Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Síða 41

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Síða 41
N. K.v. FLÓTTAMENNIRNIR 35 er ekki það, sem ég vil vita um. Það er lækn- ingin.“ .,Við skulum þá fara,“ sagði hann. „Mér er ánægja að því að hafa yður með mér.“ Þe gar við konium þangað, sáum við mikla þvögu af æstum svertingjum á götunni, suma hrópandi, suma hlæjandi og suma grátandi. Við fórum út úr bifreiðinni og tróðum okkur inn í hópinn. Meredith náði ioksins í mann, sem virtist ekki vera eins Æstur og hinir og spurði: .,Er það hérna, sem þessi læknir á að vera?“ „Já, herra,“ sagði svertinginn. „En hann er hér ekki lengur. Hann er farinn, herra. ^eir hræddu hann burtu.“ „Hræddu hann?“ sagði ég. ‘ „Ja, þeir hræddu hann ekki beinlínis, en þegar þetta barst út, þá safnaðist hér saman fleira fólk en hann gat ráðið við.“ Hann talaði hreina ensku, án nokkurs h'reims. „Jæja,“ sagði Meredith „viljið þér segja ^hér, hváð skeði? Sáuð þer það?“ „Já, herra, égsá það allt saman. Við Lewis stóðum hérna á horninu. Við vorum að tala °g reykja, þegar það skeði óg við sáunl það allt.“ „Hvað heitið þér?“ spurði Meredith og tók blýant og pappírsblað upp úr vasa sín- Um. ; „James Wilson," svaraði hann. „Hvers ^egna eruð þér að spyrja um það?“ „Eg er blaðamaður,“ sagði Meredith hon- Uju- „Mig langár til að heyra sagt frá þessu, það er allt og sumt. Segið þér mér nú ná- ftvænilega frá því, sem kom fyrir.“ „Jæja, herra,“ sagði svertinginn „við Jöhn Lewis stóðum hérna og vörum að tala saman. Það var heitt í veðri og það voru Uokkrir krakkar að leika sér þarna á'göt- uuni. Einn af þeim, Daníel Lynn, var að hörfa á leikinn. Faðir hans 'heitir Will Lynn, °g Daníel er einbirni. Danny h'efur verið haltur alla sína æfi. Þegar hann fæddist var annar fóturinn styttri en hinn, og hann hef- ur al'ltaf orðið að nota hækjur. . . . Jæja, herra, við stóðum hérna þegar ég allt í einu tók eftir 'tveiqiur mönnum, sem komu gang- andi eftir götunni." „Voru það hvítir menn?“ spurði Mere- dith. „Já,“ sagði Wilson „það voru hvítir menn. Þeir komu gangandi beina leið eftir götunni. Danny Lynn varð hræddur við annan þeirra — ekki manninn sem læknaði — og fór að færa sig burtu. Manni varð ekki um sel, þegar maður leit á þennan mann. Það var ekki eitt einasta hár á höfðinu á honum og það gerði hann hræðilegan útlits . . . .Jæja, herra, um leið og Danny fór að mjaka sér burtu, rétti hinn maðurinn út höndina og snerti hann og svo sagði hann: Vertu ekki hræddur, Daníel. Þessi maður gerir þér ekkert mein. Og þú veizt, að ég geri þér. ekkert mein, er það ekki? Einmitt svona talaði hann til Daníels.M Meredith var vandræðalegur á svipinn. „En hvernig vissi liann livað drengurinn hét?“ „Hann vissi það,“ sagði Wilson. „Guði sé lof, hann vissi það. Hann vissi allt. Það var Jesús Kristur sjálfur!“ „Jæja þá, haldið þér áfram sögunni," sagði Meredith efablandinn. „Hvað svo?“ „Þá sagði Danny: Eg er ekki hræddur við þig, herra, og hann leit'á sköllótta manninn og sagði: Eg bið þig að fyrirgefa mér að ég skyldi verða hræddur við þig, herra minn. Og svo stóðu þeir allir þarna nokkra stund. Krakkarnir á götunn'i hættu að leika sér og fóru að virða sköllótta manninn fyrir sér. Það var líka sjón að sjá hann, svona nauða- sköllóttan. Jæja, herra, þá sagði Jesús: Danny, þú ert góður drengur, ertu það ekki? Og Danny sagði: Jú, herra, það er ég. Og Jesús sagði: Heldur þú ekki að þér nundi þykja gaman að geta hlaupið og leikið þér eins og þessir ungu vinir þínir? Danny varð hnugginn á svipinn og sagði: Mér mundi

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.