Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Síða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Síða 23
N. K.v. FÓSTRA PRÓFESSORSINS 17 ut úr því.1) Eg var dauða mínum nær af sorg og nú varð eg að risa ein undir byrð- inni. Hvernig átti eg að standa straum af þessu, eins veik og vanmegna og eg var þá? Og einn góðan veðurdag brotnuðu mylnu- vélarnar, svo að við urðurn að klastra við þær alla leið frá Jónsmessu og fram undir fiarist. Peninga þurfti til alls, og eg hvorki atti þá né gat útvegað þá. Það var margan niorguninn, sem ekki varð séð, 'hvaðan ætti að ná í brauðbita til að stinga upp í sig þann daginn. Eg varð að senda stelpurnar í vistir; sjálf gat eg mjólkað og gert að, og þá þurfti eg ekki að sjá þeim fyrir fæði. Eg mannaði mig upp af öllu megni, því að eg hafði strengt þess heit, að Jörgen lyki námi, hvernig sem um annað færi. Eg fékk enn þúsund dala lán út á eignina; þá sagði mála- ferslumaðurinn, að meira fengi eg ekki, — það var hann Vahl í Sórey. Peningana varð eg undir eins að senda Jörgen; hann skrif- a®i> að sér bráðlægi svo á þeim, — hann hafði °fðið að fá sér tvenn ný föt, hafði farið til Noregs með hinum stúdentunum og þurfti svo líka að skreppa til Svíþjóðar. Hvað átti eo aðgera? Egskrifaði ti 1 hans: „Mér finnst Veia orðið of mikið af svo góðu, Jörgen,“ en hann svaraði mér, að hann mætti til að standa hinurn á sporði og kröfurnar væru svona. ... ja, sei sei, hann kunni að koma °rðum að því. Eg þrælaði mig dauða; eg er svo sem ekki að hæla mér af því, en það get eo sagt með sanni, að oft og mörgum sinnum ueitaði eg mér um viðbit með brauðbitan- um mínum til þess að geta nurlað saman skildingum handa drengnum. Eg stóð í púl- mu frá því klukkan fjögur á morgnana og stundum alla leið til miðnættis. Eg er alftaf lueð fótasár síðan; í hvert sinn, sem þau skinnga, verð eg alveg ringluð í höfðinu, en Um íeið og þau brjótast út aftur, þá léttir mer í öllum kroppnum. — Ojæja, það var ekki tekið út með sældinni, skal eg segja 1) Eg frctti síðar, að hann héfði bugazt af þunglyndi að lokum hengt sig á stóra mylnuhjólinu. yður. Oft og mörg'um sinnum sat eg á kvöld- in á skemli úti í eldhúsi með súrmjólkurskál í kjöltunni og brauðbita og grét fögrum tár- um; en ef eg aðeins fór verulega að hugsa um Jörgen, hvað allt mundi leika í lyndi, þegar prófið hans væri afstaðið, þá fannst mér rétt eins og Drottinn sjálfur sendi ljós- geisla til mín.“ Hún strauk bláröndóttum baðmullarvasa- klút nokkrum sinnum yfir augun og hélt svo áfram: „Það hékk saman, þangað til sumarið eftir; þá gat eg ekki gert meira, — eg var ekki annað en kvenmaður, og þá er ekki hægt að búast við meira en ger-t verður. Eignin og allt, hver snefill var seldur, og þegar reikningsskil voru gerð eftir uppboð- ið, þá átti eg ekki annað eftir en fjóra ríkis- dali og nokkur mörk — og svo gamalt pils og tvenna tréskó. Fjóra ríkisdalina sendi eg Jörgen og skrifaði með þeim, að nú gæti eg ekki rneira. — En hugsið þér yður, — þá fæ eg einmitt sama kvöldið svo einstaklega al- úðlegt og huggunarríkt bréf frá honum, þar sem hann segir, að það sé fjarskalega leiðin- legt, að svona illa sé komið fyrir mér, en nú skuli hann styrkja mig eitthvað héðan af, því að hann sé orðinn læknir. ... já, eg get ekki lýst því fyrir yður, hvað eg grét og hvað eg lofað guð, því að þrátt fyrir allt 'hafði eg hamrað það í gegn á síðustu stundu!" Hún greip aftur til klútsins, kræklóttar liendurnar skulfu, en um herptar varirnar lék státið sigurbros. „Já, börnin — börnin!“ hélt hún áfram, „ekkert í lífinu er manninum kærara en þau, .... og hann orðinn svona mikill og frægur maður á einum tíu árum! Og allur sá fjöldi manna, sem hann lrefur læknað! Sú ánægja fyrir mig að ihugsa til þess!“ „En dæturnar yðar?“ spurði eg. „Ójá, svo er guði fyrir þakkandi, að þeim líður vel, þó að efnin séu lítil. Önnur er gift skóara í S—,.... þér þekkið ekki Jensen skóara upp við torgið?. . . . nei, það er von 3

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.