Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Síða 35

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Síða 35
N. Kv. FLÓTTAMENNIRNIR 29 »,Ég er fréttamaður fyrir dagblað,“ sagði hann. „Nú, bvað kemur það bátnum við?“ spurði ég. „Ég þarf að skrifa um þetta,“ sagði hann. „Tíu sakamenn, sem sluppu frá Guiana, homu hingað á þessum bát. Ég var að vona að þeir kæmu hingað til Port of Spain, svo að ég gæti haft tal af þeim. Fréttastófan mín gaf mér skipanir um að missa ekki af þeim, ef þeir lentu hér. Svo að ég setti mann á vörð óiðri við höfnina og lét hann líta eftir öll- win smábátum, sem kæmu og færu. Hann sagði mér seinni partinn í dag að nokkrir >nenn hefðu komið á þessum báti, og að eft- lr útlitinu að dæma gætu þeir verið saka- óaennirnir. . . . Ég ætlaði varla að trúa því, að ég væri svona heppinn, að þeir skyldu homa liingað. Ég var næstum því viss um að þeir mundu fara norður til Tobago eða suður til Venezuela." ,»Mér heyrist þér vera Bandaríkjamað- Ur,“ sagði ég. „Það er ég líka,“ sagði hann ,,ég er frétta- niaður. Ég flaug hingað frá Havana, þegar það fór að hægjast um þar eftir uppreisn- ma. £g gerði það sVona upp á von og óvon. bað er alveg fyrirtak, þegar rnaður nær í SV()na fréttir. Það er liægt að telja þá menn a fingrum sér, sem hefir tekizt að flýjá úr þeim stað. Það var uppi fótur og fit, þegar þetta kom í blöðunum í vikunni, sem leið ■ • ■ • Eg vinn hjá Amerísku Fréttastofunni 1 New York.“ „Ég heiti LaSalle,“ sagði ég. „Philip La- Salle. Þetta er rétti báturinn, Meredith. Ég hom hingað á honum í dag.“ „Þetta datt mér i hug!“ kallaði hann upp. „Þér eruð reyndar allur uppstrokinn núna, en þegar ég sá hvernig þér horfðuð á bátinn, þá fann ég það einhvern veginn á mér, að þér hefðuð komið á hörium!.... Viljið þér segja mér um þetta allt saman?“ „Nú, hvað viljið þér fá að vita?“ „Viljið þ ér ekki setjast,“ sagði hann „og bíða þangað til ég er búinn að hafa upp á listanum.“ Ég settist á bryggjustaur og hann settist á næsta staur. Hann dró pappírsblað upp úr vasa sínum. „Við skulum nú sjá. Það voru tíu menn sem sluppu. Það var síðast liðinn þriðju- dag „Ellefu menn,“ sa«ði ég. 77 7 o o „Það er skrítið,“ sagði hann. „Það eru ekki nema.tíu nöfn á listanum yfir þá sem flýðu. Þetta er listinn sem birtur hefir ver- ið.“ „Lesið þér liann upp fyrir mig.“ „Louis Benet; Jaques DuFond; James Dunning; Rudolph Flaubert; Philip La- Salle; Henry Moll; Richard Pennington; Jesus Telez de la Salinas; George Verne; Carl W>einer.“ „Það vantar einn,“ sagði ég. „Þeir hafa gleymit Jean Cambreau.“ „Jean Cambreau?“ „Já,“ sagði ég. „Cambreau var með okk- ur á flóttanum áður en Verne kom til sög- unnar. Sjáið þér til, Verne tróð sér upp á okkur. Hann lagði ekkert til í þann sjóð, sem þurfti til að kaupa bátinn. Hann elti tvo af hinum, og þegar hann kom að bátn- um, þá lofuðum við honum að koma með okkur.“ „Svo þið lofuðuð honum að fara með ykkur?“ „Ef ég á að segja yður það hreinskilnis- lega, Meredith, þá tók hann ráðin af okk- ur.“ , Já, ég skil,“ sagði hann. „Og svona fóruð þið að þessu. Borguðuð einhverjum fyrir bát. Hvað svo?“ „Báturinn var falinn á vísum stað. Við flýðum frá nýlendunni, fundum bátinn og fórum svo um borð.“ Meredith hristi höfuðið með aðdáunar- svip. „Getið þér sagt mér nafn mannsins, sem hjálpaði ykkur?“

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.