Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Side 29
N. Kv.
r'LOTTAMENNIRNIR
23
„Hlustið þið á hann. Hann talar alveg
eins og ráðherra. Hann ætti að halda stjórn-
málaræður. Svei mér þá, ef hann þarf einu
inni aðanda. . . . Haltu áfram, Louis, haltu
áfram, segðu okkur eitthvað rneira um þetta
nýja og réttláta líf þitt, sem þú átt í vænd-
nm. Okkur langar til að heyra meira, er það
ekki, piltar? Louis Benet ætlar að verða
heiðvirður maður. Hann ætlar aldrei aftur
að skipta sér neitt af litlum stelpum. Nú
astlar hann að finna þær stóru, og byrja al-
Veg upp á ný með hreint og óflekkað mann-
orð!“
Benet roðnaði.
..Þetta er illa gert “
„Við litlu stelpurnar?“ sagði Weiner í
flýti. Svo veltist liann um af hlátri.
„O, hamingjan hjálpi mér, þetta er fynd-
þetta er alveg fyrirtak! Louis ætlar að
verða dýrlingur! Hinn heilagi Louis Benet
°g nýja lífið hans!“
„Það er ljótt af þér að segja þetta,“ sagði
^enet. „Ég ætla ekki að verða neinn dýr-
lingur. En ég ætla að byrja á nýju heiðar-
legn lífi. Ég er orðinn allur annar maður.
Það er allt og sumt. Þú veizt ekki, livað ég
er orðinn breyttur.“
Weiner hætti að hlæja og einblíndi á
Ifenet.
„Þú trúir því þó ekki, eða hvað?“
„Eg er breyttur," sagði Benet og neri
saman höndunum. ,,Þú getur ekki ímyndað
þéf, hvað ég er breyttur.“
„Hlustaðu nú vel á mig,“ sagði Weiner
r°lega. „Það er ómögulegt að breyta-manni
etns og þér nema á einn hátt, og það er með
því að -“
„Ekki að segja það!“ hrópaði Benet.
Hann glennti upp augun og það fór um
hann titringur. „Ekki að segja það! Það er
voðalegt að tala svona —“
„En það er nú samt sannleikurinn,“ sagði
Weiner. „Og þú veizt það!“
XXI.
„Land!“ .
Báturinn lagðist á hliðina, þegar við
stukkum allir á fætur til að sjá það. Telez
stóð upp í skutnum og skorðaði stýrissveif-
ina nteð hnjánum. Það var DuFond, sem
hafði hrópað. Hann stóð uppréttur og benti
á sjóndeildarhringinn beint fram undan.
„Hvar?“ spurði Weiner, og starði með
mikilli eftirtekt. „Ég sé ekki nokkurn skap-
aðan hlut, nema sjóinn!“
„Það er framundan!" sagði DuFond.
„Beint framundan! Sjáðu þarna!“
„Ég sé það, ég sé það,“ sagði Flaubert.
„Já, já, já! Land lramundan! O, hvað ég er
hamingjusamur! Rudolph er borgið! Aum-
ingja Rudolph er hamingjusamur, af því að
lionum er borgið!"
„Þegi þú, hálfvitinn þinn,“ sagði Weiner.
„Ég get ennþá ekki séð það. Hvar er það,
hér um bil?“
„Ég get ekki komið auga á það,“ sagði
Benet. „Eg get alls ekki séð það.“
„Ég sé það,“ sagði Pennington. „En það
er eins og reykur."
„Nú sé ég það,“ sagði ég allt í einu. „Það
er ekki reykur. Það er eins og það sé skagi.
Að minnsta kosti skagar það þarna fram í
sjóinn eins og fingur. Það er grænt, ég get
séð það!“
Cambreau hló.
„Getur þú komið auga á það?“ spurði ég.
„)á, það er Galeraskaginn. Ég hef verið að
horfa á hann síðustu tíu mínúturnar."
■ „Galeraskaginn?"
,,)á,“ sagði hann. „Það er norðausturodd-
inn á Trinidad. Ef þú horfir í norður, þegar
við siglum frarn hjá honum. þá getur þú
komið auga á Tobago. Windward eyjarnar
liggja þar allar í röð. Við verðum að fara
fram hjá Galeraskaganum. Svo verðum við
að fylgja endilangri norðurströnd eyjarinn-
ar, þangað til við koinurn að sundi, sem
gengur undir nafninu Drekamunnur. Við