Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Qupperneq 18

Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Qupperneq 18
48 NYJAR KVÖLDVÖKUR 1 Buckingham Palace býr konungurinn, en af þvi að hinar stærri heimsóknir hjá konunginum fara frain i St. James Palace, kalla menn oft og einatt ensku hirðina „hirðin í St. Jarnes". Mikill hluti af fbúum London eru útlendingar. Það er varla sá kynþáttur, þjóð eða húðlitur eða það tungumál, að það sje ekki til þar. í London eru fieiri Gyðingar en í Gyðingalandi, fleiri kaþólskir en í Róm. Hin afskaplega umferð er að nokkru leyti með neðan- jarðar-brautum og að mjög miklu leyti á almenn- ingsvögnum. Menn hafa kallað almenningsvagn- inn í London „úlfaldann í steineyðimörkinni“. Pað er fyrst getið um London árið 61 e. Kr og kölluð Londonium. Hún var þá rómverskar her- búðir. 872 höfðu danskir víkingar þar vetursetu, 886 endurbygði Alfred konungur hinn mikli borg- ina og 1066 var Vilhjálmur sigursæli krýndur i Westminster. Hann bygði kastalann „Tower". Drepsóttir og stórkostlegir eldsvoðar hafa heim- sótt London. En þrátt fyrir það hefir hún vaxið stórkostlega. Síðan 1841 hefir borgin vaxið um ca. 6 milj. íbúa. Meðan Paris ginnir fólk til sín með skemtunum og glaðværð, setjast menn að í London í von uin atvinnu og gróða. í stjórnmála- legu tilliti er London, siðan heimsstyrjöldin var, orðin miðdepill Evrópu enn frekar en áður var. ■-*--- ÝMISLEGT. Hinn frægi írski rithöfundur, Bernhard Shaw, sem einnig hefir hlotið Nobels-verðlaunin, er mjög hrifinn af Strindberg. Segir hann eftirfarandi sögu af hinu inerka sænska skáldi: Einu sinni heimsótti Shaw og kona hans Strind- berg í Stokkhólmi. í fyrstu var Strindberg mjög 'þur á manninn og orðfár, en smátt og smátt rætt- ist úr honum. Hann vildi helst tala þýsku, því að Shaw og kona hans kunnu ekki sænsku. Brátt voru þeir niðursokknir í samræður sínar. En alt i einu breyttist svipur Strindbergs. Hann dró úr sitt upp úr vasa sínuin, leit á það og mælti með hátíðlegri röddu: „Um zwei Uhr werde ich krank sein!“ (klukkan tvö verð jeg veikur). Shaw ætl- aði ekki að trúa eyrum sínum, en af því að klukk- an var þá orðin fjórðung yfir eitt og Strindberg virtist vera ákveðinn að verða veikur klukkan tvö, urðu þessir gestir hans að yfirgefa hið sjer- vitra skáld. „Konungur konunganna" er atvinnulaus, en ekki peningalaus. Pað er uppgjafa-Shahen af Persíu, Ahmad Mirza, sem hjer er átt við. Honuin var steypt af stóli 1925 vegna þess, að honuin fjell betur að vera í París en sinna stjórnarstörfum heiina. Hefir hann því, eins og svo margir aðrir furstar, sem steypt hefir verið af stóli, eignast annað föðurland í Frakklandi. Ahmad Mirza er í miklu uppáhaldi í skemtistöðuin Parísar. Fje það, sem hann hefir tapað i spilum, er áætlað að muni nema alt að 12 milj. króna, og til mannfagnaðar á skemtiskútu sinni hefir Mirza eytt 4 milj. kr, Að hann er i svo miklu afhaldi stafar ekki ein- ungis af þvi, hve gagnteknir menn eru af honum sjálfum, heldur einnig af þvi, að hann hefir með sjer gimsteina, sem námu að upphæð 800 milj. króna. Meðal þeirra er „Stórmongólinn", sem tal- inn er að vera fegursti gimsteinn heimsins. Síðan Mirza kom til Parisar hefir hann, að sögn, sel mikið af gimsteinum sinum eða gefið þá vinum og kunningjum. Að þvi leyti líkist hann hinum fræga afa sínum, Mozaffer-ed Din, sem, þegar hann heimsótti París fyrir nokkrum árum síðan, varð mjög hrifinn yfir undrun þeirri, er gimsteinar hans vöktu meðal vina hans þar. „Reyndu einn af þessum hjerna,“ mælti hann oft og rjetti við- komanda til eignar skínandi gimstein.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.