Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Qupperneq 43

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Qupperneq 43
FLÓTTAMENNIRNIR 37 N. Kv. Fann og fólkið sagði: En við vitu-m ekki kvað við eigum að gera. Við skiljum þetta £kki. Og liann sagði: Farið til drengsins. Farið þið til Daníels og spyrjið 'hann. Því skilningur hans er meiri en ykkar allra.“ ,,Haldið þér áfram,“ sagði Meredith. „Hvað skeði svo?“ Wilson yppti öxlum. ,,Svo hélt hann af stað með sköllótta tnanninum eftir götunni og þó að mann- fjöldinn elti hann spölkorn, þá'hvarf hann allt í einu og við sáum hann ekki aftur." Seinna, þegar Meredith var búinn að staðfesta frásögn Wilsons með því að tala við aðra sem höfðu séð ihvað frarn fór, komst öann að því að þeim bar nákvæmlega saman 1 öllu. Við ókum í bifreið til gistihússins, og Weredith var þungt hugsandi. „Eg skil þetta ekki, LaSalle,“ sagði hann. „Allur þessi mannfjöidi gat ekki hafa verið öáleiddur. Þarna gerðust tvö kraftaverk i kvöUl.“ „Eg veit það,“ sagði ég. „Það hefur 'kynleg áhrif á mig.“ „Hvers vegna?“ spurði ég. „Þér munið kannske," sagði liann, ,,að ég Var að henda gaman að endurkomu Krists. N ú er ég að velta Jdví fyrir ,mér, hvort Jrað—“ „Nei,“ sagði ég. „Ef Jrér haldið að það Fafi verið Kristur, sem birtist Jjarna í kvöld, þá sku'lið þéf gleyma Jressu. Það var ekki hann.“ „Það var s'anit niáður sem birtrst,“ sagði hann. „Tveir menn,“ sagði ég. „Hvorúgur þeirra var Kristur.“ Hann starði á mig. „Hvernig vitið þér það?“ „Eg veit Jrað bara,“ sagði ég. „En hvernig getið þér vitað það?“ „Ég veit það bara.“ Eg þuklaði á nefinu á mér þar sem gler- augun mín höfðu hvílt í þrjátíu ár og ég hrosti. „Jæja,“ sagði Meredith og andvarpaði. „Þetta er mínum skilningi ofvaxið. Ég býst við að dagar kraftaverkanna séu ekki tald- ir.“ Han sló fast á hnéð á sér. „Það hlýtur að hafa verið dásamlegt að sjá það! Ég vildi að ég hefði verið Jrar!“ Ég skildi við hann hjá gistihúsinu. Um leið og liann kvaddi imig, sagðist hann ætla að hitta mig á bryggjunni morguninn eftir. Hann var ósköp viðkunnanlegur ungur maður. Mér féll vel við hann. V. Þegar ég kom aftur niður að bátnum, þá sat Wéiner á bryggjunni, og Flaubért og Cambreau voru niðri í bátnum. Flaubert var sofandi. Hann var í nýrri skyrtu og í hvítum buxum. Hann hraut. Weiner sat með liönd undir kinn og horfði niðúr fyrir sig, Jiangað til hann varð mín var. Þá sagði hann: „Jæja, sjáum til, hver kemur Jrarna.“ „Komið þið sælir,“ sagði ég. Cambreau heilsaði mér glaðlega. „Sæll, læknir!“ „Hver fjandinn,“ sagði Weiner, „drepið jnð mig nú ekki alveg, er Jrað nú klæðnaður á þér!“ Hann fór að hlæja. „Hvar fékkstu nú jDennan skrúða?" „Ég keypti fötin." „Það lítur svei mér út fyrir að þú sért farinn að halda þér til,“ sagði hann. „Þú og hálfvitinn. Hann er svo sem nógu fínn líka.“ Ég tók eftir iþví að Weiner var í sömu föt- unuín, gráum buxunS og grárri skyrtu. Cam- breau var líka í sömu fötunum og áður, en hans föt voru hrein og þau voru ekki rifin. „Ég hef slæmar fréttir að flytja,“ sagði ég, klifraði niður í bátinn og settist andspænis Cambreau. Weiner andvarpaði. „Þetta vissi ég, mér leizt allt of vel á mig hérna. Hvað er Jrað nú?“ Cambreau leit á mig. „Við fáurn ekki að dvelja hér,“ sagði liann.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.