Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Qupperneq 5
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
35
semja þær í frístundum frá prestskap og
kenslustörfum.
Pegar Nýjar Kvöldvökur voru slofnaðar
árið 1907, varð síra Jónas ritstjóri þeirra og
var það þangað til haustið 1917, þegar hann
flutli frá Akureyri. Skrifaði hann margt í
þær og má sjerstaklega minnast Þátta úr
landnámssögu jarðarinnar og þáttanna um
bókmentir. Rifdæmdi hann nær því allar
bækur, sem út komu í landinu, enda má
telja hann merkasta ritdómara landsins á
þeim tíma. Flestir Iesendur Kvöldvakanna
töldu líka síra Jónas óbrigðulan ritdómara.
Hinar miklu vinsældir Nýrra Kvöldvaka má
einnig rekja til hans og eiga þær honum
meira að þakka en nokkrúm öðrum manni.
. Síra Jónas las þýsku mest allra mála og
átti í sífeldum brjefaskiftum við þýska vís-
indamenn og ekki all-fáa danska, enda vitn-
uðu þeir oft í hann í tímaritagreinum. Sjálf-
ur skrifaði hann og ekki all-fáar greinar í
þýsk og dönsk tímarit.
Síra Jónas var injög vinsæll maður, fá-
skiftinn af annara högum, skemtinn í við-
ræðum, frjálslyndur í trúmálum, en hneygð-
ist að guðspeki seinustu ár æfinnar, gaf sig
lítið að stjórnmálum, en hallaðist helst að
Heimastjórnarflokknum. Hann var hár mað-
ur vexti og beinxaxinn, en fremur grannur,
fríður sýnum og göfugmannlegur á svip.
Síra Jónas og frú Pórunn eignuðust 8
börn, en af þeim dóu 4 úr berklum á unga
aldri, Á lífi eru:
1. Oddur Rafnar,framkvæmdastjóri íKhöfn.
2. Jónas Rafnar, læknir í Kristnesi.
3. Síra Friðrik Rafnar á Akureyri.
4. Stefán Rafnar, bókhaldari í Rvík.
Síðustu 5 árin var heilsa síra Jónasar mjög
á förum og fjekk hann þess vegna lausn frá
embætti vorið 1917; fluttist hann suður að
Útskálum um haustið. Var hann alt af rúm-
fastur úr því, smáþyngdi og dó í Reykja-
vík 4. ágúst 1918. Dauðameinið var krabbi
í brjóstholinu. Hann var jarðaður að Munka-
þverá í Eyjafirði 18. ágúst að viðstöddu fjöl-
menni miklu. — Frú Pórunn lifir enn og
er nú sjötug að aldrí og dvelur hjá syni
sínum, Jónasi lækni í Kristnesi.
MISGRIPII.
Eftir W. Shakespeare.
SNÚIÐ f SÖGUFORAl AF C H A R I. E S O G M A R Y L A M B .
[Saga sú, sein hjer birtist í íslenskri þýðingu, er sniðin upp úr leikritinu „The Coniedy of Errors"
eftir hinn fræga skáldjöfur Englendinga William Shakespeare. Voru pað systkinin Charles og Mary
Lamb, sem góðu heilli tóku sjer fyrir hendur, að snúa leikritum Shakespeare’s í söguform, svo að pau
yrðu aðgengilegri fyrir unglinga. Tókst þeim systkinum petta svo vel, að pau hlutu ahnenna viður-
kenningu, er sögurnar komu fyrst út 1807. Og enn pann dag í dag eru þessar sögur í hinu mesta
afhaldi hjá enskumælandi fólki. Annars er saga Lamb-systkinanna næsta raunaleg. Pau fæddust í
London, Mary 1764, en Charles 1775, og par voru pau búsett allan sinn aldur. Á unga aldri varð
Mary móður sinni að bana í æðiskasti. Tók Charles, sem pá var barnungur, systur sína að sjer og
ÓI önn fyrir henni til dauðadags. Mary fann ætíð á sjer, er æðisköstin voru í aðsigi, og leiddust pau
5*