næst, að lrann skyldi geta vaknað aftur til nreðvitundar og lífs úr því dauðamóki, senr lrann lrafði fallið í. Hvaða nráttur gat orkað slíku nenra sá mikli kær- leikur, senr var nefndur guð? Að rninnsta kosti gat hann ekki Irugsað sér neitt annað. Og var þó ekki næsta ótrúlegt, að guð skyldi fara að leggja sig franr við að bjarga lron- um, trúleysingjanum? — Þetta hafði þá gerzt, en það varð að bíða betri tíma að konrast að sennilegri niðurstöðu um atvikin að því. Hitt var víst, að héðan af varð ekki þegjandi franr hjá guði gengið. Nú var Hallur orðinn svo lrress, að hann treysti sér til að brjóta sér leið úr snjóbyrg- inu út undir bert loft. Hann fór á lrnén og krafsaði með báðum höndum, þangað til lröfuð og herðar stóðu úr úr skaflinum; við honum blasti rofaður lriminn og dauft

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.