Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Qupperneq 34

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Qupperneq 34
28 FLÓTTAMENNIRNIR N. Kv. var meira að segja með röndótt hálsbindi líka. Hann lagði fötin á stól og brosti. „Hér kemur nú skrúðinn, og hann kost- aði sarna og ekki neitt. Það Hggur þurrka þarna rétt fyrir aftan yður. Hvað heitið þér?“ „LaSalle," sagði ég. „Hvað heitið þér?“ „John Berry,“ sagði hann. „Eruð þér Breti?“ „Eg Breti? Ég held nú ekki, ég er eins góður Bandaríkjamaður og sjálfur Georg Washington! Ég er fæddur í Ithaea í New York.“ „Ég er líka Bandaríkjamaður," sagði óg. „Nei!“ sagði hann. „Ég hélt, að þér væruð Frakki. Nafnið bendið á það.“ „Nei,“ sagði ég. F.g steig upp úr baðkerinu, náði í þurrk- una, og þerraði mig. „Heyrið þér,“ sagði hann, „hvernig er jrað með nærfötin?“ „Ég kemst af án þeirra. Þakka yður sarnt fyrir hugulsemina." Ég henti 'frá mér þurrkunni og tók upp kviðslitsbandið og setti það á mig. Það var óþcfur af leðrinu, en við því var ekkert að gera. Um leið og Berry rétti mér buxurnar, sagði hann: „Það er voðalegt að ganga með þetta. Hafið þér ekki mikil óþægindi af því?“ „Jú,“ sagði ég. „Ég þekkti mann sem dó úr þessu,“ sagði hann. „Það deyja margir af því,“ sagði ég. Þegar ég var búinn að klæða mig, leit ég á mig í speglinum. Ég leit prýðilega út, var hreinn og hraustlegur, en nokkuð magur. „Þetta er ágætt. Þér hafið verið framúr- skarandi alúðlegur við mig, Berry. Ég gleymi þessu ekki.“ „Það er ekki neitt,“ sagði hann og band- aði frá sór með hendinni. „Hvað skulda ég yður nú mikið?“ „Ætli það verði ekki eitt pund.“ Ég borgaði lionum, kvaddi hann með handabandi og fór. II. Ég var kominn niður á bryggjuna, skömm-u fyrir myrkur. Það var komið flóð, svo að nú var hægt að stíga ofan í bátinn af bryggjunni sjálfri. Ég fór samt ekki ofan í liann. Ég leit aðeins snöggvast á hann, því að ég bjóst ekki við að hinir væru komnir. Enginn af þeim var kominn. Það stóð maður á bryggjunni. Hann hafði verið að horfa iit á fjörðinn, þegar ég kom, en þegar hann heyrði marra í plönkunum undan þunga mínum, leit hann við og horfði á mig með athygli. Hann var ungur, nálægt því tuttugu og átta ára gamall, í livítum léreftsfötum, með stráhatt á höfð- nu. Hann var með gleraugu með dökkum umgjörðum, sem settu á hann skringilegan uglusvip. Hann virtist hálft í hverju ætla að láta mig alveg afskiptalausan, þangað til að hann sá mig fara og'líta ofan í bátinn. Þá fór hann að veita mér efitirtekt. Ég gekk í hægðum mínum efst upp-á bryggjuna, og stóð þar og fór að velta því fyrir mér, hvenær hinir mundu láta sjá sig og hvar þeir væru.... Eftir stundarbið varð ég þess var, að ókunnugi maðurinn var kom- inn fast að mér. Hann brá hendinni upp að hattbarðinu og sagði: „Fyrirgefið þér. . . .“ Ég sneri mér við. „Hvað?“ „Ég heiti Roy Meredith," hélt hann áfram „Sælir,“ sagði ég, og var ekkert. blíður á manninn. „Ég sá að þér voruð að horfa á þennan bát,“ sagði hann. „Mér datt svona í hug, hvort J)ér munduð vita nokkuð um liann. Ég er að reyna að ná í mennina, sem eiga hann.“ „Hvers vegna?“ spurði ég.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.