Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Side 24

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Side 24
18 FÓSTRA PRÓFESSORSINS N. Kv. .... það var semsé dóttir þeirra, sem fylgdi mér ofan að vagninum áðan. Hin náði sér í ekkjumann, vefara úti í Sandbæjarhagan- um; hjá lienni hef eg búið, síðan eg varð að fara úr myllunni." „Svo fáið þér auðvitað styrk frá syni yðar?“ „Já, eg fæ hann; hann sendir mér fimm- tíu krónur á hverju ári! Það er góður styrk- ur. Svo vinn eg mér ögn inn við að skafa bein og reyta garða og þess háttar, svo að það gengur allt sæmilega. Verst er, að tengdasonurinn er hál'fgerður fauti, en við látum okkur þó koma saman." — Hún þagnaði snöggvast. — „Jú, sonur minn hefur efnt það heiðarlega, sem hann lofaði mér, og í hvert skipti, sem eg fer inn eftir að heimsækja hann, — það er vanalega annað hvort eða þriðja hvert sumar — þá fæ eg ævinlega heilmikið af gömlum fötum af konunni Itans.“ Hún leit á pinklana sína, greip einn þeirra og tróð inn ermi af gamalli drengja- skyrtu, sem stóð út úr umvafinu. „Verður ekki sonur yðar glaður, þegar þér komið að heimsækja ltann?“ „Ójú, en það er nú svona sarot — hann hefur svo margt um að lmgsa og mörgum að sinna, Iiæði sjúkum og heilbrigðum. Til dæmis á laugardaginn var, þegar eg kom inn eftir, — eg sá hann ekki fyrr en undir kvöld; en þá kom hann og lieilsaði mér svo glaðlega: „Nei — þarna er mamma komin; komdu sæl, mamma! Nú ertu að eldast, mamma.“ Og þetta var næstum því það eina, sem eg gat spjallað við hann, því að hann átti svo annríkt. Eg ætlaði endilega að biðja hann að líta á fæturna á mér, og konan Iians lofaði að biðja hann þess líka, en svo varð samt aldrei af því, því að það var einlægt eitthvert fínt fólk að koma.“ Eg spurði hana, Iivort hún hefði ekki setið við hliðinu á honum í boðinu. „Ne-ei, hvernig átti eg að hugsa til þess?“ — Hún leit niður á gauðslitinn kjólinn. — „Nei, konan bað mig að sitja inni í svefn- herberginu og vagga barninu, og það kom mér líka bezt; þar sat eg ein í næði og gat heyrt til þeirra, þegar þeir töluðu og hringdu staupum og hlógu. Þar var einn, sem hélt svo gullíallega ræðu fyrir minni sonar míns. Hann sagði, að hann væri orð- inn mikill maður, en ekki væri það auður eða tign ættar hans, sem lrefði hossað hon- um upp, því að allt frá barnæsku hefði hann fengið að reyna hvað það er að erfiða og berjast einn síns liðs, hann hefði semsé unn- ið sig upp úr fátækt og almúgastöðu upp í virðingarstöðu í vísindunum; samt réðu grundvallalög í lífi hans, semsé kærleikur- inn; hann liefði fundið til með þeim sjúku og nauðstöddu og það hefði ráðið stefnu hans; aldrei hefði hann hugsað um sjálfan sig .lieldur eingöngu aðra, þetta vissu allir, sem hjá honum væru í dag og alla daga; þess vegna ríkti hamingjan í heimili hans, og hún væri fyrir öllu. ... ó, það var gull- fallegt að hlusta á það, að eg gat ekki tára bundizt." „Svo rétt á eftir,“ hélt hún áfram, „þegar jieir voru staðnir upp frá borðum, kom sonur minn inn í svefnherbergið með hon- um — jressum, sem hafði haidið ræðuna; jrað var lágur og grannvaxinn maður með jirjá krossa á brjóstinu; 'hann vildi endilega sjá litla barnið. En eg gat séð á syni mín- um, að hann hafði ekki munað eftir mér þar inni, því að Jrað var rétt eins og það hummaði í honum, þegar hann tók eftir mér. Mér þótti það líka sjálfri svo skelfi- lega leiðinlegt, Jiví að hvað ætli þessi ókunn- ugi höfðingi að hugsa sér, Iþegar hann sá mig, gamalt skarið, sitja inni í þessu líka sallafína svefnherbergi! Svo tók sonur minn svæflana frá, — jú, indælt barn, — það fannst liöfðingjanum! Sonur minn ætlaði svo að fara, en jiá gaut hinn augunum til mín og benti aftur á við með jiumaifingri: „Þér hafið náð yður í gamalreynda barn- fóstru utan úr sveit?“ „Humm, já....“

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.