Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Side 28

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Side 28
FLÓTTAMENNIRNIR N. Kv. 22 „Við fáum vatn mjög bráðlega,“ sagði Cambreau. „Við komum til Trinidad í dag. Þið tnunuð bráðum sjá eyjuna." „Trinidad!“ hrójDaði Weiner. „Er það frönsk nýlenda?“ spurði Benet áhyggjufullur. „Nei, brezk,“ sagði ég. „Við getum ekki lent þar,“ sagði Benet. „Þeir taka okkur fasta og senda okkur sömu leið til baka! Alveg eins og í brezka Guyana! Þeir senda mann til baka þaðan.“ „Þeir senda þig ekki til baka,“ sagði Cant- breau. „Hver ert þú annars? Hvernig getur þú vitað allt þetta?“ spurði Weiner varfærnis- lega. „Þessi maður er djöfull," sagði Telez í skutnum. „Hann veit allt. Hann veit um hluti, sem liann hefur livorki séð né heyrt. Hann !ét Moll deyja og hann lét Werne deyja. Hann er djöfullinn sjálfur." Hann talaði spænsku, sem enginn skildi nema við Pennington. „Nei, nei, hann er engill,“ sagði Penning- ton við Telez. „Djöfull. Hann er djöfull!" Pennington leit til mín. „Hvernig getur nokkur maður verið svona blindur?" Cambreau fór að h'læja, en Telez gerði krossmark fyrir sér. „Fyrirgefðu," sagði Benet, hallaði auð- mýktarlega undir flatt og yppti um leið vinstri öxlinni, „en ertu viss um að við komum að landi á Trinidad? Bretarnir eru líklegir til að endursenda sakamenn.“ „Ég er alveg viss um þetta,“ sagði Cam- breau. „Þeir senda oltknr ekki til baka.“ „Sjáðu til,“ sagði Benet, og néri gætilega saman höndunum, „ég þekkti einu sinni mann, sem var í sakamannanýlendunni hjá okkur; honum tókst að flýja og komst til Venezuela. Og einmitt þar, þegar liann í raun og veru var búinn, að endurheimta frelsi sitt, þurfti hann endilega að rekast á nokkra Breta frá Guyana, og þeir tóku hann fastan og sendu liann til baka. Bretarnir ganga^ mjög ríkt eftir hlutunum, þegar um framsal sakamanna er að ræða. En ef þú ert viss um —“ „Ég er alveg viss um }:>að,“ endurtók Cam- breau. „Jæja, þá býst ég við, að Jiað sé allt í lagi,“ samsinnti Benet, og var nú mjúkur í máli „Þú skilur auðvitað, að ég er ekki að reyna að koma með neinar óþarfar umkvartanir, né heldur ætla ég mér að fá þig til að halda að ég sé að skipa nokkrum fyrir, en þegar ég fór að hugsa um Trinidad, varð ég agnar lít- ið órólegur. Við erum komnir svona langt, sjáðu til, og ég mundi taka það ákaflega nærri mér ef ég yrði tekinn fastur núna og sendur aftur til nýlendunnar, einmitt {Degar ég er fast að því kominn að geta byrjað á nýju lífi. Mig hefur alltaf verið að dreyma um það, skilur þú, að byrja að nýju og }>urrka út endurminningarnar um það sem ég var dæmdur fyrir. Öll þessi ár lief ég ver- ið að bíða og nurla saman peningum; og nú |>egar lífið er að opnast fyrir mér aftur og ég hef einstakt tækifæri til að byrja á ný, án þess að fortíðin sé mér til hindrunar, þá er ég mjög áfrarn um að }>að takist, og að ég geti sýnt og sannað, að ég geti verið eins góður og heiðvirður borgari og hver annar maður, þrátt fyrir —“ „Hamingjan hjálpi mér!“ sagði Weiner, steinhissa. „Hver skrattinn er hlaupinn í Benet? Hlustið þið á, hvað ltann malar! Hann gaggar eins og gömul hæna. Hvað gengur að manninum?“ Benet setti upp þjáningarsvip. „Þú ert mjög óvingjarnlegur," sagði hann. „Ég var aðeins að fá vissu um það, hvort það væri öruggt fyrir okkur að lenda á Trinidad. Ég var að hugsa um þig og alla liina, ekki síður en sjálfan mig. í raun og veru var það hræðsla mín, sem kom mér til ]>ess að tala of mikið —“ Weiner skellhló og sló á lærið.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.